„Þá er maður kominn með alvöru stimpil á sig“ Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 20:27 Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn leikmaður tímabilsins hjá Magdeburg. Vísir/Getty „Tímabilið er búið að vera frábært. Að sama skapi hefur lítið vantað upp á til að þetta væri gjörsamlega sturlað tímabil. Við verðum að öllum líkindum jafnir Kiel að stigum í deildinni en þeir vinna á markatölu.“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson sem var valinn leikmaður ársins hjá þýska handboltaliðinu Magdeburg fyrr í dag. Einungis einn leikur er eftir á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gísli spilar með Magdeburg í úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu næstu helgi. „Hápunkturinn á þessu tímabili er að komast í Final4 í Meistaradeildinni. Ég held að án efa verður það minn hápunktur á tímabilinu. Persónulega þá voru nokkrir leikir hér og þar á tímabilinu sem maður gerði vel,“ segir Gísli. Gísli er lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta. Nýr landsliðsþjálfari var ráðinn á dögunum en það var enginn annar en Snorri Steinn Guðjónsson. „Ég er svakalega spenntur fyrir því að vinna með Snorra og líst svakalega vel á framhaldið. Við erum með fáranlega spennandi lið og mikla getu til að fara í hæstu hæðir með Danmörku og þessum allra bestu liðum. Til þess þurfum við að fínpússa nokkra hluti. Ég er spenntur að takast á við það með Snorra og strákunum,“ segir Gísli. Í vetur gerði Gísli samning við Magdeburg til 2028. Gisli is back und wurde von euch als SCM Spieler der Saison 2022/2023 gewählt Danke für´s Voten _____#SCMHUJA I Eroll Popova / Franzi Gora pic.twitter.com/MEyjgtYN9B— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 9, 2023 „Mig langar að halda áfram að vinna eins marga titla og hægt er. Við erum með heimsklassa lið og ég sé persónulega að við komust ennþá ofar. Ég ætla halda áfram minni vegferð og bæta mig sem handboltaleikmann,“ segir Gísli „Það væri það allra stærsta og komast á Ólympíuleikana 2024 í París. Það er eitthvað sem mig dreymir um og að fá medalíu um hálsinn. Það er eitthvað sem mann þyrstir í. Þá er maður kominn með alvöru stimpil á sig,“ segir Gísli. Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Einungis einn leikur er eftir á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gísli spilar með Magdeburg í úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu næstu helgi. „Hápunkturinn á þessu tímabili er að komast í Final4 í Meistaradeildinni. Ég held að án efa verður það minn hápunktur á tímabilinu. Persónulega þá voru nokkrir leikir hér og þar á tímabilinu sem maður gerði vel,“ segir Gísli. Gísli er lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta. Nýr landsliðsþjálfari var ráðinn á dögunum en það var enginn annar en Snorri Steinn Guðjónsson. „Ég er svakalega spenntur fyrir því að vinna með Snorra og líst svakalega vel á framhaldið. Við erum með fáranlega spennandi lið og mikla getu til að fara í hæstu hæðir með Danmörku og þessum allra bestu liðum. Til þess þurfum við að fínpússa nokkra hluti. Ég er spenntur að takast á við það með Snorra og strákunum,“ segir Gísli. Í vetur gerði Gísli samning við Magdeburg til 2028. Gisli is back und wurde von euch als SCM Spieler der Saison 2022/2023 gewählt Danke für´s Voten _____#SCMHUJA I Eroll Popova / Franzi Gora pic.twitter.com/MEyjgtYN9B— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 9, 2023 „Mig langar að halda áfram að vinna eins marga titla og hægt er. Við erum með heimsklassa lið og ég sé persónulega að við komust ennþá ofar. Ég ætla halda áfram minni vegferð og bæta mig sem handboltaleikmann,“ segir Gísli „Það væri það allra stærsta og komast á Ólympíuleikana 2024 í París. Það er eitthvað sem mig dreymir um og að fá medalíu um hálsinn. Það er eitthvað sem mann þyrstir í. Þá er maður kominn með alvöru stimpil á sig,“ segir Gísli.
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira