Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur R. - Keflavík 1-2 | Óvæntur sigur gestanna Hinrik Wöhler skrifar 12. júní 2023 21:30 Keflavík gerði góða ferð í Laugardalinn. Vísir/Anton Brink Keflavík vann óvæntan sigur á Þrótti á Avis vellinum í Laugardal í 8. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Keflavík en sigurinn lyftir þeim upp í 7. sæti deildarinnar og eru þær aðeins tveimur stigum frá Þrótti í 3. sæti. Þróttur byrjaði leikinn betur og fór leikurinn mestmegnis fram á vallarhelming Keflavík til að byrja með. Þó náðu gestirnir að skapa sér hættuleg færi eftir skyndisóknir en því sem á leið fyrri hálfleik varð pressa Þróttar þyngri og féllu gestirnir aftar. Keflvíkingar vildu fá víti á 6. mínútu leiksins þegar Madison Wolfbauer féll í teignum eftir samstuð við varnarmenn Þróttar. Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, dæmdi ekkert þrátt fyrir mótmæli gestanna. Þróttur átti ótal aukaspyrnur og hornspyrnur í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta sér föstu leikatriðin. Miðverðir Keflvíkinga, Anita Lind Daníelsdóttir og Mikaela Pétursdóttir, gerðu vel að halda boltanum frá hættusvæðinu og sömuleiðis var Vera Varis í markinu vel á verði og greip inn í þegar á þurfti. Vera var vel á verði.Vísir/Anton Brink Heimakonur reyndu eins og þær gátu að komast yfir og mátti ekki miklu muna undir lok fyrri hálfleiks. Á 44. mínútu sendi Lea Björt Kristjánsdóttir góða fyrirgjöf inn í teiginn sem rataði beint á kollinn á Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur. Ólöf náði ekki að skalla boltann nægilega neðarlega og endaði boltinn í þverslánni og Keflvíkingar sluppu með skrekkinn. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Ólöf aftur frábært færi en Tanya Boychuk gaf hnitmiðaða sendingu inn í vítateig Keflvíkinga sem endaði beint fyrir framan Ólöfu. Hún náði ekki nægilega góðri fyrstu snertingu og varði Vera Varis frá henni. Algjört dauðafæri og hefði Ólöf líklegast viljað gera betur. Það var markalaust í hálfleik og gestirnir frá Keflavík stálheppnir að vera ekki marki undir. Ólöf Sigríður ógnaði mest í liði Þróttar framan af en miðverðir Keflavíkur stóðu sig með sóma.Vísir/Anton Brink Sama var upp á teningnum í byrjun síðari hálfleik. Heimakonur héldu boltanum vel en náðu þó ekki að opna vörn Keflvíkinga. Keflavík beittu skyndisóknum og tókst þeim ætlunarverk sitt þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Á 55. mínútu urðu Þróttarar fyrir miklu áfalli þegar Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Linli Tu. Linli var við það að sleppa í gegn en Álfhildur tók hana niður rétt fyrir utan vítateig og Guðmundur Páll gaf henni réttilega rautt spjald. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar.Vísir/Anton Brink Rauða spjaldið á loft.Vísir/Anton Brink Linli Tu tók aukaspyrnuna sjálf og gerði sér lítið fyrir og smellti knettinum upp í samskeytin. Óverjandi fyrir Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki Þróttar. Gríðarlega áfall fyrir heimakonur sem voru búnar að vera sterkari aðilinn í leiknum. Boltinn söng í netinu. Íris Dögg kom engum vörnum við.Vísir/Anton Brink Keflvíkingar fagna fyrsta marki leiksins.Vísir/Anton Brink Þróttur vildi fá vítaspyrnu stuttu síðar en boltinn virtist fara í höndina á Anitu Lind, miðverði Keflavíkur, en lukkan var þeim ekki hliðholl og áfram hélt leikurinn. Á 76. mínútu náðu gestirnir frá Keflavík að tvöfalda forystuna. Alma Rós Magnúsdóttir átti skot í slána sem Sandra Voitane fylgdi eftir og kláraði í autt markið. Sandra hafði verið örfáar mínútur á vellinum og var ekki lengi að láta að sér kveða. Þróttur var tveimur leikmönnum færri þegar þær fengu markið á sig en Ólöf Sigríður var út af vellinum vegna meiðsla og voru Þróttur að undirbúa skiptingu. Sandra fagnaði marki sínu vel og innilega.Vísir/Anton Brink Loksins náðu heimakonur að koma boltanum í netið á 83. mínútu leiksins. Ísabella Anna Húbertsdóttir skaut viðstöðulausi skoti sem endaði í bláhorninu eftir að Vera Varis hafði kýlt boltann út í vítateiginn eftir hornspyrnu Þróttar. Nær komst Þróttur ekki þrátt fyrir mikinn sóknarþunga á síðustu mínútum leiksins og óvæntur 2-1 sigur gestanna frá Keflavík staðreynd. Höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna.Vísir/Anton Brink Af hverju vann Keflavík? Keflavík hefði líklegast ekki fagnað sigri í kvöld ef Þróttur hefði verið með jafnmarga leikmenn á vellinum allan leikinn. Rauða spjaldið og markið sem kom úr aukaspyrnunni í kjölfarið kom gestunum á bragðið. Heimakonur gáfust þó ekki upp og áttu nokkur álitleg færi en eftir að Sandra Voitana tvöfaldaði forystuna var munurinn orðinn of mikill fyrir tíu leikmenn Þróttar. Hverjar stóðu upp úr? Linli Tu átti á mjög góðan leik, fiskaði rauða spjaldið og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Vera Varis, markvörður Keflavíkur, varði vel og tímasetti úthlaup sín rétt. Miðverðir Keflavíkur, Anita Daníelsdóttir og Mikaela Pétursdóttir, héldu sóknarlínu Þróttar í skefjum og áttu prýðisleik í hjarta varnarinnar. Katherine Cousins var sprækust í liði heimakvenna en flestar sóknir þeirra fóru í gegnum hana á miðjunni og var hún afar sparkviss og örugg í sínum aðgerðum í kvöld. Cousins átti fínan leik að venju.Vísir/Anton Brink Hvað gekk illa? Leikmenn Þróttar furða sig líklega á hvernig þær náðu aðeins að skora eitt mark í dag. Þrátt fyrir að vera einum færri hluta af leiknum fékk liðið nóg af færum og hefðu átt að vera komnar yfir áður en þær urðu einum færri. Hvað gerist næst? Liðin fara í hlé frá deildinni en Þróttur og Keflavík eiga leiki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þróttur mætir Breiðablik og Keflavík mætir Stjörnunni. Leikirnir fara fram í miðri viku. „Þetta var klárlega rautt spjald“ Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var virkilega ánægður með frammistöðuna og baráttuna sem leikmenn Keflavíkur sýndu í leiknum í kvöld. „Þetta var mjög spennandi, hrós til stelpnanna. Mikill karakter, þær börðust og voru ákveðnar allar leikinn á móti sterku liði Þróttar. Þær eru með marga hæfileikaríka leikmenn og góðan þjálfara. Þannig við erum mjög ánægð með úrslitin í kvöld,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Það var greinilegt að leikplan Keflvíkinga var að liggja til baka og beita skyndisóknum. Það upplegg skilaði sér í sigri þó að Þróttur var ekki langt frá því að jafna undir lok leiks. „Við reynum auðvitað ávallt að sigra, sama hvernig leikurinn er settur upp, stefnan er alltaf sett á sigur. Við vissum að við gætum sigrað ef við myndum þvinga þær í mistök á ákveðin svæði á vellinum og takmarkað þeirra sterkustu leikmenn. Sérstaklega leikmann númer tíu [Katherine Cousins] og mér fannst Sigurrós [Eir Guðmundsdóttir] standa sig frábærlega í því. Við vissum að við gætum þá skapað nokkur færi í skyndisókninni og við gerðum það,“ sagði Jonathan. Vera Varis, markvörður Keflavíkur, átti nokkrar mikilvægar markvörslur og góð úthlaup í leiknum og var Jonathan afar ánægður með hennar frammistöðu í kvöld. „Hún var frábær, þetta er einn af þessum leikjum þegar við þurfum sterkan markvörð til að stíga upp. Mjög ánægður með hana í dag.“ Linli Tu var sloppin ein í gegn á 55. mínútu þegar Álfhildur Kjartansson braut á henni og fékk rautt spjald. Jonathan er í engum vafa um að þetta hafi verið réttur dómur. „Þetta var klárlega rautt spjald, ef þetta er ekki víti og fyrir utan teiginn. Hún var tekin niður þegar hún var komin gegn.“ Næsti leikur hjá Keflavík er leikur á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Það er annar stór leikur. Stjarnan er frábært lið en þetta er bikarinn og við förum til að vinna. Stelpurnar eru spenntar og þetta er fyrsta sinn sem Keflavík er komið svona langt í sautján ár held ég. Stelpurnar þurfa að jafna sig snögglega og við verðum klár í slaginn á ný,“ sagði Jonathan um bikarleikinn sem er framundan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn
Keflavík vann óvæntan sigur á Þrótti á Avis vellinum í Laugardal í 8. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Keflavík en sigurinn lyftir þeim upp í 7. sæti deildarinnar og eru þær aðeins tveimur stigum frá Þrótti í 3. sæti. Þróttur byrjaði leikinn betur og fór leikurinn mestmegnis fram á vallarhelming Keflavík til að byrja með. Þó náðu gestirnir að skapa sér hættuleg færi eftir skyndisóknir en því sem á leið fyrri hálfleik varð pressa Þróttar þyngri og féllu gestirnir aftar. Keflvíkingar vildu fá víti á 6. mínútu leiksins þegar Madison Wolfbauer féll í teignum eftir samstuð við varnarmenn Þróttar. Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, dæmdi ekkert þrátt fyrir mótmæli gestanna. Þróttur átti ótal aukaspyrnur og hornspyrnur í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta sér föstu leikatriðin. Miðverðir Keflvíkinga, Anita Lind Daníelsdóttir og Mikaela Pétursdóttir, gerðu vel að halda boltanum frá hættusvæðinu og sömuleiðis var Vera Varis í markinu vel á verði og greip inn í þegar á þurfti. Vera var vel á verði.Vísir/Anton Brink Heimakonur reyndu eins og þær gátu að komast yfir og mátti ekki miklu muna undir lok fyrri hálfleiks. Á 44. mínútu sendi Lea Björt Kristjánsdóttir góða fyrirgjöf inn í teiginn sem rataði beint á kollinn á Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur. Ólöf náði ekki að skalla boltann nægilega neðarlega og endaði boltinn í þverslánni og Keflvíkingar sluppu með skrekkinn. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Ólöf aftur frábært færi en Tanya Boychuk gaf hnitmiðaða sendingu inn í vítateig Keflvíkinga sem endaði beint fyrir framan Ólöfu. Hún náði ekki nægilega góðri fyrstu snertingu og varði Vera Varis frá henni. Algjört dauðafæri og hefði Ólöf líklegast viljað gera betur. Það var markalaust í hálfleik og gestirnir frá Keflavík stálheppnir að vera ekki marki undir. Ólöf Sigríður ógnaði mest í liði Þróttar framan af en miðverðir Keflavíkur stóðu sig með sóma.Vísir/Anton Brink Sama var upp á teningnum í byrjun síðari hálfleik. Heimakonur héldu boltanum vel en náðu þó ekki að opna vörn Keflvíkinga. Keflavík beittu skyndisóknum og tókst þeim ætlunarverk sitt þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Á 55. mínútu urðu Þróttarar fyrir miklu áfalli þegar Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Linli Tu. Linli var við það að sleppa í gegn en Álfhildur tók hana niður rétt fyrir utan vítateig og Guðmundur Páll gaf henni réttilega rautt spjald. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar.Vísir/Anton Brink Rauða spjaldið á loft.Vísir/Anton Brink Linli Tu tók aukaspyrnuna sjálf og gerði sér lítið fyrir og smellti knettinum upp í samskeytin. Óverjandi fyrir Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki Þróttar. Gríðarlega áfall fyrir heimakonur sem voru búnar að vera sterkari aðilinn í leiknum. Boltinn söng í netinu. Íris Dögg kom engum vörnum við.Vísir/Anton Brink Keflvíkingar fagna fyrsta marki leiksins.Vísir/Anton Brink Þróttur vildi fá vítaspyrnu stuttu síðar en boltinn virtist fara í höndina á Anitu Lind, miðverði Keflavíkur, en lukkan var þeim ekki hliðholl og áfram hélt leikurinn. Á 76. mínútu náðu gestirnir frá Keflavík að tvöfalda forystuna. Alma Rós Magnúsdóttir átti skot í slána sem Sandra Voitane fylgdi eftir og kláraði í autt markið. Sandra hafði verið örfáar mínútur á vellinum og var ekki lengi að láta að sér kveða. Þróttur var tveimur leikmönnum færri þegar þær fengu markið á sig en Ólöf Sigríður var út af vellinum vegna meiðsla og voru Þróttur að undirbúa skiptingu. Sandra fagnaði marki sínu vel og innilega.Vísir/Anton Brink Loksins náðu heimakonur að koma boltanum í netið á 83. mínútu leiksins. Ísabella Anna Húbertsdóttir skaut viðstöðulausi skoti sem endaði í bláhorninu eftir að Vera Varis hafði kýlt boltann út í vítateiginn eftir hornspyrnu Þróttar. Nær komst Þróttur ekki þrátt fyrir mikinn sóknarþunga á síðustu mínútum leiksins og óvæntur 2-1 sigur gestanna frá Keflavík staðreynd. Höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna.Vísir/Anton Brink Af hverju vann Keflavík? Keflavík hefði líklegast ekki fagnað sigri í kvöld ef Þróttur hefði verið með jafnmarga leikmenn á vellinum allan leikinn. Rauða spjaldið og markið sem kom úr aukaspyrnunni í kjölfarið kom gestunum á bragðið. Heimakonur gáfust þó ekki upp og áttu nokkur álitleg færi en eftir að Sandra Voitana tvöfaldaði forystuna var munurinn orðinn of mikill fyrir tíu leikmenn Þróttar. Hverjar stóðu upp úr? Linli Tu átti á mjög góðan leik, fiskaði rauða spjaldið og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Vera Varis, markvörður Keflavíkur, varði vel og tímasetti úthlaup sín rétt. Miðverðir Keflavíkur, Anita Daníelsdóttir og Mikaela Pétursdóttir, héldu sóknarlínu Þróttar í skefjum og áttu prýðisleik í hjarta varnarinnar. Katherine Cousins var sprækust í liði heimakvenna en flestar sóknir þeirra fóru í gegnum hana á miðjunni og var hún afar sparkviss og örugg í sínum aðgerðum í kvöld. Cousins átti fínan leik að venju.Vísir/Anton Brink Hvað gekk illa? Leikmenn Þróttar furða sig líklega á hvernig þær náðu aðeins að skora eitt mark í dag. Þrátt fyrir að vera einum færri hluta af leiknum fékk liðið nóg af færum og hefðu átt að vera komnar yfir áður en þær urðu einum færri. Hvað gerist næst? Liðin fara í hlé frá deildinni en Þróttur og Keflavík eiga leiki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þróttur mætir Breiðablik og Keflavík mætir Stjörnunni. Leikirnir fara fram í miðri viku. „Þetta var klárlega rautt spjald“ Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var virkilega ánægður með frammistöðuna og baráttuna sem leikmenn Keflavíkur sýndu í leiknum í kvöld. „Þetta var mjög spennandi, hrós til stelpnanna. Mikill karakter, þær börðust og voru ákveðnar allar leikinn á móti sterku liði Þróttar. Þær eru með marga hæfileikaríka leikmenn og góðan þjálfara. Þannig við erum mjög ánægð með úrslitin í kvöld,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Það var greinilegt að leikplan Keflvíkinga var að liggja til baka og beita skyndisóknum. Það upplegg skilaði sér í sigri þó að Þróttur var ekki langt frá því að jafna undir lok leiks. „Við reynum auðvitað ávallt að sigra, sama hvernig leikurinn er settur upp, stefnan er alltaf sett á sigur. Við vissum að við gætum sigrað ef við myndum þvinga þær í mistök á ákveðin svæði á vellinum og takmarkað þeirra sterkustu leikmenn. Sérstaklega leikmann númer tíu [Katherine Cousins] og mér fannst Sigurrós [Eir Guðmundsdóttir] standa sig frábærlega í því. Við vissum að við gætum þá skapað nokkur færi í skyndisókninni og við gerðum það,“ sagði Jonathan. Vera Varis, markvörður Keflavíkur, átti nokkrar mikilvægar markvörslur og góð úthlaup í leiknum og var Jonathan afar ánægður með hennar frammistöðu í kvöld. „Hún var frábær, þetta er einn af þessum leikjum þegar við þurfum sterkan markvörð til að stíga upp. Mjög ánægður með hana í dag.“ Linli Tu var sloppin ein í gegn á 55. mínútu þegar Álfhildur Kjartansson braut á henni og fékk rautt spjald. Jonathan er í engum vafa um að þetta hafi verið réttur dómur. „Þetta var klárlega rautt spjald, ef þetta er ekki víti og fyrir utan teiginn. Hún var tekin niður þegar hún var komin gegn.“ Næsti leikur hjá Keflavík er leikur á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Það er annar stór leikur. Stjarnan er frábært lið en þetta er bikarinn og við förum til að vinna. Stelpurnar eru spenntar og þetta er fyrsta sinn sem Keflavík er komið svona langt í sautján ár held ég. Stelpurnar þurfa að jafna sig snögglega og við verðum klár í slaginn á ný,“ sagði Jonathan um bikarleikinn sem er framundan.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti