Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2023 13:10 Svona verða gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Vegagerðin Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála. „Lægstbjóðanda var hafnað þar sem hann – samanlagt hjá báðum - stóðst ekki kröfur um lágmarksveltu síðustu þriggja ára. Krafan var um veltu upp á 50 prósent af þessu verki,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að næstlægsta boð, frá Jarðvali sf., hafi heldur ekki staðist kröfur um lágmarksveltu. Því hafi Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við Suðurverk hf. og Loftorku ehf. Kærumál valda því hins vegar að gerð samninga er í biðstöðu. Fimm tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Leitað var eftir samningum við næsta hæfa aðila en þar sem höfnunin var kærð þá stöðvast það ferli. Vegagerðin mun fara fram á það við kærunefnd útboðsmála að stöðvun verði aflétt meðan málið er í meðförum hjá nefndinni, en þetta hefur nýlega snúist við, áður þurfti að óska eftir stöðvun,“ segir G. Pétur. „Verði stöðvun ekki aflétt mun það leiða til þess að framkvæmdir tefjast meðan málið er í meðförum nefndarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að kæra þetta. Við erum að bíða eftir niðurstöðu frá Kærunefnd útboðsmála,“ segir Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Óskataks, og kveðst vonast eftir niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi. „Ég er búinn að sýna þeim fram á að ég var með veltu upp á 54 prósent,“ segir Óskar en tekur fram að þetta sé túlkunaratriði. Gatnamót Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar, séð úr Víðidal.Vegagerðin/Verkís „Þetta er voðalega skrítið með Vegagerðina. Ef það kemur einhver nýr þá er eins og hann þurfi að ganga í gegnum þrautagöngu. Það er verið að mismuna mönnum. Það er ekki samræmi milli útboða. Í Suðurlandsvegi um Ölfus, sem var verið að taka í notkun um daginn, þá var miðað við 25 prósent af veltu síðustu þrjú ár. Uppi á Kjalarnesi var miðað við 30 prósent. Núna er miðað við 50 prósent,“ segir Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um opnun tilboða: Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
„Lægstbjóðanda var hafnað þar sem hann – samanlagt hjá báðum - stóðst ekki kröfur um lágmarksveltu síðustu þriggja ára. Krafan var um veltu upp á 50 prósent af þessu verki,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að næstlægsta boð, frá Jarðvali sf., hafi heldur ekki staðist kröfur um lágmarksveltu. Því hafi Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við Suðurverk hf. og Loftorku ehf. Kærumál valda því hins vegar að gerð samninga er í biðstöðu. Fimm tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Leitað var eftir samningum við næsta hæfa aðila en þar sem höfnunin var kærð þá stöðvast það ferli. Vegagerðin mun fara fram á það við kærunefnd útboðsmála að stöðvun verði aflétt meðan málið er í meðförum hjá nefndinni, en þetta hefur nýlega snúist við, áður þurfti að óska eftir stöðvun,“ segir G. Pétur. „Verði stöðvun ekki aflétt mun það leiða til þess að framkvæmdir tefjast meðan málið er í meðförum nefndarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að kæra þetta. Við erum að bíða eftir niðurstöðu frá Kærunefnd útboðsmála,“ segir Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Óskataks, og kveðst vonast eftir niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi. „Ég er búinn að sýna þeim fram á að ég var með veltu upp á 54 prósent,“ segir Óskar en tekur fram að þetta sé túlkunaratriði. Gatnamót Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar, séð úr Víðidal.Vegagerðin/Verkís „Þetta er voðalega skrítið með Vegagerðina. Ef það kemur einhver nýr þá er eins og hann þurfi að ganga í gegnum þrautagöngu. Það er verið að mismuna mönnum. Það er ekki samræmi milli útboða. Í Suðurlandsvegi um Ölfus, sem var verið að taka í notkun um daginn, þá var miðað við 25 prósent af veltu síðustu þrjú ár. Uppi á Kjalarnesi var miðað við 30 prósent. Núna er miðað við 50 prósent,“ segir Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um opnun tilboða:
Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10
Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06