„Ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í“ Jón Már Ferro skrifar 15. júní 2023 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson fagnar aukinni stemningu í kringum landsliðið eftir erfið undanfarin ár. Hann er hluti af landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Burnley, félagslið Jóhanns, komst upp í ensku úrvaldsleildina á ný eftir að hafa unnið ensku Championship-deildin, næst efstu deild á Englandi. Á nýliðnu tímabili spilaði Jóhann á miðjunni en ekki á kantinum eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Åge Hareide ætlar að nota Jóhann inni á miðjunni í komandi landsleikjum. Vísir tók Jóhann tali á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og spurði hvort dagar hans á kantinum væru taldir. „Ég myndi nú ekki segja það. Það er gott að geta spilað báðar stöður. Það er ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í og hvaða stöðu ég spila hjá Burnley. Ég spilaði auðvitað mjög mikið á miðjunni hjá Burnley og mun gera það líka hér. Það verður bara gaman,“ segir Jóhann. Fríið sem leikmenn Burnley fá er styttra en gengur og gerist hjá liðum í ensku Úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins, Vincent Kompany, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester City, er þjálfari liðsins. „Hann er alls ekki að grínast. Það er langt síðan tímabilið kláraðist. Við vorum búnir að fá fjórar vikur, æfa núna í tvær vikur og svo fá þeir einhverja tíu daga aftur í frí. Ég held að þeir mæti 26. júní. Það er líka snemmt en hann er grjót harður og veit að við sem Burnley þurfum að eiga alvöru undirbúningstímabil til að mæta inn í þessa erfiðu úrvalsdeild,“ segir Jóhann. Hann telur góða stemningu á Laugardalsvelli skipta miklu máli til að árangur landsliðsins verði sem bestur. Jóhann vonast eftir því að setið verði í hverju sæti í fyrsta leik gegn Slóvakíu. Nú þegar er uppselt á annan leikinn. Stjörnum prýtt portúgalsk landslið mætir þá á Laugardalsvöll. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland. Sérstaklega þegar ákveðin stemning sem mér finnst vera að myndast aftur með liðinu. Eftir erfið ár undanfarið. Nú er það bara að keyra þessa stemningu aftur í gang. Þessi heimavöllur kom okkur á þessi stórmót. Við þurfum að gera hann aftur að þessu vígi sem hann var. Vonandi verður það á 17. Júní. Það gerist ekki mikið betra en að koma að horfa á íslenska landsliðið spila fótbolta,“ segir Jóhann að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Burnley, félagslið Jóhanns, komst upp í ensku úrvaldsleildina á ný eftir að hafa unnið ensku Championship-deildin, næst efstu deild á Englandi. Á nýliðnu tímabili spilaði Jóhann á miðjunni en ekki á kantinum eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Åge Hareide ætlar að nota Jóhann inni á miðjunni í komandi landsleikjum. Vísir tók Jóhann tali á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og spurði hvort dagar hans á kantinum væru taldir. „Ég myndi nú ekki segja það. Það er gott að geta spilað báðar stöður. Það er ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í og hvaða stöðu ég spila hjá Burnley. Ég spilaði auðvitað mjög mikið á miðjunni hjá Burnley og mun gera það líka hér. Það verður bara gaman,“ segir Jóhann. Fríið sem leikmenn Burnley fá er styttra en gengur og gerist hjá liðum í ensku Úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins, Vincent Kompany, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester City, er þjálfari liðsins. „Hann er alls ekki að grínast. Það er langt síðan tímabilið kláraðist. Við vorum búnir að fá fjórar vikur, æfa núna í tvær vikur og svo fá þeir einhverja tíu daga aftur í frí. Ég held að þeir mæti 26. júní. Það er líka snemmt en hann er grjót harður og veit að við sem Burnley þurfum að eiga alvöru undirbúningstímabil til að mæta inn í þessa erfiðu úrvalsdeild,“ segir Jóhann. Hann telur góða stemningu á Laugardalsvelli skipta miklu máli til að árangur landsliðsins verði sem bestur. Jóhann vonast eftir því að setið verði í hverju sæti í fyrsta leik gegn Slóvakíu. Nú þegar er uppselt á annan leikinn. Stjörnum prýtt portúgalsk landslið mætir þá á Laugardalsvöll. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland. Sérstaklega þegar ákveðin stemning sem mér finnst vera að myndast aftur með liðinu. Eftir erfið ár undanfarið. Nú er það bara að keyra þessa stemningu aftur í gang. Þessi heimavöllur kom okkur á þessi stórmót. Við þurfum að gera hann aftur að þessu vígi sem hann var. Vonandi verður það á 17. Júní. Það gerist ekki mikið betra en að koma að horfa á íslenska landsliðið spila fótbolta,“ segir Jóhann að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira