Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2023 20:31 Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir á Selfossi og Hilda hafa verið mjög duglegar að æfa sig síðustu daga á Selfossi með aðstoð tveggja þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna. Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Selfossi hefur verið í miklu æfingaprógrammi með Hildu síðustu daga á Selfossi með tveimur þjálfurum, íslenskum og frá Svíþjóð. Þjálfunin snýst mikið um það að fara yfir gangbrautir, ganga niður tröppur, fara í verslun með Hildur og þess háttar. Á meðan Hilda er með beislið á sér þá er hún í vinnunni og þá á alveg að láta hana vera, en þegar beislið er tekið af henni er hún frjálsari og þá má klappa henni með leyfi Ásdísar. „Ég er með augnsjúkdóm, sem stuðlar að því að sjónsviðið dregist alltaf meira og meira saman þannig að ég er mjög þröngsýn. Hilda hjálpar mér þá töluvert að komast áfram því ég á rosalega erfitt með að rata og að finna kantana, finna hvar göturnar eru og svo ekki sé minnst á að finna hvar hurðirnar eru, þannig að þetta er mikil hjálp fyrir mig,“ segir Ásdís. Hún segir að Hilda séu augun sín. „Já, það má segja það en það er auðvitað ég, sem ákveð hvert við förum og hún hjálpar mér að komast áfram.“ Ásdís og Hilda að versla saman í Krónunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís segir frábært hvað þjálfunin með Hildu hefur gengið vel og hvað íbúar á Selfossi hafa tekið þeim vel, allir taka tillit til þeirra og hafa sýnt þeim mikla væntumþykju. Hilda kemur frá Svíþjóð og hefur fengið sérstaka þjálfun þar og þess má geta að hún verður tveggja ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Allir hundar eru magnaðir en þessir eru sérstakir. Þetta eru alveg einstakar skepnur og sinna hlutverki sínu mjög vel,“ segir Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar. Björk segir að fullþjálfaður leiðsöguhundur kosti á bilinu fimm til sex milljónir króna. „Svo er að koma í ágúst einn í viðbót, sem bætist þá við og verðum sá fimmtándi, sem við tökum inn,“ segir Björk. Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar, Sara Haraldson þjálfari frá Svíðþjóð og þær Ásdís Evlalía og Hilda að gæða sér á kaffisopa í nýja miðbænum á Selfossi eftir eina æfinguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Árborg Hundar Dýr Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Selfossi hefur verið í miklu æfingaprógrammi með Hildu síðustu daga á Selfossi með tveimur þjálfurum, íslenskum og frá Svíþjóð. Þjálfunin snýst mikið um það að fara yfir gangbrautir, ganga niður tröppur, fara í verslun með Hildur og þess háttar. Á meðan Hilda er með beislið á sér þá er hún í vinnunni og þá á alveg að láta hana vera, en þegar beislið er tekið af henni er hún frjálsari og þá má klappa henni með leyfi Ásdísar. „Ég er með augnsjúkdóm, sem stuðlar að því að sjónsviðið dregist alltaf meira og meira saman þannig að ég er mjög þröngsýn. Hilda hjálpar mér þá töluvert að komast áfram því ég á rosalega erfitt með að rata og að finna kantana, finna hvar göturnar eru og svo ekki sé minnst á að finna hvar hurðirnar eru, þannig að þetta er mikil hjálp fyrir mig,“ segir Ásdís. Hún segir að Hilda séu augun sín. „Já, það má segja það en það er auðvitað ég, sem ákveð hvert við förum og hún hjálpar mér að komast áfram.“ Ásdís og Hilda að versla saman í Krónunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís segir frábært hvað þjálfunin með Hildu hefur gengið vel og hvað íbúar á Selfossi hafa tekið þeim vel, allir taka tillit til þeirra og hafa sýnt þeim mikla væntumþykju. Hilda kemur frá Svíþjóð og hefur fengið sérstaka þjálfun þar og þess má geta að hún verður tveggja ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Allir hundar eru magnaðir en þessir eru sérstakir. Þetta eru alveg einstakar skepnur og sinna hlutverki sínu mjög vel,“ segir Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar. Björk segir að fullþjálfaður leiðsöguhundur kosti á bilinu fimm til sex milljónir króna. „Svo er að koma í ágúst einn í viðbót, sem bætist þá við og verðum sá fimmtándi, sem við tökum inn,“ segir Björk. Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar, Sara Haraldson þjálfari frá Svíðþjóð og þær Ásdís Evlalía og Hilda að gæða sér á kaffisopa í nýja miðbænum á Selfossi eftir eina æfinguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Árborg Hundar Dýr Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira