Stjórnlaus ríkisfjármál og ríkisstjórn í sýndarmennsku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2023 00:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur miklar áhyggjur af nýju reglunum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom víða við í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Sagði hann ríkisfjármálin algjörlega stjórnlaus og störf ríkisstjórnar einkennast af sýndarmennsku. Umræðurnar fóru fram í kvöld, þar sem liðinn þingvetur og störf ríkisstjórnar voru til umræðu. Miðflokksformaðurinn mætti blaðalaust upp í pontu í kvöld og hóf ræðu sína, líkt og flestir aðrir, á að ræða ríkisfjármálin. „Frá árinu 2015 hafa ríkisútgjöld meira en tvöfaldast, í krónum talið. Þessi eina ríkisstjórn hefur aukið útgjöldin um sjötíu prósent og í rauntölum, verðbólguleiðrétt, um þriðjung. Þetta á ekki vera hægt, ein ríkisstjórn á ekki getað aukið útgjöld þetta mikið, hvað þá miðað við að þau hafi engan afrakstur til að sýna fyrir það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur beindi sjónum sínum að aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til að takast á við verðbólguna. „Þegar betur var að gáð reyndist þetta fyrst og fremst vera endurvinnsla mála sem lágu fyrir löngu síðan, jafnvel ári síðan, í sumum tilvikum. Svo var bætt inn uppfyllingarefni, eða skemmtiefni eftir því hvernig á það er litið, til dæmis það að til standi að leggja aftur fram frumvarp um þjóðarsjóð. Nú væri gott að geta safnað í sjóð, en það vill bara svo til að þegar þessi ríkisstjórn lýkur sér af verður hún búin að reka ríkið með samanlögðum halla upp á yfir þúsund milljarða króna. Yfir milljón milljónir.“ Þetta þýði að næstu ríkisstjórnir þurfi að skila 50 milljarða króna halla í þrjátíu ár, til að borga niður hallareksturinn. Aðgerðaráætlunin sé sýndarmennska líkt og þjóðarhöllin sem ekkert hafi spurst til eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Sýndamennska „En sýndarmennskan er þó líklega hvergi eins ráðandi eins og í húsnæðismálum,“ sagði Sigmundur. „Hvað ætli hafi verið haldnar margar kynningar um tugþúsundir nýrra íbúða, þar er auðvitað verðbólga eins og í öðru. Þeim fjölgar alltaf og fjölgar, nema í raunveruleikanum. Samkvæmt raunveruleikanum fækkar nýbyggingum íbúa um 69 prósent.“ Borgin, sem vilji byggja á þéttingarreitum með það að markmiði að fækka bílum, hjálpi ekki til. Ríkisstjórnin hafi einnig hjálpað til við að fármagna „borgarlínuþéttinguna,“ eins og Sigmundur orðar það. Þá nefndi hann losunarheimildir Evrópusambandsins og bráðabirgðasamkomulag íslenskra stjórnvalda við sambandið. Samkvæmt því fær Ísland áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. „Þau státa sig af því að hafa fengið afslátt í tvö ár, en það er allt í lagi þau verða löngu farin í önnur störf er afslátturinn gildir ekki lengur og bara þeir efnameiri, geta ferðast með flugi.“ Skortur á framtíðarsýn Stjórnina skortir alla framtíðarsýn, segir Sigmundur. Það sjáist með byggingu nýs Landspítala. „Ef menn hefðu tekið ákvörðun um það að reisa nýjan spítala fullbúinn glæsilegan hagkvæman spítala á nýjum stað. Þá hefði allt gengið svo miklu betur.“ Það sjáist einnig á markmiðum ríkisstjórnar um að fjölga iðnnemum „Allt í einu var unga fólkið tilbúið og kom og sóttist eftir því að komast í iðnnám,“ sagði Sigmundur.„En hvaða svör fékk þetta unga fólk? „Við eigum ekki peninga, það er búið að eyða þeim í annað eða stendur til að eyða þeim í annað.“ Mörghundruð ungmennum vísað frá iðnnámi. Þessi ríkisstjórn flytur út sjúklinga og borgar með þeim og segir: Við verðum bara að flytja inn iðnaðarmenn af því hún hefur ekki efni á því að mennta þá hér, búin að eyða peningunum í allt annað.“ Að lokum sagði Sigmundur: „Kannski má ég ekki segja þetta, enda stendur til að setja landsmenn alla í endurmenntun á námskeið um hvernig þeir eigi að hugsa og tjá sig. Skiljanlegt við þessar aðstæður. Það er ekki gott að fá gagnrýni við þessar aðstæðu. En við þessar aðstæður þarf gagnrýni, vegna þess að það er hægt að gera þetta allt svo miklu betur. En til þess þarf breytt stjórnarfar á Íslandi.“ Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Umræðurnar fóru fram í kvöld, þar sem liðinn þingvetur og störf ríkisstjórnar voru til umræðu. Miðflokksformaðurinn mætti blaðalaust upp í pontu í kvöld og hóf ræðu sína, líkt og flestir aðrir, á að ræða ríkisfjármálin. „Frá árinu 2015 hafa ríkisútgjöld meira en tvöfaldast, í krónum talið. Þessi eina ríkisstjórn hefur aukið útgjöldin um sjötíu prósent og í rauntölum, verðbólguleiðrétt, um þriðjung. Þetta á ekki vera hægt, ein ríkisstjórn á ekki getað aukið útgjöld þetta mikið, hvað þá miðað við að þau hafi engan afrakstur til að sýna fyrir það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur beindi sjónum sínum að aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til að takast á við verðbólguna. „Þegar betur var að gáð reyndist þetta fyrst og fremst vera endurvinnsla mála sem lágu fyrir löngu síðan, jafnvel ári síðan, í sumum tilvikum. Svo var bætt inn uppfyllingarefni, eða skemmtiefni eftir því hvernig á það er litið, til dæmis það að til standi að leggja aftur fram frumvarp um þjóðarsjóð. Nú væri gott að geta safnað í sjóð, en það vill bara svo til að þegar þessi ríkisstjórn lýkur sér af verður hún búin að reka ríkið með samanlögðum halla upp á yfir þúsund milljarða króna. Yfir milljón milljónir.“ Þetta þýði að næstu ríkisstjórnir þurfi að skila 50 milljarða króna halla í þrjátíu ár, til að borga niður hallareksturinn. Aðgerðaráætlunin sé sýndarmennska líkt og þjóðarhöllin sem ekkert hafi spurst til eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Sýndamennska „En sýndarmennskan er þó líklega hvergi eins ráðandi eins og í húsnæðismálum,“ sagði Sigmundur. „Hvað ætli hafi verið haldnar margar kynningar um tugþúsundir nýrra íbúða, þar er auðvitað verðbólga eins og í öðru. Þeim fjölgar alltaf og fjölgar, nema í raunveruleikanum. Samkvæmt raunveruleikanum fækkar nýbyggingum íbúa um 69 prósent.“ Borgin, sem vilji byggja á þéttingarreitum með það að markmiði að fækka bílum, hjálpi ekki til. Ríkisstjórnin hafi einnig hjálpað til við að fármagna „borgarlínuþéttinguna,“ eins og Sigmundur orðar það. Þá nefndi hann losunarheimildir Evrópusambandsins og bráðabirgðasamkomulag íslenskra stjórnvalda við sambandið. Samkvæmt því fær Ísland áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. „Þau státa sig af því að hafa fengið afslátt í tvö ár, en það er allt í lagi þau verða löngu farin í önnur störf er afslátturinn gildir ekki lengur og bara þeir efnameiri, geta ferðast með flugi.“ Skortur á framtíðarsýn Stjórnina skortir alla framtíðarsýn, segir Sigmundur. Það sjáist með byggingu nýs Landspítala. „Ef menn hefðu tekið ákvörðun um það að reisa nýjan spítala fullbúinn glæsilegan hagkvæman spítala á nýjum stað. Þá hefði allt gengið svo miklu betur.“ Það sjáist einnig á markmiðum ríkisstjórnar um að fjölga iðnnemum „Allt í einu var unga fólkið tilbúið og kom og sóttist eftir því að komast í iðnnám,“ sagði Sigmundur.„En hvaða svör fékk þetta unga fólk? „Við eigum ekki peninga, það er búið að eyða þeim í annað eða stendur til að eyða þeim í annað.“ Mörghundruð ungmennum vísað frá iðnnámi. Þessi ríkisstjórn flytur út sjúklinga og borgar með þeim og segir: Við verðum bara að flytja inn iðnaðarmenn af því hún hefur ekki efni á því að mennta þá hér, búin að eyða peningunum í allt annað.“ Að lokum sagði Sigmundur: „Kannski má ég ekki segja þetta, enda stendur til að setja landsmenn alla í endurmenntun á námskeið um hvernig þeir eigi að hugsa og tjá sig. Skiljanlegt við þessar aðstæður. Það er ekki gott að fá gagnrýni við þessar aðstæðu. En við þessar aðstæður þarf gagnrýni, vegna þess að það er hægt að gera þetta allt svo miklu betur. En til þess þarf breytt stjórnarfar á Íslandi.“
Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira