Óskar þess oft að hún hefði aldrei unnið Opna bandaríska meistaramótið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 11:00 Emma Raducanu hefur þurft að glíma við ými líkamleg og andleg vandamál síðan hún vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Tim Clayton/Corbis via Getty Images Breska tenniskonan Emma Raducanu opnaði sig á dögunum um andlega og líkamlega efiðleika sem hún hefur þurft að glíma við síðan hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis árið 2021. Raducanu skaust upp á stjörnuhimininn í tennisheiminum þegar hún varð sú fyrsta í sögunni til að sigra Opna bandaríska meistaramótið eftir að hafa unnið sér inn þátttökurétt á úrtökumóti, þá aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur tennisferillinn hins vegar ekki náð jafn miklu flugi og vonast var eftir og Raducanu hefur þurft að glíma við mikil og erfið meiðsli. Hún er nú frá keppni eftir að hafa gengist undir aðgerð á úlnlið og handlegg. „Ég hef átt í vandræðum með líkamlega hlutann, en andlegi hlutinn var eitthvað sem var líka virkilega erfitt fyrir mig,“ sagði Raducanu í samtali við The Times. „Ég hef alltaf viljað sýna bestu útgáfuna af sjálfri mér og ég hef reynt að gera það, en ég vissi að ég gæti það ekki.“ Emma Raducanu has revealed how she has had to deal with "sharks" and people who use her as a "piggy bank" since her US Open success in 2021 ⬇ pic.twitter.com/rpO62PR9gM— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 18, 2023 Á leið sinni að titlinum á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2021 tapaði Raducanu ekki einu einasta setti. Síðan þá hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á risamóti og hún fór úr því að sitja í tíunda sæti heimslistans niður í 128. sæti. „Þetta augnablik á vellinum þegar ég fagnaði því að hafa unnið Opna bandaríska hugsaði ég með mér að ég myndi ekki skipta þessari tilfinningu út fyrir neitt í heiminum,“ sagði Raducanu. „Síðan þá hef ég gengið í gegnum ýmis áföll, eitt af öðru. Ég bý yfir mikilli þrautsegju og ég þoli margt, en þetta er ekki auðvelt. Stundum hugsa ég með sjálfri mér: „Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei unnið Opna bandaríska. Ég vildi óska þess að það hefði aldrei gerst“,“ bætti Raducanu við að lokum. Tennis Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Raducanu skaust upp á stjörnuhimininn í tennisheiminum þegar hún varð sú fyrsta í sögunni til að sigra Opna bandaríska meistaramótið eftir að hafa unnið sér inn þátttökurétt á úrtökumóti, þá aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur tennisferillinn hins vegar ekki náð jafn miklu flugi og vonast var eftir og Raducanu hefur þurft að glíma við mikil og erfið meiðsli. Hún er nú frá keppni eftir að hafa gengist undir aðgerð á úlnlið og handlegg. „Ég hef átt í vandræðum með líkamlega hlutann, en andlegi hlutinn var eitthvað sem var líka virkilega erfitt fyrir mig,“ sagði Raducanu í samtali við The Times. „Ég hef alltaf viljað sýna bestu útgáfuna af sjálfri mér og ég hef reynt að gera það, en ég vissi að ég gæti það ekki.“ Emma Raducanu has revealed how she has had to deal with "sharks" and people who use her as a "piggy bank" since her US Open success in 2021 ⬇ pic.twitter.com/rpO62PR9gM— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 18, 2023 Á leið sinni að titlinum á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2021 tapaði Raducanu ekki einu einasta setti. Síðan þá hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á risamóti og hún fór úr því að sitja í tíunda sæti heimslistans niður í 128. sæti. „Þetta augnablik á vellinum þegar ég fagnaði því að hafa unnið Opna bandaríska hugsaði ég með mér að ég myndi ekki skipta þessari tilfinningu út fyrir neitt í heiminum,“ sagði Raducanu. „Síðan þá hef ég gengið í gegnum ýmis áföll, eitt af öðru. Ég bý yfir mikilli þrautsegju og ég þoli margt, en þetta er ekki auðvelt. Stundum hugsa ég með sjálfri mér: „Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei unnið Opna bandaríska. Ég vildi óska þess að það hefði aldrei gerst“,“ bætti Raducanu við að lokum.
Tennis Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira