Inter Miami reynir einnig fá Di María og Busquets Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2023 15:31 Inter Miami vill fá þá Ángel Di María og Sergio Busquets til liðs við sig. Hér mætast þeir félagar í El Clasico árið 2011. Jasper Juinen/Getty Images Inter Miami ætlar sér greinilega stóra hluti í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu á komandi mánuðum. Lionel Messi er á leið til félagsins og nú berast fréttir af því að liðið ætli sér einnig að klófesta þá Ángel Di María og Sergio Busquets. Bæði Di María og Busquets þekkja það vel að spila með Messi. Di María á að baki 131 leik fyrir argentínska landsliðið og gera má ráð fyrir því að flestir þeirra hafi verið með Messi og Busquets hefur leikið með Barcelona frá árinu 2008 þar sem hann var liðsfélagi argentínska töframannsins til ársins 2021. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá áhuga Inter Miami á því að fá þá Di María og Busquets til liðs við sig. Inter Miami are considering a move for Ángel Di Maria as free agent, as called by @CLMerlo — understand they are informed on conditions of the deal. 🇺🇸🇦🇷 #MLSEurope remains the priority, Benfica are on it. Meanwhile, Inter Miami are still insisting to sign Sergio Busquets. pic.twitter.com/kSMnIzsZRp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2023 Þrátt fyrir áhuga Inter Miami greinir Romano þó frá því að Di María vilji helst halda kyrru fyrir í Evrópu. Bæði Di María og Busquets eru samningslausir og geta því ákveðið framtíð sína sjálfir. Ákveði þeir félagar að ganga til liðs við Inter Miami er ekki beint hægt að segja að liðið sé að safna í ungan og efnilegan leikmannahóp. Di María og Busquets verða báðir 35 ára gamlir á árinu og Messi er árinu eldri. Inter Miami situr í neðsta sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar með 15 stig eftir 16 leiki, átta stigum á eftir Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í DC United sem sitja í sjöunda og seinasta örugga úrslitakeppnissætinu. Það er því ljós að liðið hefur verk að vinna. Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Bæði Di María og Busquets þekkja það vel að spila með Messi. Di María á að baki 131 leik fyrir argentínska landsliðið og gera má ráð fyrir því að flestir þeirra hafi verið með Messi og Busquets hefur leikið með Barcelona frá árinu 2008 þar sem hann var liðsfélagi argentínska töframannsins til ársins 2021. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá áhuga Inter Miami á því að fá þá Di María og Busquets til liðs við sig. Inter Miami are considering a move for Ángel Di Maria as free agent, as called by @CLMerlo — understand they are informed on conditions of the deal. 🇺🇸🇦🇷 #MLSEurope remains the priority, Benfica are on it. Meanwhile, Inter Miami are still insisting to sign Sergio Busquets. pic.twitter.com/kSMnIzsZRp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2023 Þrátt fyrir áhuga Inter Miami greinir Romano þó frá því að Di María vilji helst halda kyrru fyrir í Evrópu. Bæði Di María og Busquets eru samningslausir og geta því ákveðið framtíð sína sjálfir. Ákveði þeir félagar að ganga til liðs við Inter Miami er ekki beint hægt að segja að liðið sé að safna í ungan og efnilegan leikmannahóp. Di María og Busquets verða báðir 35 ára gamlir á árinu og Messi er árinu eldri. Inter Miami situr í neðsta sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar með 15 stig eftir 16 leiki, átta stigum á eftir Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í DC United sem sitja í sjöunda og seinasta örugga úrslitakeppnissætinu. Það er því ljós að liðið hefur verk að vinna.
Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27