Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 11:30 Cristiano Ronaldo segist löngu vera orðinn vanur því að vera marinn eftir fótboltaleiki. Vísir/Vilhelm/Getty „Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum. Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska liðsins með þjálfaranum Roberto Martinez í gær. Ronaldo var léttur í lundu á fundinum og grínaðist meðal annars í íslenskum fjölmiðlamönnum um hvaða leikmann hann vildi fá sem liðsfélaga hjá Al Nassr ef hann fengi að velja. Hann var þó ekki bara mættur til að grínast heldur einnig til að ræða um komandi leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska liðsins, um að hann myndi fá að finna fyrir því í leiknum. Verður fagnað eftir leik en fær að finna fyrir því á vellinum „Hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldin var stuttu á undan þeim portúgalska. „Hann er búinn að vera að skora mörk og halda sér í standi í ótrúlega langan tíma. Ég man eftir honum þegar ég fór að heimsækja Ole Gunnar Solskjær til Manchester United þá var ungur Ronaldo að æfa og spila þar. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði þarna fyrir að verða 25 árum síðan og það er magnað að hann hafi haldið svona lengi áfram. Við munum fagna honum eftir leikinn, en í leiknum sjálfum munum við skilja einhverja marbletti eftir á honum,“ bætti Hareide við. Orðinn vanur marblettum á löngum ferli Ronaldo var svo spurður út í þessi ummæli Hareides á blaðamannafundi portúgalska liðsins og sagðist hann vera vanur slíkri meðferð á löngum og farsælum ferli sínum. „Þetta er bara eðlilegt. Ég er vanur því. Marblettir á fótleggjum, andliti og hálsi. Þetta hefur alltaf verið svona á rúmlega 20 ára löngum ferli mínum og ég verð undirbúinn,“ sagði Ronaldo. „Það mikilvægasta er að Portúgal nái í góð úrslit og haldi draumnum áfram og á lífi. Við vitum að þetta verður erfiður leikur, en við munum spila vel.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska liðsins með þjálfaranum Roberto Martinez í gær. Ronaldo var léttur í lundu á fundinum og grínaðist meðal annars í íslenskum fjölmiðlamönnum um hvaða leikmann hann vildi fá sem liðsfélaga hjá Al Nassr ef hann fengi að velja. Hann var þó ekki bara mættur til að grínast heldur einnig til að ræða um komandi leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska liðsins, um að hann myndi fá að finna fyrir því í leiknum. Verður fagnað eftir leik en fær að finna fyrir því á vellinum „Hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldin var stuttu á undan þeim portúgalska. „Hann er búinn að vera að skora mörk og halda sér í standi í ótrúlega langan tíma. Ég man eftir honum þegar ég fór að heimsækja Ole Gunnar Solskjær til Manchester United þá var ungur Ronaldo að æfa og spila þar. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði þarna fyrir að verða 25 árum síðan og það er magnað að hann hafi haldið svona lengi áfram. Við munum fagna honum eftir leikinn, en í leiknum sjálfum munum við skilja einhverja marbletti eftir á honum,“ bætti Hareide við. Orðinn vanur marblettum á löngum ferli Ronaldo var svo spurður út í þessi ummæli Hareides á blaðamannafundi portúgalska liðsins og sagðist hann vera vanur slíkri meðferð á löngum og farsælum ferli sínum. „Þetta er bara eðlilegt. Ég er vanur því. Marblettir á fótleggjum, andliti og hálsi. Þetta hefur alltaf verið svona á rúmlega 20 ára löngum ferli mínum og ég verð undirbúinn,“ sagði Ronaldo. „Það mikilvægasta er að Portúgal nái í góð úrslit og haldi draumnum áfram og á lífi. Við vitum að þetta verður erfiður leikur, en við munum spila vel.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira