Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 15:40 Hunter Biden hefur sjálfur greint frá neyslu sinni á krakki. Hann braut vopnalög með því að kaupa sér skammbyssu þrátt fyrir fíkn sína. Fram hefur komið að hann átti byssuna í tvær vikur eða þar til kærasta hans henti henni. AP/Andrew Harnik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað Hunter Biden fyrir skattalagabrot frá árinu 2018. Hann var einnig sakaður um að brjóta vopnalög með því að eiga skammbyssu þrátt fyrir að hann væri eiturlyfjafíkill. Biden viðurkenndi að hann ætti við fíknivanda að stríða eftir að bróðir hans Beau lést árið 2015. Sáttin þýðir að réttarhöld fara ekki fram í málinu. Brotið verður hreinsað af sakaskrá Biden heiðri hann skilmála samkomulagsins. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að saksóknarar fari líklega fram á skilorðsbundna refsingu fyrir skattalagabrotin. Dómari tekur þó endanlega ákvörðun um refsingu Biden. Skattsvik Biden, sem er 52 ára gamall, nema um 1,2 milljónum dollara yfir tveggja ára tímabil samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. David Weiss, alríkissaksóknari í Delaware, sem lagði fram ákæruna á hendur Hunter Biden var skipaður af Donald Trump og sat áfram eftir forsetaskiptin til þess að halda samfellu í rannsókninni þrátt fyrir saksóknurum í öðrum umdæmum væri skipt út. Efni í áframhaldandi árásir repúblikana á forsetann Talsmaður Hvíta hússins vildi ekki tjá sig um mál Hunters Biden að öðru leyti en að forsetinn og eiginkona hans elskuðu son og styddu hann í að byggja sig upp aftur. Þrátt fyrir að Biden hafi aðeins játað á sig minniháttar brot sem tengjast ekki föður hans forsetanum er næsta víst að repúblikanar reyni að nýta sér það í aðdraganda forsetakosninga næsta árs. Þeir standa nú fyrir rannsókn í fulltrúadeildinni á meintum glæpum Biden forseta og fjölskyldu hans. Þeim hefur þó ekki tekist að sýna fram á í hverju þeir glæpir felast. James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, segir að samkomulag Biden við saksóknara hafi engin áhrif á rannsókn nefndar hans á forsetasyninum. Hunter Biden kom við sögu í fyrra skiptið sem Bandaríkjaþing kærði Donald Trump fyrir embættisbrot. Þá var Trump sakaður um að misnota vald sitt þegar hann reyndi að kúga Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að rannsaka son Joes Biden sem þá var líklegasti keppinautur Trump um forsetastólinn. Lét Trump stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt tímabundið á meðan hann og bandamenn hans reyndu að fá stjórn Selenskíj til þess að aðstoða sig pólitískt. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. 6. apríl 2021 15:04 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað Hunter Biden fyrir skattalagabrot frá árinu 2018. Hann var einnig sakaður um að brjóta vopnalög með því að eiga skammbyssu þrátt fyrir að hann væri eiturlyfjafíkill. Biden viðurkenndi að hann ætti við fíknivanda að stríða eftir að bróðir hans Beau lést árið 2015. Sáttin þýðir að réttarhöld fara ekki fram í málinu. Brotið verður hreinsað af sakaskrá Biden heiðri hann skilmála samkomulagsins. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að saksóknarar fari líklega fram á skilorðsbundna refsingu fyrir skattalagabrotin. Dómari tekur þó endanlega ákvörðun um refsingu Biden. Skattsvik Biden, sem er 52 ára gamall, nema um 1,2 milljónum dollara yfir tveggja ára tímabil samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. David Weiss, alríkissaksóknari í Delaware, sem lagði fram ákæruna á hendur Hunter Biden var skipaður af Donald Trump og sat áfram eftir forsetaskiptin til þess að halda samfellu í rannsókninni þrátt fyrir saksóknurum í öðrum umdæmum væri skipt út. Efni í áframhaldandi árásir repúblikana á forsetann Talsmaður Hvíta hússins vildi ekki tjá sig um mál Hunters Biden að öðru leyti en að forsetinn og eiginkona hans elskuðu son og styddu hann í að byggja sig upp aftur. Þrátt fyrir að Biden hafi aðeins játað á sig minniháttar brot sem tengjast ekki föður hans forsetanum er næsta víst að repúblikanar reyni að nýta sér það í aðdraganda forsetakosninga næsta árs. Þeir standa nú fyrir rannsókn í fulltrúadeildinni á meintum glæpum Biden forseta og fjölskyldu hans. Þeim hefur þó ekki tekist að sýna fram á í hverju þeir glæpir felast. James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, segir að samkomulag Biden við saksóknara hafi engin áhrif á rannsókn nefndar hans á forsetasyninum. Hunter Biden kom við sögu í fyrra skiptið sem Bandaríkjaþing kærði Donald Trump fyrir embættisbrot. Þá var Trump sakaður um að misnota vald sitt þegar hann reyndi að kúga Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að rannsaka son Joes Biden sem þá var líklegasti keppinautur Trump um forsetastólinn. Lét Trump stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt tímabundið á meðan hann og bandamenn hans reyndu að fá stjórn Selenskíj til þess að aðstoða sig pólitískt.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. 6. apríl 2021 15:04 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51
Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. 6. apríl 2021 15:04
Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46