Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 16:03 Cristiano Ronaldo varð ekki við beiðni Arons Einars Gunnarssonar um treyjuskipti, á EM 2016, og fær líklega enga slíka beiðni frá Akureyringnum á morgun. Getty/Clive Brunskill Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. Þjálfarinn Åge Hareide segir ljóst að Ísland ætli sér að koma í veg fyrir að minningar Ronaldos frá 200. landsleiknum verði of góðar: „Ég held að allir vilji eyðileggja [partýið]. En þetta er frábært afrek hjá honum. Hann er enn að skora mörk og er búinn að vera í svona góðu formi í svo mörg ár. Ég man þegar ég var hjá Manchester United í heimsókn hjá Ole Gunnari Solskjær, og Ronaldo var þá ungur strákur, hvernig hann æfði og spilaði þá þegar, fyrir næstum 25 árum síðan. Það er ótrúlegt að hann hafi getað spilað í svona langan tíma,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag og bætti við: „Við fögnum honum eftir leik en í leiknum sjálfum þurfum við að særa hann aðeins.“ Aron rifjaði upp góðan leik íslenska liðsins gegn Portúgal á EM 2016, þann fyrsta sem Ísland spilaði á stórmóti, þar sem Íslendingar fögnuðu 1-1 jafntefli. Eftir leikinn varð það að heimsfrétt þegar Ronaldo hafnaði beiðni Arons um að skiptast á treyjum, og Aron ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun: „Ég held að ég sleppi því. Ég held að hann kæmi líka með það að hann ætlaði að eiga treyjuna, því þetta er 200. leikurinn hans. Svo ég held að ég sleppi því,“ sagði Aron á blaðamannafundinum í dag. Aron missti af leik Íslands við Slóvakíu á laugardag en hann hefur glímt við meiðsli undanfarið og í upphitun kom í ljós að hann gæti ekki spilað. Hann kveðst enn vera tæpur fyrir leikinn á morgun og því óvíst að hann spili. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Þjálfarinn Åge Hareide segir ljóst að Ísland ætli sér að koma í veg fyrir að minningar Ronaldos frá 200. landsleiknum verði of góðar: „Ég held að allir vilji eyðileggja [partýið]. En þetta er frábært afrek hjá honum. Hann er enn að skora mörk og er búinn að vera í svona góðu formi í svo mörg ár. Ég man þegar ég var hjá Manchester United í heimsókn hjá Ole Gunnari Solskjær, og Ronaldo var þá ungur strákur, hvernig hann æfði og spilaði þá þegar, fyrir næstum 25 árum síðan. Það er ótrúlegt að hann hafi getað spilað í svona langan tíma,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag og bætti við: „Við fögnum honum eftir leik en í leiknum sjálfum þurfum við að særa hann aðeins.“ Aron rifjaði upp góðan leik íslenska liðsins gegn Portúgal á EM 2016, þann fyrsta sem Ísland spilaði á stórmóti, þar sem Íslendingar fögnuðu 1-1 jafntefli. Eftir leikinn varð það að heimsfrétt þegar Ronaldo hafnaði beiðni Arons um að skiptast á treyjum, og Aron ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun: „Ég held að ég sleppi því. Ég held að hann kæmi líka með það að hann ætlaði að eiga treyjuna, því þetta er 200. leikurinn hans. Svo ég held að ég sleppi því,“ sagði Aron á blaðamannafundinum í dag. Aron missti af leik Íslands við Slóvakíu á laugardag en hann hefur glímt við meiðsli undanfarið og í upphitun kom í ljós að hann gæti ekki spilað. Hann kveðst enn vera tæpur fyrir leikinn á morgun og því óvíst að hann spili.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00