„Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar“ Jón Már Ferro skrifar 11. júní 2023 12:57 Birnir hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. vísir/Hulda margrét „Fatahönnun er andstæðan við fótboltann. Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar,“ segir Birnir Snær Ingason, kantmaður Víkings. Hann lærir fatahönnun samhliða fótboltanum og segist elska það. „Ég er búinn með eitt ár. Þú mætir í námskeið sem er þrjár vikur. Byrjar kannski á að skoða mygluna í glugganum hjá þér eða einhvern djöfulinn og átt að reyna finna hugmyndir út frá því. Átt að reyna búa til flík út frá því,“ segir Birnir. Birnir hafði lítinn áhuga á að fara í hefðbundið bóklegt nám en langaði að nýta tímann samhliða fótboltanum. Birnir rétt áður en hann skorar gegn Blikum á dögunum.vísir/Hulda margrét „Ég var aldrei að fara sækja um þetta venjulega sem flestir fara í hafði engan áhuga á því. Ég hef ætlað að sækja um þetta í um fimm ár. Ákvað að kýla á það núna og komst inn. Ég veit ekki að hverju ég stefni beint með þessu. Ég hef það mikinn áhuga á þessu að ég er tilbúinn að vinna eitthvað tengt þessu. Sama hvort það sé ég sjálfur að hanna eða vinna hjá öðru fyrirtæki. Það kemur í ljós seinna meir,“ segir Birnir. Hann segist hafa mestan áhuga á götutísku en hefur gaman að því að blanda saman andstæðum. „Jakkaföt við rifnar gallabuxur, sem dæmi. Áhuginn er minni á íþróttafatnaði. Pælingarnar þar eru meira varðandi tækni. Það gæti verið spennandi seinna meir. Eins og er þá er ég meira að spá í fagurfræðinni og hvernig föt líta út. Föt sem lætur þig líða vel í,“ segir Birnir. Þrátt fyrir að vera á kafi í náminu í fatahönnun þá er fótboltinn í fyrsta sæti. Í kvöld fá Víkingar Fram í heimsókn. „Vonandi komum við okkur aftur á skrið eftir að hafa tapað og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum í deildinni. Það væri sérstaklega gott að vinna vegna þess að ég er að fara til Berlína á morgun. Það er mikilægt að landa þremur stigum og slaka svo á í Berlín,“ segir Birnir. Víkingsliðið fagnar einu 25 marka sinna á þessu tímabili. Einungis Valur hefur skorað meira en þeir.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en Birnir segist ekki vita hvernig Fram liði hann býst við í kvöld. „Framararnir eru með hörku lið þannig þetta verður erfiður leikur. Maður veit eiginlega aldrei hvað maður fær frá Fram. Við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Birnir. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar komist sjö stigum frá Blikum og styrkt stöðu sína. „Þetta hefur eiginlega verið fullkomið hjá liðinu fyrir utan Vals leikinn. Við náðum að tapa honum einhvern veginn. Við vorum óheppnir á móti Breiðablik. Þótt það sé fínt að fá stig á Kópavogsvelli,“ segir Birnir. Víkingur - Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Að leik loknum gera sérfræðingar 11. umferðina upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Kósovó | Strákarnir þurfa að koma til baka Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
„Ég er búinn með eitt ár. Þú mætir í námskeið sem er þrjár vikur. Byrjar kannski á að skoða mygluna í glugganum hjá þér eða einhvern djöfulinn og átt að reyna finna hugmyndir út frá því. Átt að reyna búa til flík út frá því,“ segir Birnir. Birnir hafði lítinn áhuga á að fara í hefðbundið bóklegt nám en langaði að nýta tímann samhliða fótboltanum. Birnir rétt áður en hann skorar gegn Blikum á dögunum.vísir/Hulda margrét „Ég var aldrei að fara sækja um þetta venjulega sem flestir fara í hafði engan áhuga á því. Ég hef ætlað að sækja um þetta í um fimm ár. Ákvað að kýla á það núna og komst inn. Ég veit ekki að hverju ég stefni beint með þessu. Ég hef það mikinn áhuga á þessu að ég er tilbúinn að vinna eitthvað tengt þessu. Sama hvort það sé ég sjálfur að hanna eða vinna hjá öðru fyrirtæki. Það kemur í ljós seinna meir,“ segir Birnir. Hann segist hafa mestan áhuga á götutísku en hefur gaman að því að blanda saman andstæðum. „Jakkaföt við rifnar gallabuxur, sem dæmi. Áhuginn er minni á íþróttafatnaði. Pælingarnar þar eru meira varðandi tækni. Það gæti verið spennandi seinna meir. Eins og er þá er ég meira að spá í fagurfræðinni og hvernig föt líta út. Föt sem lætur þig líða vel í,“ segir Birnir. Þrátt fyrir að vera á kafi í náminu í fatahönnun þá er fótboltinn í fyrsta sæti. Í kvöld fá Víkingar Fram í heimsókn. „Vonandi komum við okkur aftur á skrið eftir að hafa tapað og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum í deildinni. Það væri sérstaklega gott að vinna vegna þess að ég er að fara til Berlína á morgun. Það er mikilægt að landa þremur stigum og slaka svo á í Berlín,“ segir Birnir. Víkingsliðið fagnar einu 25 marka sinna á þessu tímabili. Einungis Valur hefur skorað meira en þeir.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en Birnir segist ekki vita hvernig Fram liði hann býst við í kvöld. „Framararnir eru með hörku lið þannig þetta verður erfiður leikur. Maður veit eiginlega aldrei hvað maður fær frá Fram. Við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Birnir. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar komist sjö stigum frá Blikum og styrkt stöðu sína. „Þetta hefur eiginlega verið fullkomið hjá liðinu fyrir utan Vals leikinn. Við náðum að tapa honum einhvern veginn. Við vorum óheppnir á móti Breiðablik. Þótt það sé fínt að fá stig á Kópavogsvelli,“ segir Birnir. Víkingur - Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Að leik loknum gera sérfræðingar 11. umferðina upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Kósovó | Strákarnir þurfa að koma til baka Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira