Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2023 12:24 Þriggja daga þjóðarsorg ríkir í Grikklandi. AP Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að konur og börn séu stór hluti þeirra sem saknað er. Einungis karlmenn hafi lifað af, svo vitað sé. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofunnar, segir atburðinn varpa ljósi á þá þörf sem ríkir á því að rannsaka betur mál sem varða við fólkssmygl. Níu manns hafa verið handteknir í kjölfar slyssins. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki frá Líbíu til Evrópu. Enn er verið að rannsaka aðdraganda slyssins. Í frétt BBC er haft eftir tveimur eftirlifendum að bátur landhelgisgæslunnar hafi fest reipi við bát flóttafólksins sem varð til þess að báturinn ruggaði til og sökk í kjölfarið. Þá er einnig haft eftir vitnum að starfsmenn á bát landhelgisgæslunnar hafi bundið reipi við bát flóttafólksins um þremur klukkustundum áður en slysið átti sér stað. Fólkið á bátnum hafi þá óttast að það yrði til þess að bátnum myndi hvolfa. Gríska fréttablaðið Kathimerini hafði eftir heimildum að þau hafi þá losað reipið til þess að geta haldið leið sinni til Ítalíu áfram og í leiðinni hafnað allri hjálp. Sú frásögn er þó í ósamræmi við frásögn Alarm Phone, samtaka sem veita flóttafólki á sjó stuðning. Samtökin sendu grísku landhelgisgæslunni tölvupóst á þriðjudag þess efnis að allt að 750 manns væru nauðstaddir um borð á bátnum. Verið er að rannsaka aðild grísku landhelgisgæslunnar vegna málsins. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01 Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30 Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að konur og börn séu stór hluti þeirra sem saknað er. Einungis karlmenn hafi lifað af, svo vitað sé. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofunnar, segir atburðinn varpa ljósi á þá þörf sem ríkir á því að rannsaka betur mál sem varða við fólkssmygl. Níu manns hafa verið handteknir í kjölfar slyssins. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki frá Líbíu til Evrópu. Enn er verið að rannsaka aðdraganda slyssins. Í frétt BBC er haft eftir tveimur eftirlifendum að bátur landhelgisgæslunnar hafi fest reipi við bát flóttafólksins sem varð til þess að báturinn ruggaði til og sökk í kjölfarið. Þá er einnig haft eftir vitnum að starfsmenn á bát landhelgisgæslunnar hafi bundið reipi við bát flóttafólksins um þremur klukkustundum áður en slysið átti sér stað. Fólkið á bátnum hafi þá óttast að það yrði til þess að bátnum myndi hvolfa. Gríska fréttablaðið Kathimerini hafði eftir heimildum að þau hafi þá losað reipið til þess að geta haldið leið sinni til Ítalíu áfram og í leiðinni hafnað allri hjálp. Sú frásögn er þó í ósamræmi við frásögn Alarm Phone, samtaka sem veita flóttafólki á sjó stuðning. Samtökin sendu grísku landhelgisgæslunni tölvupóst á þriðjudag þess efnis að allt að 750 manns væru nauðstaddir um borð á bátnum. Verið er að rannsaka aðild grísku landhelgisgæslunnar vegna málsins.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01 Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30 Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01
Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30
Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50