Bauð Kielce sigurinn þegar pólski blaðamaðurinn barðist fyrir lífi sínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 10:30 Bennet Wiegert, þjálfari Íslendingaliðs Magdeburg, bauð starfsbróður sínum hjá Kielce að hætta leik á meðan pólskur blaðamaður barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku. Vísir/Getty Bennet Wiegert, þjálfari Íslendingaliðs Magdeburg, bauð Talant Dujshebaev, þjálfara Kielce, að hætta leik og láta stöðuna sem á þeim tíma var á töflunni standa sem úrslit leiksins í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á sunnudagskvöld eftir að pólski blaðamaðurinn Pawel Kotwica missti meðvitund uppi í stúku og barðist fyrir lífi sínu. Blaðamaðurinn Kotwica sérhæfði sig í málefnum pólska stórliðsins Kielce og var að sjálfsögðu mættur er liðið mætti Magdeburg í stærsta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var hins vegar gert langt hlé á leiknum vegna bráðaatviks í stúkunni. Kotwica hafði misst meðvitund og barðist fyrir lífi sínu. Honum var veitt fyrsta hjálp og fluttur á næsta sjúkrahús, en var úrskurðaður látinn stuttu síðar. Á meðan Kotwica barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku gekk Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, yfir til starfsbróður síns hjá Kielce, Talant Dusjhebaev, og bauð honum að hætta leik, enda væri margt í heiminum sem væri mikilvægara en íþróttir eins og haft er eftir Wiegert hjá þýska miðlinum Bild. „Ég gekk yfir til Talant og bauð honum að hætta leik,“ sagði Wiegert. „Stöðvum leikinn núna. Það er margt mikilvægara í þessum heimi en íþróttir. Látum úrslitin standa eins og staðan er núna og þið vinnið Meistaradeildina,“ sagði Wiegert við kollega sinn, en staðan á þeim tíma var 25-22, Kielce í vil. Musimy sprecyzować to, co stało się wczoraj. Niedługo po tym, gdy przytomność na trybunach stracił dziennikarz Paweł Kotwica, trener Bennet Wiegert podszedł do Talanta Dujshebaeva i faktycznie zaproponował zakończenie meczu z wynikiem jaki w tym momencie widniał na tablicy. Tytuł… pic.twitter.com/ATQPg4v3Kb— Paweł Papaj (@pawelpapaj) June 19, 2023 Dujshebaev tók þó ekki boði Wiegert og Magdeburg vann að lokum dramatískan eins marks sigur eftir framlengingu, 30-29. „Ég er sammála þér, en þá telur sigur okkar ekki neitt,“ á Dujshebaev að hafa svarað Wiegert. „Þá endum við bara með tvö lið sem fóru í úrslit og engan sigurvegara.“ Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Blaðamaðurinn Kotwica sérhæfði sig í málefnum pólska stórliðsins Kielce og var að sjálfsögðu mættur er liðið mætti Magdeburg í stærsta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var hins vegar gert langt hlé á leiknum vegna bráðaatviks í stúkunni. Kotwica hafði misst meðvitund og barðist fyrir lífi sínu. Honum var veitt fyrsta hjálp og fluttur á næsta sjúkrahús, en var úrskurðaður látinn stuttu síðar. Á meðan Kotwica barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku gekk Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, yfir til starfsbróður síns hjá Kielce, Talant Dusjhebaev, og bauð honum að hætta leik, enda væri margt í heiminum sem væri mikilvægara en íþróttir eins og haft er eftir Wiegert hjá þýska miðlinum Bild. „Ég gekk yfir til Talant og bauð honum að hætta leik,“ sagði Wiegert. „Stöðvum leikinn núna. Það er margt mikilvægara í þessum heimi en íþróttir. Látum úrslitin standa eins og staðan er núna og þið vinnið Meistaradeildina,“ sagði Wiegert við kollega sinn, en staðan á þeim tíma var 25-22, Kielce í vil. Musimy sprecyzować to, co stało się wczoraj. Niedługo po tym, gdy przytomność na trybunach stracił dziennikarz Paweł Kotwica, trener Bennet Wiegert podszedł do Talanta Dujshebaeva i faktycznie zaproponował zakończenie meczu z wynikiem jaki w tym momencie widniał na tablicy. Tytuł… pic.twitter.com/ATQPg4v3Kb— Paweł Papaj (@pawelpapaj) June 19, 2023 Dujshebaev tók þó ekki boði Wiegert og Magdeburg vann að lokum dramatískan eins marks sigur eftir framlengingu, 30-29. „Ég er sammála þér, en þá telur sigur okkar ekki neitt,“ á Dujshebaev að hafa svarað Wiegert. „Þá endum við bara með tvö lið sem fóru í úrslit og engan sigurvegara.“
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira