Stuðningsmennirnir skiluðu Spalletti stýrinu sem þeir stálu af honum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2023 10:01 Luciano Spalletti hinn kátasti með stýrið. Stuðningsmenn Ítalíumeistara Napoli hafa skilað fráfarandi stjóra liðsins, Luciano Spalletti, stýri sem þeir stálu af honum fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir að hafa gert Napoli að ítölskum meisturum í fyrsta sinn í 33 ár er Spalletti á förum frá félaginu. Hann ætlar að taka sér frí frá þjálfun um tíma. Spalletti fékk heldur óvenjulega kveðjugjöf frá stuðningsmönnum Napoli en þeir skiluðu honum stýri og geisladiskum sem þeir stálu úr Fiat Panda bíl hans þegar hann tók við liðinu fyrir tveimur árum. Þeir mótmæltu þá ráðningu hans. Stuðningsmennirnir lofuðu að láta Spalletti hafa stýrið aftur þegar hann myndi hætta með Napoli og þeir stóðu við loforðið. Þeir pökkuðu stýrinu og geisladiskunum inn fyrir Spalletti, að sjálfsögðu í ljósbláan pappír. Spalletti var svo hinn kátasti þegar hann var búinn að opna pakkann eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Sorpresa esilarante per Luciano #Spalletti a Castel Volturno. Alcuni ultras del #Napoli portano un pacco regalo all'allenatore dello #Scudetto: all'interno c'è il volante della Panda e i cd di Pino Daniele rubati nel 2021 pic.twitter.com/rVCwqez9OZ— Salvatore Amoroso (@salv_amoroso) June 6, 2023 Napoli hafði mikla yfirburði í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og tryggði sér titilinn í byrjun maí. Napoli fékk alls níutíu stig í ítölsku deildinni, sextán stigum meira en silfurlið Lazio. Napoli komst einnig í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Napoli voru langt frá því að vera ánægðir með ráðninguna á Spalletti á sínum tíma en nú er allt annað hljóð í þeim enda leiddi hann liðið til langþráðs meistaratitils. Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa gert Napoli að ítölskum meisturum í fyrsta sinn í 33 ár er Spalletti á förum frá félaginu. Hann ætlar að taka sér frí frá þjálfun um tíma. Spalletti fékk heldur óvenjulega kveðjugjöf frá stuðningsmönnum Napoli en þeir skiluðu honum stýri og geisladiskum sem þeir stálu úr Fiat Panda bíl hans þegar hann tók við liðinu fyrir tveimur árum. Þeir mótmæltu þá ráðningu hans. Stuðningsmennirnir lofuðu að láta Spalletti hafa stýrið aftur þegar hann myndi hætta með Napoli og þeir stóðu við loforðið. Þeir pökkuðu stýrinu og geisladiskunum inn fyrir Spalletti, að sjálfsögðu í ljósbláan pappír. Spalletti var svo hinn kátasti þegar hann var búinn að opna pakkann eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Sorpresa esilarante per Luciano #Spalletti a Castel Volturno. Alcuni ultras del #Napoli portano un pacco regalo all'allenatore dello #Scudetto: all'interno c'è il volante della Panda e i cd di Pino Daniele rubati nel 2021 pic.twitter.com/rVCwqez9OZ— Salvatore Amoroso (@salv_amoroso) June 6, 2023 Napoli hafði mikla yfirburði í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og tryggði sér titilinn í byrjun maí. Napoli fékk alls níutíu stig í ítölsku deildinni, sextán stigum meira en silfurlið Lazio. Napoli komst einnig í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Napoli voru langt frá því að vera ánægðir með ráðninguna á Spalletti á sínum tíma en nú er allt annað hljóð í þeim enda leiddi hann liðið til langþráðs meistaratitils.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira