„Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður“ Jón Már Ferro skrifar 10. júní 2023 11:59 Það var mikið um dýrðir í aðdraganda úrslitaleiks Meistarardeildar Evrópu eins og alltaf. vísir/getty „Stemningin verður frábær á vellinum og hún hefur verið frábær hér í borginni síðasta sólahringinn,“ segir Guðmundur Benediktsson. Hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá Ólympíuvellinum í Ataturk. „Í gær virtust allir stuðningsmenn vera komnir. Stuðningsmenn Manchester City virðast yfirgnæfa borgina hér. Stuðningsmenn Inter líta út fyrir að vera færri. Það lítur allt út fyrir að það verði mikið fjör á Ataturk vellinum í kvöld,“ segir Guðmundur. Manchester City er líklegri aðilinn fyrir leikinn en það getur allt gerst í kvöld. „Allir nokkuð heilbrigðir knattspyrnu áhugamenn hafa trú á að Manchester City muni vinna þennan leik. Þeir eru með betra fótboltalið heldur en Inter. En það skemmtilega við þessa íþrótt að það er ómögulegt að segja til um hvað gerist í einum leik. Ég tala nú ekki um á hlutlausum velli. Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður. Maður heyrir það mjög á ítölum að þeir séu að gæla við að það verði annað kraftaverk hér átján árum eftir að Liverpool snéri við töpuðum leik gegn AC Milan,“ segir Guðmundur. Hann verður á vellinum og fær stemninguna beint í æð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá leikvanginum sjálfum. Það gerði hann fyrst fyrir tíu árum þegar þýska stórveldið vann 2-1 sigur á erkiféndum sínum í Dortmund. „Ég get allavega sagt þér það að það er himin og haf á milli. Að sjálfsögðu forréttindi að fá að vera viðstaddur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem ég fer og lýsi. Ég var á Wembley þegar Bayern Munich vann Dortmund. Svo í Madríd þegar Liverpool vann Tottenham. Við erum í fjölmennustu borg Evrópu og það snýst allt um fótbolta hér. Þau eru óteljandi liðin í borginni hér. Maður smitast við þetta. Undirbúningurinn í dag er lokaundirbúningur því. Maður er búinn að undirbúa allt með liðin og leikmenn áður en maður kom út,“ segir Guðmundur. „Núna er maður að sjúga í sig loftið. Svo verður maður kominn á völlinn fjórum tímum áður en að leikur hefst. Leikurinn hefst seint á tyrkneskum tíma,“ segir Guðmundur að lokum. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35 De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05 Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
„Í gær virtust allir stuðningsmenn vera komnir. Stuðningsmenn Manchester City virðast yfirgnæfa borgina hér. Stuðningsmenn Inter líta út fyrir að vera færri. Það lítur allt út fyrir að það verði mikið fjör á Ataturk vellinum í kvöld,“ segir Guðmundur. Manchester City er líklegri aðilinn fyrir leikinn en það getur allt gerst í kvöld. „Allir nokkuð heilbrigðir knattspyrnu áhugamenn hafa trú á að Manchester City muni vinna þennan leik. Þeir eru með betra fótboltalið heldur en Inter. En það skemmtilega við þessa íþrótt að það er ómögulegt að segja til um hvað gerist í einum leik. Ég tala nú ekki um á hlutlausum velli. Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður. Maður heyrir það mjög á ítölum að þeir séu að gæla við að það verði annað kraftaverk hér átján árum eftir að Liverpool snéri við töpuðum leik gegn AC Milan,“ segir Guðmundur. Hann verður á vellinum og fær stemninguna beint í æð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá leikvanginum sjálfum. Það gerði hann fyrst fyrir tíu árum þegar þýska stórveldið vann 2-1 sigur á erkiféndum sínum í Dortmund. „Ég get allavega sagt þér það að það er himin og haf á milli. Að sjálfsögðu forréttindi að fá að vera viðstaddur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem ég fer og lýsi. Ég var á Wembley þegar Bayern Munich vann Dortmund. Svo í Madríd þegar Liverpool vann Tottenham. Við erum í fjölmennustu borg Evrópu og það snýst allt um fótbolta hér. Þau eru óteljandi liðin í borginni hér. Maður smitast við þetta. Undirbúningurinn í dag er lokaundirbúningur því. Maður er búinn að undirbúa allt með liðin og leikmenn áður en maður kom út,“ segir Guðmundur. „Núna er maður að sjúga í sig loftið. Svo verður maður kominn á völlinn fjórum tímum áður en að leikur hefst. Leikurinn hefst seint á tyrkneskum tíma,“ segir Guðmundur að lokum. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35 De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05 Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
„Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35
De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05
Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu