Hetja West Ham: Ég er svo hamingjusamur Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júní 2023 21:45 Jarrod Bowen fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Jarrod Bowen var hetja West Ham í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í kvöld. Hann skoraði sigurmark liðsins í lok leiksins gegn Fiorentina og tryggði West Ham fyrsta stóra titil félagsins í 43 ár. Það stefndi allt í framlengingu í leiknum í kvöld en Bowen slapp í gegnum vörn Fiorentina á lokamínútu leiksins og kláraði færi sitt frábærlega framhjá Pietro Terracciano í marki ítalska liðsins. Bowen var vitaskuld hæstánægður þegar hann ræddi við BT-sport í leikslok. „Augljóslega dreymdi mig um að skora en að skora sigurmarkið á síðustu mínútunni. Það er það sem þú segir að þið langi alltaf að gera. Að gera það fyrir framan þessa stuðningsmenn. Ég hélt ég myndi fara að gráta, ég er bara hamingjusamur,“ sagði Bowen eftir leik en hann hefur verið leikmaður West Ham síðan árið 2020. „Við áttum draum, við höfum ekki verið upp á okkar besta á tímabilinu og ég er þar meðtalinn, en að geta gefið stuðningsmönnunum þetta augnablik. Ég er í sjöunda himni.“ Sigurmark Bowen kom þegar hann slapp í gegnum miðja vörn Fiorentina á lokamínútu leiksins. „Ég held að í minni stöðu þá getur þú tekið þetta hlaup tíu sinnum og fengið boltann kannski í eitt skipti. Um leið og maður fær tækifærið verður maður að nýta það.“ „Mér hefur aldrei liðið svona á ævinni. Þetta er stærsti leikurinn á mínum ferli. Tilfinningarnar, það var tími fyrir eitt færi. Ég er bara svo hamingjusamur, ég er í sjöunda himni.“ Hann sagði að það yrði mikið fagnað í kvöld en ólæti á milli stuðningsmanna liðanna í miðborg Prag setti svartan blett á aðdraganda leiksins. „Ég er að hugsa um partýið í kvöld. Hlustaðu á það, hlustaðu,“ sagði Bowen að lokum. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Það stefndi allt í framlengingu í leiknum í kvöld en Bowen slapp í gegnum vörn Fiorentina á lokamínútu leiksins og kláraði færi sitt frábærlega framhjá Pietro Terracciano í marki ítalska liðsins. Bowen var vitaskuld hæstánægður þegar hann ræddi við BT-sport í leikslok. „Augljóslega dreymdi mig um að skora en að skora sigurmarkið á síðustu mínútunni. Það er það sem þú segir að þið langi alltaf að gera. Að gera það fyrir framan þessa stuðningsmenn. Ég hélt ég myndi fara að gráta, ég er bara hamingjusamur,“ sagði Bowen eftir leik en hann hefur verið leikmaður West Ham síðan árið 2020. „Við áttum draum, við höfum ekki verið upp á okkar besta á tímabilinu og ég er þar meðtalinn, en að geta gefið stuðningsmönnunum þetta augnablik. Ég er í sjöunda himni.“ Sigurmark Bowen kom þegar hann slapp í gegnum miðja vörn Fiorentina á lokamínútu leiksins. „Ég held að í minni stöðu þá getur þú tekið þetta hlaup tíu sinnum og fengið boltann kannski í eitt skipti. Um leið og maður fær tækifærið verður maður að nýta það.“ „Mér hefur aldrei liðið svona á ævinni. Þetta er stærsti leikurinn á mínum ferli. Tilfinningarnar, það var tími fyrir eitt færi. Ég er bara svo hamingjusamur, ég er í sjöunda himni.“ Hann sagði að það yrði mikið fagnað í kvöld en ólæti á milli stuðningsmanna liðanna í miðborg Prag setti svartan blett á aðdraganda leiksins. „Ég er að hugsa um partýið í kvöld. Hlustaðu á það, hlustaðu,“ sagði Bowen að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira