Kaczynski sagður hafa svipt sig lífi í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2023 08:56 Ted Kaczynski (í handjárnum) árið 1996. Hann var stærðfræðingur að mennt og kenndi við háskóla áður en hann snerist til öfgahyggju og hóf áralanga hryðjuverkaherferð. Hann var greindu með ofsóknargeðklofa en bannaði lögmönnum sínum að bera það fram sem vörn í málinu. AP/Elaine Thompson Bandaríski hryðjuverkamaðurinn Ted Kaczynski, kallaður „Unabomber“ er sagður hafa svipt sig lífi í fangelsi um helgina. Kaczynski var með krabbamein á lokastigum og var 81 árs gamall. Hann hafði áður reynt að fyrirfara sér í fangelsi. Kaczynski fannst meðvitundarlaus í klefa sínum um klukkan hálf eitt aðfararnótt laugardags að staðartíma í Norður-Karólínu. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi síðar sama dag. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að Kaczynski hafi framið sjálfsvíg. Hann var fluttur á sjúkradeildina í Norður-Karólínu þar sem alvarlega veikir fangar eru vistaðir árið 2021. Fyrir það hafði hann verið geymdur í hámarksöryggisfangelsi í Koloradó frá því að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1998. Þar reyndi hann að hengja sig með nærbuxunum sínum sama ár. Bandarísk alríkisfangelsismálayfirvöld hafa sætt gagnrýndi undanfarin ár eftir að Jeffrey Epstein svipti sig lífi í alríkisfangelsi í New York árið 2019. Hann var ákærður fyrir mansal. Hélt háskólum í heljargreipum Kaczynski myrti þrjá og særði 23 aðra í sprengjuherferð sem stóð yfir í sautján ár. Hann hélt háskólum vít og breytt um Bandaríkin í heljargreipum með sprengjum sem hann sendi þangað. Fyrir dómi játaði hann á sig sextán sprengjuárásir á árunum 1978 til 1995. Auk háskólanna sendi Kaczynski sprengjur á flugfélög, eiganda tölvuleigu, auglýsingastofustjórnanda og málafylgjumanns timburiðnaðarins. Sum fórnarlamba Kaczynski voru örkumluð fyrir lífstíð, þar á meðal tveir fræðimenn við Yale-háskóla sem opnuðu bréfsprengjur með aðeins tveggja daga millibili árið 1993. Alríkislögreglan FBI nefndi Kaczynski „Unabomber“ því framan af beindi hann sjónum sínum aðallega að háskólum og flugfélögum. Yfirvöld komust á spor Kaczynski eftir að honum tókst að ógna dagblöðum til þess að birta 35.000 orða stefnuyfirlýsingu árið 1995. Í henni fordæmdi morðinginn nútímalíf, tækni og umhverfistjón. Bróðir hans og mágkona könnuðust við skrifin og höfðu samband við FBI. Kaczynski var handtekinn í hrörlegum fjallakofa nærri Lincoln í Montana í apríl árið 1996. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Kaczynski fannst meðvitundarlaus í klefa sínum um klukkan hálf eitt aðfararnótt laugardags að staðartíma í Norður-Karólínu. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi síðar sama dag. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að Kaczynski hafi framið sjálfsvíg. Hann var fluttur á sjúkradeildina í Norður-Karólínu þar sem alvarlega veikir fangar eru vistaðir árið 2021. Fyrir það hafði hann verið geymdur í hámarksöryggisfangelsi í Koloradó frá því að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1998. Þar reyndi hann að hengja sig með nærbuxunum sínum sama ár. Bandarísk alríkisfangelsismálayfirvöld hafa sætt gagnrýndi undanfarin ár eftir að Jeffrey Epstein svipti sig lífi í alríkisfangelsi í New York árið 2019. Hann var ákærður fyrir mansal. Hélt háskólum í heljargreipum Kaczynski myrti þrjá og særði 23 aðra í sprengjuherferð sem stóð yfir í sautján ár. Hann hélt háskólum vít og breytt um Bandaríkin í heljargreipum með sprengjum sem hann sendi þangað. Fyrir dómi játaði hann á sig sextán sprengjuárásir á árunum 1978 til 1995. Auk háskólanna sendi Kaczynski sprengjur á flugfélög, eiganda tölvuleigu, auglýsingastofustjórnanda og málafylgjumanns timburiðnaðarins. Sum fórnarlamba Kaczynski voru örkumluð fyrir lífstíð, þar á meðal tveir fræðimenn við Yale-háskóla sem opnuðu bréfsprengjur með aðeins tveggja daga millibili árið 1993. Alríkislögreglan FBI nefndi Kaczynski „Unabomber“ því framan af beindi hann sjónum sínum aðallega að háskólum og flugfélögum. Yfirvöld komust á spor Kaczynski eftir að honum tókst að ógna dagblöðum til þess að birta 35.000 orða stefnuyfirlýsingu árið 1995. Í henni fordæmdi morðinginn nútímalíf, tækni og umhverfistjón. Bróðir hans og mágkona könnuðust við skrifin og höfðu samband við FBI. Kaczynski var handtekinn í hrörlegum fjallakofa nærri Lincoln í Montana í apríl árið 1996.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent