„Að mínu viti rífur hann mig niður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2023 21:43 Alfons Sampsted var eðlilega svekktur eftir tapið í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld. „Stemningin í klefanum er þung. Persónulega hefðum við getað nýtt fyrri hálfleikinn betur og fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons í leikslok. „Við mættum með mikinn kraft, en síðan rennur það út í sandinn í seinni hálfleikinn þegar þessi orka og kraftur og færi sem við vorum að skapa í fyrri hálfleik voru ekki alveg að koma. Þannig að þetta var súrt því við teljum okkur hafa getað fengið meira út úr þessum leik. En heilt yfir var þetta kannski allt í lagi leikur.“ Íslenska liðið missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson úr liðinu stuttu fyrir leik, en hann meiddist í upphitun. „Það hefur alltaf einhver áhrif. Við erum búnir að undirbúa eitthvað upplegg en síðan breytist það. En miðað við þennan fyrri hálfleik þá vorum við kannski með þá orku sem til þurfti þannig það er kannski ekki hægt að kenna því um.“ En hvað veldur því að liðið heldur ekki sama orkustigi eftir hálfleikshléið? „Við hlaupum nú nokkuð mikið, en kannski hefði mátt nýta þá tímapunkta sem við höfðum til að stjórna leiknum og láta þá hlaupa. Við gerum kannski of lítið af því. En heilt yfir eru jákvæðir punktar þarna sem við getum tekið með okkur, en þetta er að sjálfsögðu svekkjandi.“ Sigurmark Slóvaka var skoðað í VAR-herberginu þar sem mögulega var brotið á Alfons í aðdraganda marksins. Hann segir að um klárt brot hafi verið að ræða, en ekkert var dæmt. „Ég ætla bara að taka mér mína stöðu og setja líkamann á milli manns og bolta, en að mínu viti þá rífur hann mig niður og það hefði mátt dæma aukaspyrnu. Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég veit ekki hvernig þetta lítur út frá dómaranum séð. Ég sé samt ekki hagnaðinn í því fyrir mig að vera að henda mér niður.“ „Það er það sem ég finn [að togað sé í hann] og eins og ég segi þá sé ég ekki alveg hagnaðinn í því að vera eitthvað að henda mér niður. Þannig að það er eitthvað sem fær mig til að detta.“ Þá segir Alfons að skilaboðin frá Åge Hareide, þjálfara liðsins, hafi verið skýr eftir leik. Ísland tekur á móti Portúgal eftir þrjá daga og „Skilaboðin voru skýr. Það eru jákvæðir hlutir og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur. Nú er bara leikur eftir þrjá daga og við höfum engan tíma til að vera svekkja okkur og missa andann sem við vorum búnir að byggja upp fyrir þennan leik. Það er bara ekkert í boði. Nú fáum við tvo daga til að jafna okkur og svo er bara að mæta með orku í úrslitaleik á móti Portúgal,“ sagði Alfons að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira
„Stemningin í klefanum er þung. Persónulega hefðum við getað nýtt fyrri hálfleikinn betur og fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons í leikslok. „Við mættum með mikinn kraft, en síðan rennur það út í sandinn í seinni hálfleikinn þegar þessi orka og kraftur og færi sem við vorum að skapa í fyrri hálfleik voru ekki alveg að koma. Þannig að þetta var súrt því við teljum okkur hafa getað fengið meira út úr þessum leik. En heilt yfir var þetta kannski allt í lagi leikur.“ Íslenska liðið missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson úr liðinu stuttu fyrir leik, en hann meiddist í upphitun. „Það hefur alltaf einhver áhrif. Við erum búnir að undirbúa eitthvað upplegg en síðan breytist það. En miðað við þennan fyrri hálfleik þá vorum við kannski með þá orku sem til þurfti þannig það er kannski ekki hægt að kenna því um.“ En hvað veldur því að liðið heldur ekki sama orkustigi eftir hálfleikshléið? „Við hlaupum nú nokkuð mikið, en kannski hefði mátt nýta þá tímapunkta sem við höfðum til að stjórna leiknum og láta þá hlaupa. Við gerum kannski of lítið af því. En heilt yfir eru jákvæðir punktar þarna sem við getum tekið með okkur, en þetta er að sjálfsögðu svekkjandi.“ Sigurmark Slóvaka var skoðað í VAR-herberginu þar sem mögulega var brotið á Alfons í aðdraganda marksins. Hann segir að um klárt brot hafi verið að ræða, en ekkert var dæmt. „Ég ætla bara að taka mér mína stöðu og setja líkamann á milli manns og bolta, en að mínu viti þá rífur hann mig niður og það hefði mátt dæma aukaspyrnu. Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég veit ekki hvernig þetta lítur út frá dómaranum séð. Ég sé samt ekki hagnaðinn í því fyrir mig að vera að henda mér niður.“ „Það er það sem ég finn [að togað sé í hann] og eins og ég segi þá sé ég ekki alveg hagnaðinn í því að vera eitthvað að henda mér niður. Þannig að það er eitthvað sem fær mig til að detta.“ Þá segir Alfons að skilaboðin frá Åge Hareide, þjálfara liðsins, hafi verið skýr eftir leik. Ísland tekur á móti Portúgal eftir þrjá daga og „Skilaboðin voru skýr. Það eru jákvæðir hlutir og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur. Nú er bara leikur eftir þrjá daga og við höfum engan tíma til að vera svekkja okkur og missa andann sem við vorum búnir að byggja upp fyrir þennan leik. Það er bara ekkert í boði. Nú fáum við tvo daga til að jafna okkur og svo er bara að mæta með orku í úrslitaleik á móti Portúgal,“ sagði Alfons að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30