Það vakti mikla athygli í mars þegar Avril Lavigne, stundum uppnefnd „prinsessa popp-pönksins“ og rapparinn Tyga opinberuðu samband sitt með kossi á tískuvikunni í París. Orðrómur hafði þá gengið um samband þeirra í þó nokkurn tíma.
Nú hafa slúðurmiðlar vestanhafs greint frá því að parið hafi slitið sambandi sínu fyrir nokkrum vikum. Hins vegar segja heimildarmenn TMZ að parið hafi lokið sambandi sínu á góðum nótum og að þau væru enn vinir.
