Þetta eru Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler, Justin Thomas og Jordan Spieth. Þeir verða hluti af eigendahópnum 49ers Enterprises sem samþykkti í síðustu viku að kaupa núverandi eiganda Leeds, Andrea Radrizzani, út.
Eins og nafn hópsins gefur til kynna er hann tengdur NFL-liðinu San Francisco 49ers. Meðal annarra íþróttamanna sem eru hluti af eigendahópnum er Larry Nance, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni.
Nú þegar á 49ers Enterprises 44 prósent hlut í Leeds en eigendahópurinn ætlar að kaupa 56 prósenta hlut Radrizzani í félaginu. Verðmæti hans er metið á 170 milljónir punda.
Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Félagið er í stjóraleit eftir að Sam Allardyce ákvað að halda ekki áfram með það.