Eldarnir í Kanada stærri en áður og kvikna mun fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 09:25 Slökkviliðsmaður berst við skógarelda á Nýfundnalandi. AP Gífurlega umfangsmiklir og margir gróður- og skógareldar hafa logað í Kanada í vor og í sumar. Eldarnir eru stærri og fyrr á ferðinni en áður. Þá hafa þeir logað víðsvegar um landið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Fyrstu eldarnir kviknuðu í síðasta mánuði og hafa verið raktir til þess að eldingar sló niður í miðju og vestanverðu Kanada. Síðan kviknaði stærsti skógareldur sem vitað er um í Nýfundnalandi og umfangsmiklir eldar kviknuðu svo í Quebec. Reyk frá þeim eldum bar niður austurströnd Bandaríkjanna og alla leið til New York. Sjá einnig: Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Eldatímabilið er þó varla farið af stað þetta árið. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kandada (CBC) hefur hið hefðbundna eldatímabil á undanförnum árum hafist um miðjan júlí. Þetta árið hafa fleiri hektarar brunnið nú en hefur gert öll síðustu ár. Undanfarin ár hafa skógareldar verið mestir í júlí, ágúst og í september. Í hekturum talið hefur ekki eins mikið af skóglendi brunnið í Kanada frá 1995. Rúmlega 5,1 milljónir hektara hafa brunnið en árið 1995 brunnu rúmlega 7,1 milljónir hektara og var það yfir allt árið. Auk þess að vera mun umfangsmeiri eru eldarnir einnig mun fleiri en þeir hafa verið, borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Mjög stórir eldar hafa logað í Kanada þetta árið, þó hið hefðbundna skógareldatímabil sé ekki hafið enn. Hér má sjá hve margir hektarar hafa brunnið í ár, borið saman við öll önnur, síðan mælingar hófust.Skógareldamiðstöð Kanada Í frétt CBC segir að veðurfarsbreytingar séu að breyta mörgum af skógum Kanada í graslendi. Meiri þurrkar, tíðari skógareldar og hlýnun séu að hafa mikil áhrif á skóglendi í Norður-Ameríku. Vísað er til nýlegrar rannsóknar þar sem svæði þar sem skógareldar hafa logað voru borin saman. Skoðaðir voru skógar sem brunnu en höfðu mikinn tíma til að jafna sig og bornir saman við skóga þar sem eldar kviknuðu fljótt aftur. Í seinni tilfellunum tóku Aspir við af öðrum trjám og tíðir eldar gátu breytt skógum í graslendi. Von er á að þessi þróun muni halda áfram í framtíðinni. Eldar geta hjálpað skógum en verði þeir of tíðir og of stórir, verða áhrifin mun verri. Slæmum eldum, ef svo má segja, hefur farið fjölgandi, og telja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina sem CBC vísar í að áhrifin á skóga Kanada muni verða mikil. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBC um að Kanada þurfi fleiri flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á elda. Kanada Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
Fyrstu eldarnir kviknuðu í síðasta mánuði og hafa verið raktir til þess að eldingar sló niður í miðju og vestanverðu Kanada. Síðan kviknaði stærsti skógareldur sem vitað er um í Nýfundnalandi og umfangsmiklir eldar kviknuðu svo í Quebec. Reyk frá þeim eldum bar niður austurströnd Bandaríkjanna og alla leið til New York. Sjá einnig: Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Eldatímabilið er þó varla farið af stað þetta árið. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kandada (CBC) hefur hið hefðbundna eldatímabil á undanförnum árum hafist um miðjan júlí. Þetta árið hafa fleiri hektarar brunnið nú en hefur gert öll síðustu ár. Undanfarin ár hafa skógareldar verið mestir í júlí, ágúst og í september. Í hekturum talið hefur ekki eins mikið af skóglendi brunnið í Kanada frá 1995. Rúmlega 5,1 milljónir hektara hafa brunnið en árið 1995 brunnu rúmlega 7,1 milljónir hektara og var það yfir allt árið. Auk þess að vera mun umfangsmeiri eru eldarnir einnig mun fleiri en þeir hafa verið, borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Mjög stórir eldar hafa logað í Kanada þetta árið, þó hið hefðbundna skógareldatímabil sé ekki hafið enn. Hér má sjá hve margir hektarar hafa brunnið í ár, borið saman við öll önnur, síðan mælingar hófust.Skógareldamiðstöð Kanada Í frétt CBC segir að veðurfarsbreytingar séu að breyta mörgum af skógum Kanada í graslendi. Meiri þurrkar, tíðari skógareldar og hlýnun séu að hafa mikil áhrif á skóglendi í Norður-Ameríku. Vísað er til nýlegrar rannsóknar þar sem svæði þar sem skógareldar hafa logað voru borin saman. Skoðaðir voru skógar sem brunnu en höfðu mikinn tíma til að jafna sig og bornir saman við skóga þar sem eldar kviknuðu fljótt aftur. Í seinni tilfellunum tóku Aspir við af öðrum trjám og tíðir eldar gátu breytt skógum í graslendi. Von er á að þessi þróun muni halda áfram í framtíðinni. Eldar geta hjálpað skógum en verði þeir of tíðir og of stórir, verða áhrifin mun verri. Slæmum eldum, ef svo má segja, hefur farið fjölgandi, og telja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina sem CBC vísar í að áhrifin á skóga Kanada muni verða mikil. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBC um að Kanada þurfi fleiri flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á elda.
Kanada Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira