Fimmtíu þúsund löxum slátrað í fyrstu uppskeru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2023 22:01 Laxeldisstöð Landeldis hf. rís skammt vestan við byggðina í Þorlákshöfn. landeldi Fyrstu slátrun á laxi í landeldisstöð Landeldis hf. er lokið með slátrun tæplega fimmtíu þúsund laxa. Landeldi starfrækir seiðaeldisstöðvið Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Félagið hefur öðlast leyfi til að ala árlega um átta þúsund tonn af laxi en hefur framleiðslumarkmið um 43 þúsund tonn á ári. Fjallað var um framkvæmdir Landeldis í Þorlákshöfn í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Kom þar fram að um væri að ræða stærstu framkvæmdir á Íslandi frá Kárahnjúkavirkjun: Í tilkynningu segir að stærstu laxarnir hafi verið um fimm kíló að þyngd en meðalþyngd hafi verið tæplega þrjú kíló. „Slátrun, vinnsla, pökkun og sala gekk skv. áætlun og voru um 110 tonn af slægðum laxi seld og send til viðskiptavina beggja vegna Atlantshafsins í síðustu viku.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis hf., segir um stóra stund og mikilvægan áfanga að ræða. „Sú staðreynd að laxinn hefur dafnað afar vel síðast liðið ár í landeldisstöð okkar við Þorlákshöfn og að viðskiptavinir okkar gefa afurðinni hæstu einkunn sökum bragðgæða, sýnir okkur svart á hvítu að sú tækni sem við beitum í landeldisstöð okkar, er að sanna sig,“ er haft eftir Eggerti. „Landeldi á laxi er í eðli sínu nýsköpunarverkefni og við eigum enn langt í land í lærdómskúrfunni en þessi afar vel heppnaða fyrsta uppskera og jákvæð viðbrögð viðskiptavina staðfesta að við erum á réttri leið. Við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“ Fiskeldi Landeldi Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ölfus Tengdar fréttir 800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11. mars 2023 13:04 Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Landeldi starfrækir seiðaeldisstöðvið Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Félagið hefur öðlast leyfi til að ala árlega um átta þúsund tonn af laxi en hefur framleiðslumarkmið um 43 þúsund tonn á ári. Fjallað var um framkvæmdir Landeldis í Þorlákshöfn í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Kom þar fram að um væri að ræða stærstu framkvæmdir á Íslandi frá Kárahnjúkavirkjun: Í tilkynningu segir að stærstu laxarnir hafi verið um fimm kíló að þyngd en meðalþyngd hafi verið tæplega þrjú kíló. „Slátrun, vinnsla, pökkun og sala gekk skv. áætlun og voru um 110 tonn af slægðum laxi seld og send til viðskiptavina beggja vegna Atlantshafsins í síðustu viku.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis hf., segir um stóra stund og mikilvægan áfanga að ræða. „Sú staðreynd að laxinn hefur dafnað afar vel síðast liðið ár í landeldisstöð okkar við Þorlákshöfn og að viðskiptavinir okkar gefa afurðinni hæstu einkunn sökum bragðgæða, sýnir okkur svart á hvítu að sú tækni sem við beitum í landeldisstöð okkar, er að sanna sig,“ er haft eftir Eggerti. „Landeldi á laxi er í eðli sínu nýsköpunarverkefni og við eigum enn langt í land í lærdómskúrfunni en þessi afar vel heppnaða fyrsta uppskera og jákvæð viðbrögð viðskiptavina staðfesta að við erum á réttri leið. Við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“
Fiskeldi Landeldi Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ölfus Tengdar fréttir 800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11. mars 2023 13:04 Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11. mars 2023 13:04
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41