Rifust um vítið sem ÍBV fékk: „Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2023 13:01 ÍBV fékk sína aðra vítaspyrnu í leiknum gegn KR þegar Breki Ómarsson féll í baráttu við Sigurð Bjart Hallsson. stöð 2 sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Ingason voru ekki sammála hvort vítaspyrnan sem ÍBV fékk undir lok leiksins gegn KR í Bestu deild karla hefði verið réttmæt. ÍBV fékk vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Sigurður Bjartur Hallsson braut á Breka Ómarssyni. Felix Örn Friðriksson tók spyrnuna og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lárus Orri og Albert tókust á um vítadóminn í Stúkunni í gær og voru á öndverðu meiði. „Þetta er bara klaufalegt en þetta er víti. Hann sparkar hann niður. Alveg klárt. Ætlarðu að fara að lasta hann fyrir að standa ekki?“ sagði Albert áður en Lárus Orri tók við boltanum. „Ég heyrði í mínum besta dómaramanni með þetta atvik. Þegar löppin á honum kemur við löppina á honum, við skulum ekki segja sparka í hann, er hann ekki með boltann í leikfæri,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - Umræða um víti ÍBV Albert kvaðst þá vantrúaður á að Lárus Orri hefði yfir höfuð talað við dómaramenntaðan mann. „Þú ert ekkert að tala við neinn dómara. Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara bara svo við trúum þér,“ sagði Albert. „Hann kemur varla við hann. Hann hendir sér niður. Þetta er ekki víti. Hann liggur í einhverjar fjörutíu sekúndur, rúllandi sér fram og til baka, stendur síðan upp og gefur „high five“. Ég meina kommon,“ sagði Lárus þá. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR ÍBV Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. 12. júní 2023 09:30 Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. 12. júní 2023 08:01 „Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. júní 2023 17:15 Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
ÍBV fékk vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Sigurður Bjartur Hallsson braut á Breka Ómarssyni. Felix Örn Friðriksson tók spyrnuna og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lárus Orri og Albert tókust á um vítadóminn í Stúkunni í gær og voru á öndverðu meiði. „Þetta er bara klaufalegt en þetta er víti. Hann sparkar hann niður. Alveg klárt. Ætlarðu að fara að lasta hann fyrir að standa ekki?“ sagði Albert áður en Lárus Orri tók við boltanum. „Ég heyrði í mínum besta dómaramanni með þetta atvik. Þegar löppin á honum kemur við löppina á honum, við skulum ekki segja sparka í hann, er hann ekki með boltann í leikfæri,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - Umræða um víti ÍBV Albert kvaðst þá vantrúaður á að Lárus Orri hefði yfir höfuð talað við dómaramenntaðan mann. „Þú ert ekkert að tala við neinn dómara. Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara bara svo við trúum þér,“ sagði Albert. „Hann kemur varla við hann. Hann hendir sér niður. Þetta er ekki víti. Hann liggur í einhverjar fjörutíu sekúndur, rúllandi sér fram og til baka, stendur síðan upp og gefur „high five“. Ég meina kommon,“ sagði Lárus þá. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR ÍBV Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. 12. júní 2023 09:30 Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. 12. júní 2023 08:01 „Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. júní 2023 17:15 Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. 12. júní 2023 09:30
Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. 12. júní 2023 08:01
„Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. júní 2023 17:15
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn