Fótbolti

Fjöl­margir mættir utan við Laugar­dals­völl

Smári Jökull Jónsson skrifar
Fjölmenni er fyrir utan girðinguna á Laugardalsvelli.
Fjölmenni er fyrir utan girðinguna á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm

Fjölmargir hafa safnast saman við Laugardalsvöll til að fylgjast með landsleik Íslands og Portúgal sem hefst innan skamms.

Leikur Íslands og Portúgal hefst á Laugardalsvelli klukkan 18:45 og eru bæði lið á fullu í upphitun í þessum skrifuðu orðum.

Eins og fram hafði komið seldist upp á leikinn á innan við klukkustund og ljóst að koma Cristiano Ronaldo trekkir verulega að. Fjölmargir sátu eftir miðalausir og ljóst að töluvert fleiri hefðu viljað kaupa miða en fengu tækifæri til. Síðast var uppselt á Laugardalsvöll þegar Ísland mætti Frökkum árið 2019. 

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á Laugardalsvelli og smellti af myndum við völlinn þar sem sjá má töluverðan fjölda sem safnast hefur saman fyrir utan völlinn til að fylgjast með leiknum.

Það má því búast við góðri stemmningu bæði á og fyrir utan Laugardalsvöll í kvöld en Cristiano Ronaldo leikur sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld og fær afhenta viðurkenningu áður en þjóðsöngvarnir verða spilaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×