„Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á“ Jón Már Ferro skrifar 10. júní 2023 11:06 Damir Muminovic er lykilmaður í vörn Blika vísir/hulda margrét FH og Breiðablik eigast við í stórleik 11. umferðar Bestu deildarinnar í dag. Liðin mættust síðastliðin mánudag í Mjólkurbikarnum og þá hafði Breiðablik betur 3-1. FH-ingar vilja hefna fyrir það á heimavelli. „Mér finnst alltaf lang best að spila á Kaplakrikavelli. Með stuðningsmennina sér við hlið. Stemningin er alltaf geggjuð. Við munum mæta tilbúnir í leikinn því við þurfum að ná fram hefndum fyrir það sem gerðist á mánudaginn,“ segir Úlfur Ágúst Björnsson, sóknar- og miðjumaður FH-inga. FH-ingar börðust mikið í fyrri hálfleik og mikil orka fór í að spila á móti sterku liði Blika. „Það var eitthvað sem spilaði inn í eins og þreyta. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti og sjá sumt sem við getum gert betur. Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við náðum að komast einu marki yfir. Svo gerðist eitthvað í seinni sem átti ekki að gerast,“ segir Úlfur. „Fyrir leikinn í dag erum við meira en tilbúnir,“ segir Úlfur. Mikil hátíð verður í Kaplakrika fyrir leikinn bæði fyrir og eftir leik. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Úlfur mun þurfa að komast í gegnum Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, til að skora í dag. Damir líst vel á leikinn og hrósaði FH-ingum. „Mjög vel. Þeir eru með gott lið og Heimir er að gera góða hluti með þá núna. Þannig þetta verður erfiður leikur,“ segir Damir. Damir er varnarmaður af guðsnáð og vill allra síst fá á sig mörk. Hann mun gera allt til að koma í veg fyrir að FH-ingar skori. „Við þurfum að loka fyrir þau göt sem við gerðum ekki í síðasta leik. Það er langt síðan við höfum unnið í Kaplakrika. Þetta er erfiður útivöllur,“ segir Damir. Breiðablik er ávallt meira með boltann í leikjum sínum og vilja pressa andstæðinginn ofarlega á vellinum. „Það er ekkert leyndarmál að við viljum vera með boltann í öllum leikjum sem við tökum þátt í. Stundum gengur það ekki. Þá þurfum við að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Damir. Grasvellir landsins komu illa undan vetri en unnið hefur verið að því að gera þá betri. Hingað til hefur verið erfitt að spila góðan fótbolta á grasvöllum. Blikar hafa fengið að kynnast því það sem af er móti. „Það má alveg búast við því. Ég hef ekki séð Kaplakrikavöll. Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á. Það ætti nú alveg að vera hægt að spila fótbolta á honum,“ segir Damir. Blikar byrjuðu ekki jafn vel og í fyrra en eru að ná vopnum sínum á ný. „Við byrjuðum ekki vel en höfum verið að finna taktinn aftur í síðustu leikjum. Það var mjög gott að koma til baka á móti Víking og jafna þann leik. Svo við förum ekki að missa þá allt of langt frá okkur,“ segir Damir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Breiðablik Mest lesið Í beinni: Ísland - Kósovó | Strákarnir þurfa að koma til baka Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
FH-ingar vilja hefna fyrir það á heimavelli. „Mér finnst alltaf lang best að spila á Kaplakrikavelli. Með stuðningsmennina sér við hlið. Stemningin er alltaf geggjuð. Við munum mæta tilbúnir í leikinn því við þurfum að ná fram hefndum fyrir það sem gerðist á mánudaginn,“ segir Úlfur Ágúst Björnsson, sóknar- og miðjumaður FH-inga. FH-ingar börðust mikið í fyrri hálfleik og mikil orka fór í að spila á móti sterku liði Blika. „Það var eitthvað sem spilaði inn í eins og þreyta. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti og sjá sumt sem við getum gert betur. Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við náðum að komast einu marki yfir. Svo gerðist eitthvað í seinni sem átti ekki að gerast,“ segir Úlfur. „Fyrir leikinn í dag erum við meira en tilbúnir,“ segir Úlfur. Mikil hátíð verður í Kaplakrika fyrir leikinn bæði fyrir og eftir leik. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Úlfur mun þurfa að komast í gegnum Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, til að skora í dag. Damir líst vel á leikinn og hrósaði FH-ingum. „Mjög vel. Þeir eru með gott lið og Heimir er að gera góða hluti með þá núna. Þannig þetta verður erfiður leikur,“ segir Damir. Damir er varnarmaður af guðsnáð og vill allra síst fá á sig mörk. Hann mun gera allt til að koma í veg fyrir að FH-ingar skori. „Við þurfum að loka fyrir þau göt sem við gerðum ekki í síðasta leik. Það er langt síðan við höfum unnið í Kaplakrika. Þetta er erfiður útivöllur,“ segir Damir. Breiðablik er ávallt meira með boltann í leikjum sínum og vilja pressa andstæðinginn ofarlega á vellinum. „Það er ekkert leyndarmál að við viljum vera með boltann í öllum leikjum sem við tökum þátt í. Stundum gengur það ekki. Þá þurfum við að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Damir. Grasvellir landsins komu illa undan vetri en unnið hefur verið að því að gera þá betri. Hingað til hefur verið erfitt að spila góðan fótbolta á grasvöllum. Blikar hafa fengið að kynnast því það sem af er móti. „Það má alveg búast við því. Ég hef ekki séð Kaplakrikavöll. Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á. Það ætti nú alveg að vera hægt að spila fótbolta á honum,“ segir Damir. Blikar byrjuðu ekki jafn vel og í fyrra en eru að ná vopnum sínum á ný. „Við byrjuðum ekki vel en höfum verið að finna taktinn aftur í síðustu leikjum. Það var mjög gott að koma til baka á móti Víking og jafna þann leik. Svo við förum ekki að missa þá allt of langt frá okkur,“ segir Damir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Breiðablik Mest lesið Í beinni: Ísland - Kósovó | Strákarnir þurfa að koma til baka Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira