Öskraði á börn og skaut svo móðurina til bana Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 15:39 Ajike Owens var skotin til bana af nágranna sínum. AP Photo/John Raoux Hvít kona í Flórída sem skaut þeldökkan nágranna sinn í gegnum útidyr sínar, hefur verið handtekin. Nokkrir dagar eru síðan skotárásin átti sér stað en fógeti Marion-sýslu í Flórída hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að handtaka konuna ekki strax. Hin 58 ára gamla Susan Louise Lorincz er sögð hafa átt í langvarandi erjum við nágranna sinn Ajike Owens, áður en sú fyrrnefnda skaut þá síðarnefndu á föstudagskvöld. Lorincz hélt því fram við lögregluþjóna að hún hefði óttast um líf sitt og að Owens hafi verið að reyna að brjóta niður útihurðina þegar hún skaut nokkrum skotum í gegnum dyrnar. Billy Woods, áðurnefndur fógeti, birti myndband í gær þar sem hann útskýrði af hverju Lorincz hefði ekki verið handtekin fyrr en í gær. Hann sagði rannsóknarlögregluþjóna sína hafa unnið að rannsókn málsins og að þeir hefðu ekki getað handtekið Lorincz fyrr en búið væri að sanna það að hún hefði ekki skotið Owens í sjálfsvörn. Hann sagði deilur kvennanna hafa staðið yfir í um tvö og hálft ár og að lögregluþjónar hefðu ítrekað verið kallaðir út vegna erjanna. Woods, segir í myndbandinu hér að neðan að ljóst sé að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Sjálfsvarnarlög Flórída hafa verið umdeild um árabil en Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Owens, var áður lögmaður fjölskyldu táningsins Trayvon Martins, sem var skotinn var til bana af George Zimmerman á árum áður. Það mál vakti gífurlega athygli á heimsvísu en Zimmerman var sýknaður á grunni þess að hann óttaðist um líf sitt, jafnvel þó Martin hafi verið óvopnaður og hafi eingöngu verið á leið heim til sín eftir verslunarferð. Crump segir að Lorincz hafi skömmu áður öskrað rasísk orð að börnum Owens sem voru að leik á svæðinu. Þar að auki hafi hún kastað skautum í eitt barnanna. Þess vegna hafi Owens bankað á dyr Lorincz. Lögreglan hefur ekki staðfest þessa frásögn. AP fréttaveitan hefur eftir Lauren Smith, öðrum nágranna þeirra Lorincz og Owens, að ekki hafi komið til nokkurskonar rifrildis, eftir að Owens bankaði og áður en skothríðin hófst. Þar að auki hafi Owens ekki verið vopnuð. Smith býr hinu megin við götuna og stökk til og reyndi endurlífgunartilraunir þegar Owens hafði verið skotin. Smith sagði blaðamanni fréttaveitunnar að Lorincz hafi ávallt verið reið þegar börnin voru að leik og hún ætti það til að segja ljóta hluti við börnin. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hin 58 ára gamla Susan Louise Lorincz er sögð hafa átt í langvarandi erjum við nágranna sinn Ajike Owens, áður en sú fyrrnefnda skaut þá síðarnefndu á föstudagskvöld. Lorincz hélt því fram við lögregluþjóna að hún hefði óttast um líf sitt og að Owens hafi verið að reyna að brjóta niður útihurðina þegar hún skaut nokkrum skotum í gegnum dyrnar. Billy Woods, áðurnefndur fógeti, birti myndband í gær þar sem hann útskýrði af hverju Lorincz hefði ekki verið handtekin fyrr en í gær. Hann sagði rannsóknarlögregluþjóna sína hafa unnið að rannsókn málsins og að þeir hefðu ekki getað handtekið Lorincz fyrr en búið væri að sanna það að hún hefði ekki skotið Owens í sjálfsvörn. Hann sagði deilur kvennanna hafa staðið yfir í um tvö og hálft ár og að lögregluþjónar hefðu ítrekað verið kallaðir út vegna erjanna. Woods, segir í myndbandinu hér að neðan að ljóst sé að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Sjálfsvarnarlög Flórída hafa verið umdeild um árabil en Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Owens, var áður lögmaður fjölskyldu táningsins Trayvon Martins, sem var skotinn var til bana af George Zimmerman á árum áður. Það mál vakti gífurlega athygli á heimsvísu en Zimmerman var sýknaður á grunni þess að hann óttaðist um líf sitt, jafnvel þó Martin hafi verið óvopnaður og hafi eingöngu verið á leið heim til sín eftir verslunarferð. Crump segir að Lorincz hafi skömmu áður öskrað rasísk orð að börnum Owens sem voru að leik á svæðinu. Þar að auki hafi hún kastað skautum í eitt barnanna. Þess vegna hafi Owens bankað á dyr Lorincz. Lögreglan hefur ekki staðfest þessa frásögn. AP fréttaveitan hefur eftir Lauren Smith, öðrum nágranna þeirra Lorincz og Owens, að ekki hafi komið til nokkurskonar rifrildis, eftir að Owens bankaði og áður en skothríðin hófst. Þar að auki hafi Owens ekki verið vopnuð. Smith býr hinu megin við götuna og stökk til og reyndi endurlífgunartilraunir þegar Owens hafði verið skotin. Smith sagði blaðamanni fréttaveitunnar að Lorincz hafi ávallt verið reið þegar börnin voru að leik og hún ætti það til að segja ljóta hluti við börnin.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira