Paul Watson ánægður með Svandísi Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 13:42 Paul Watson segist hafa verið þess albúinn að láta sverfa til stáls á miðunum, til að koma í veg fyrir fyrirhugaðar hvalveiðar. Nú mun ekki koma til átaka og er Watson afar ánægður með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að afturkalla leyfi til hvalveiða. vísir/vilhelm/getty Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. „Yfirlýsingin frá yfirvöldum þess efnis að bann væri lagt við hvalveiðum birtist okkur þegar við vorum að koma inn í íslenska lögsögu. Við erum mjög ánægðir með hana,“ segir Paul Watson aktívisti og skipstjóri auk Locky MacLean á skipinu John Paul De Joria. Eins og fram kom á Vísi í gær ætluðu þeir að trufla fyrirhugaðar hvalveiðar sem til stóð að hæfust á morgun. Nú verður ekkert af því. „Við erum mjög ánægðir að geta nú komist hjá átökum við Landhelgisgæsluna því við hefðum gert allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir veiðarnar. Jafnvel þó það kynni að þýða það að við myndum glata skipi okkar. Slík átök myndu hafa mjög neikvæð áhrif fyrir Ísland og Landhelgisgæsluna,“ segir Paul Watson og greinilega í vígahug. „Við vorum undir það búnir að þurfa að sæta handtöku og verða dæmdir til sektargreiðslna vegna afskipta okkar af ólöglegum veiðum Kristjáns Loftssonar. Réttarhöldin myndu gefa okkar tækifæri til að þrýsta enn á um að íslenska ríkisstjórnin segði komið gott með hvalveiðar.“ En nú er ljóst að ekki mun koma til þess. Ekki í bili. „Nei. Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Tilkynning hennar þýðir að ekki mun koma til átaka.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
„Yfirlýsingin frá yfirvöldum þess efnis að bann væri lagt við hvalveiðum birtist okkur þegar við vorum að koma inn í íslenska lögsögu. Við erum mjög ánægðir með hana,“ segir Paul Watson aktívisti og skipstjóri auk Locky MacLean á skipinu John Paul De Joria. Eins og fram kom á Vísi í gær ætluðu þeir að trufla fyrirhugaðar hvalveiðar sem til stóð að hæfust á morgun. Nú verður ekkert af því. „Við erum mjög ánægðir að geta nú komist hjá átökum við Landhelgisgæsluna því við hefðum gert allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir veiðarnar. Jafnvel þó það kynni að þýða það að við myndum glata skipi okkar. Slík átök myndu hafa mjög neikvæð áhrif fyrir Ísland og Landhelgisgæsluna,“ segir Paul Watson og greinilega í vígahug. „Við vorum undir það búnir að þurfa að sæta handtöku og verða dæmdir til sektargreiðslna vegna afskipta okkar af ólöglegum veiðum Kristjáns Loftssonar. Réttarhöldin myndu gefa okkar tækifæri til að þrýsta enn á um að íslenska ríkisstjórnin segði komið gott með hvalveiðar.“ En nú er ljóst að ekki mun koma til þess. Ekki í bili. „Nei. Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Tilkynning hennar þýðir að ekki mun koma til átaka.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01