Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta.
Blaðamannafundurinn á Laugardalsvelli hófst klukkan 15.30 og hér að neðan má sjá fundinn sem og textalýsingu frá fundinum með öllu því helsta sem þar kom fram.
Fundur portúgalska liðsins, sem hefst klukkan 17 í dag, verður einnig sýndur á Vísi.
Ísland tapaði fyrir Slóvakíu, 2-1, á laugardaginn og er því aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki en Portúgal hefur unnið alla þrjá leiki sína, síðast 3-0 gegn Bosníu á laugardag.