Besta upphitunin: Skrýtið að eyða ekki leikdegi í ferðalög Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 11:01 Kristín Erna Sigurlásdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir mættu í sófann til Helenu Ólafsdóttur, í Bestu upphitunina. Stöð 2 Sport Heimaliðin munu öll vinna sigur í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta ef Eyjamærin Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur rétt fyrir sér. Þær Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH, spáðu í spilin fyrir umferðina með Helenu Ólafsdóttur í þætti sem nú má sjá á Vísi. Nýliðar FH hafa komið ýmsum á óvart með framgöngu sinni undanfarið en eftir tvo sigra í röð er liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar, með 10 stig. ÍBV er hins vegar í fallsæti sem stendur, með sjö stig. „Það er klárlega mjög góð stemning í Kaplakrika akkúrat núna. Það er gaman þegar gengur vel. Við erum á smá „rönni“ núna og stefnum bara á að halda því áfram,“ segir Sunneva sem spilað hefur með FH frá árinu 2021. ÍBV vann frábæran 3-0 sigur gegn Þrótti um miðjan maí en hefur síðan fengið eitt stig úr þremur leikjum. „Það vantar svolítið upp á að skora í leikjunum. Varnarleikurinn er búinn að vera fínn en það vantar smá til að klára leikina,“ segir reynsluboltinn Kristín sem byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV þegar liðið var endurvakið fyrir um fimmtán árum síðan, eftir stuttan dvala. Þáttinn má sjá hér að neðan en þar tippuðu gestirnir á úrslit í leikjunum fimm í 8. umferð, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Klippa: Besta upphitunin fyrir 8. umferð Helena spurði gesti sína meðal annars út í það hvort þeir væru með einhverja hjátrú tengda leikjum, og hvernig rútína þeirra væri á leikdegi. Mikill tími fer í hvern útileik hjá liði ÍBV og segir Kristín leikmenn í raun eins og „atvinnumenn“ á leikdegi þar sem fórna þurfi vinnu og öðru. „Við förum um hádegisbil með Herjólfi og keyrum í mat á Hótel Örk [í Hveragerði]. Svo er bara farið í leikinn. Maður er bara orðinn vanur þessu og mér fannst svolítið skrýtið þegar ég bjó í bænum að vera ekki að ferðast,“ segir Kristín sem lék með KR og Fylki í Reykjavík um tíma. Þegar leikið er í Eyjum hittast leikmenn ÍBV hins vegar í hádeginu og borða mat saman. „Við gerum það reyndar ekki en það er frábær hugmynd,“ segir Sunneva. „Eftir æfingu daginn fyrir leik erum við saman inni í klefa eða gerum eitthvað saman. Við höfum líka haft kvöldmat saman daginn fyrir leik,“ segir Sunneva og bætir við að liðsstjórinn Guðmundur Jón Viggósson sjái þá um matseldina. Leikirnir í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu.Stöð 2 Sport Eftir sjö umferðir virðist Besta deildin nánast aldrei hafa verið jafnari og tók Kristín Erna undir það: „Mér finnst lítið skorað miðað við vanalega en það er bara af því að deildin er orðin jafnari. Það eru allir að taka stig af öllum. Mér finnst þetta skemmtilegra svona. Að fá óvænt úrslit.“ Sunneva komst með FH upp úr Lengjudeildinni í fyrrahaust og segir muninn á deildunum talsverðan: „Það eru mikið fleiri, betri lið í Bestu deildinni, og allir leikir erfiðir. Að sama skapi er Lengjudeildin alltaf að verða sterkari og það er fullt af góðum liðum þar núna sem eiga erindi í efstu deild.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin ÍBV FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Nýliðar FH hafa komið ýmsum á óvart með framgöngu sinni undanfarið en eftir tvo sigra í röð er liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar, með 10 stig. ÍBV er hins vegar í fallsæti sem stendur, með sjö stig. „Það er klárlega mjög góð stemning í Kaplakrika akkúrat núna. Það er gaman þegar gengur vel. Við erum á smá „rönni“ núna og stefnum bara á að halda því áfram,“ segir Sunneva sem spilað hefur með FH frá árinu 2021. ÍBV vann frábæran 3-0 sigur gegn Þrótti um miðjan maí en hefur síðan fengið eitt stig úr þremur leikjum. „Það vantar svolítið upp á að skora í leikjunum. Varnarleikurinn er búinn að vera fínn en það vantar smá til að klára leikina,“ segir reynsluboltinn Kristín sem byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV þegar liðið var endurvakið fyrir um fimmtán árum síðan, eftir stuttan dvala. Þáttinn má sjá hér að neðan en þar tippuðu gestirnir á úrslit í leikjunum fimm í 8. umferð, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Klippa: Besta upphitunin fyrir 8. umferð Helena spurði gesti sína meðal annars út í það hvort þeir væru með einhverja hjátrú tengda leikjum, og hvernig rútína þeirra væri á leikdegi. Mikill tími fer í hvern útileik hjá liði ÍBV og segir Kristín leikmenn í raun eins og „atvinnumenn“ á leikdegi þar sem fórna þurfi vinnu og öðru. „Við förum um hádegisbil með Herjólfi og keyrum í mat á Hótel Örk [í Hveragerði]. Svo er bara farið í leikinn. Maður er bara orðinn vanur þessu og mér fannst svolítið skrýtið þegar ég bjó í bænum að vera ekki að ferðast,“ segir Kristín sem lék með KR og Fylki í Reykjavík um tíma. Þegar leikið er í Eyjum hittast leikmenn ÍBV hins vegar í hádeginu og borða mat saman. „Við gerum það reyndar ekki en það er frábær hugmynd,“ segir Sunneva. „Eftir æfingu daginn fyrir leik erum við saman inni í klefa eða gerum eitthvað saman. Við höfum líka haft kvöldmat saman daginn fyrir leik,“ segir Sunneva og bætir við að liðsstjórinn Guðmundur Jón Viggósson sjái þá um matseldina. Leikirnir í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu.Stöð 2 Sport Eftir sjö umferðir virðist Besta deildin nánast aldrei hafa verið jafnari og tók Kristín Erna undir það: „Mér finnst lítið skorað miðað við vanalega en það er bara af því að deildin er orðin jafnari. Það eru allir að taka stig af öllum. Mér finnst þetta skemmtilegra svona. Að fá óvænt úrslit.“ Sunneva komst með FH upp úr Lengjudeildinni í fyrrahaust og segir muninn á deildunum talsverðan: „Það eru mikið fleiri, betri lið í Bestu deildinni, og allir leikir erfiðir. Að sama skapi er Lengjudeildin alltaf að verða sterkari og það er fullt af góðum liðum þar núna sem eiga erindi í efstu deild.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin ÍBV FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki