Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Íþróttadeild skrifar 20. júní 2023 21:08 Guðlaugur Victor Pálsson verst hér gegn Rafael Leao leikmanni Portúgal. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði eina markið í kvöld, í sínum tvö hundraðasta landsleik. Markið var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu en svo dæmt gilt eftir myndbandsskoðun. Íslendingar léku manni færri síðustu níu mínútur leiksins eftir að Willum Þór Willumsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Annan leikinn í röð var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður íslenska liðsins. Hann spilaði á miðjunni gegn Slóvakíu en í miðri vörninni í kvöld og var frábær. Margir aðrir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í kvöld þótt það hafi ekki dugað til þess að fá stig út úr leiknum. Einkunnagjöf Íslands: Byrjunarlið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 7 Varði vel og hélt boltanum eftir skalla Pepes eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik. Varði stórkostlega frá Ronaldo þegar rangstaða var dæmd. Hefði mátt vera ákveðnari í marki Portúgals. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður: 8 Aðeins hans annar „alvöru“ A-landsleikur og gerði frábærlega gegn Rafael Leao og Joao Cancelo. Getur verið einkar stoltur af frammistöðu sinni í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 9 (Maður leiksins) Leið einstaklega vel í miðverðinum. Var alltaf á réttum stað varnarlega og var með Ronaldo í vasanum á meðan jafnt var í liðum. Fékk besta færi Íslands á 23. mínútu. Aðdáunarverð frammistaða, annan leikinn í röð. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 9 Hann og Guðlaugur Victor frábærir í hjarta varnarinnar í dag. Portúgal komst lítt áleiðis gegn öflugri varnarlínu Íslands meðan jafnt var í liðum. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Spilaði vinstri bakvörð í dag, naut sín vel framan af og átti nokkrar frábærar sendingar upp völlinn sem voru nálægt því að skapa usla. Varðist vel en spilaði leikmann Portúgals réttstæðan í sigurmarki leiksins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Frábær fram á 81. mínútu þegar hann fór í fáránlega tæklingu á gulu spjaldi. Það reyndist dýr ákvörðun. Hefur annars komið gríðarlega sterkur inn í íslenska liðið í leikjunum tveimur og stimplað sig inn í það. Hélt boltanum vel og var óhræddur með hann. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og agaður. Leit út fyrir að hafa hreinlega ekki gert annað en að spila sem djúpur miðjumaður. Allt annað að sjá hann í þessari leikstöðu heldur en í 0-3 tapinu gegn Bosníu-Hersegóvínu. Fyrirtaks frammistaða. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 8 Átti góðar fyrirgjafir í fyrri hálfleik. Vann vel með Arnóri Ingva á miðri miðjunni og lokaði svæðum af samviskusemi. Gerði vel þegar hann fékk boltann og reyndi að halda honum. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 8 Hættulegasti leikmaður íslenska liðsins. Alltaf ógnandi og fór illa með Diogo Dalot, hægri bakvörð Portúgals, sem fékk gult spjald. Spilaði einnig góða vörn og gerði vel í að pirra Portúgalana. Albert Guðmundsson, framherji: 7 Fékk ekki úr miklu að moða fremst á vellinum en dró sig aftar til að fá boltann. Skilaði góðri varnarvinnu. Var betri í fyrri hálfleik en þeim seinni. Alfreð Finnbogason, framherji: 6 Lagði upp færi fyrir Guðlaug Victor í fyrri hálfleik. Hafði annars úr litlu að moða. Gerði ágætlega en var lítt áberandi. Varamenn Ísak Bergmann Jóhannesson - Kom inn fyrir Arnór Ingva á 74. mínútu Ágætis barátta en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfreð á 74. mínútu Kom inn á í fremstu víglínu en var svo færður út á hægri kantinn eftir að Willum var rekinn út af. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alfons Sampsted - Kom inn fyrir Valgeir á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Jón Dag á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði eina markið í kvöld, í sínum tvö hundraðasta landsleik. Markið var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu en svo dæmt gilt eftir myndbandsskoðun. Íslendingar léku manni færri síðustu níu mínútur leiksins eftir að Willum Þór Willumsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Annan leikinn í röð var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður íslenska liðsins. Hann spilaði á miðjunni gegn Slóvakíu en í miðri vörninni í kvöld og var frábær. Margir aðrir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í kvöld þótt það hafi ekki dugað til þess að fá stig út úr leiknum. Einkunnagjöf Íslands: Byrjunarlið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 7 Varði vel og hélt boltanum eftir skalla Pepes eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik. Varði stórkostlega frá Ronaldo þegar rangstaða var dæmd. Hefði mátt vera ákveðnari í marki Portúgals. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður: 8 Aðeins hans annar „alvöru“ A-landsleikur og gerði frábærlega gegn Rafael Leao og Joao Cancelo. Getur verið einkar stoltur af frammistöðu sinni í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 9 (Maður leiksins) Leið einstaklega vel í miðverðinum. Var alltaf á réttum stað varnarlega og var með Ronaldo í vasanum á meðan jafnt var í liðum. Fékk besta færi Íslands á 23. mínútu. Aðdáunarverð frammistaða, annan leikinn í röð. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 9 Hann og Guðlaugur Victor frábærir í hjarta varnarinnar í dag. Portúgal komst lítt áleiðis gegn öflugri varnarlínu Íslands meðan jafnt var í liðum. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Spilaði vinstri bakvörð í dag, naut sín vel framan af og átti nokkrar frábærar sendingar upp völlinn sem voru nálægt því að skapa usla. Varðist vel en spilaði leikmann Portúgals réttstæðan í sigurmarki leiksins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Frábær fram á 81. mínútu þegar hann fór í fáránlega tæklingu á gulu spjaldi. Það reyndist dýr ákvörðun. Hefur annars komið gríðarlega sterkur inn í íslenska liðið í leikjunum tveimur og stimplað sig inn í það. Hélt boltanum vel og var óhræddur með hann. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og agaður. Leit út fyrir að hafa hreinlega ekki gert annað en að spila sem djúpur miðjumaður. Allt annað að sjá hann í þessari leikstöðu heldur en í 0-3 tapinu gegn Bosníu-Hersegóvínu. Fyrirtaks frammistaða. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 8 Átti góðar fyrirgjafir í fyrri hálfleik. Vann vel með Arnóri Ingva á miðri miðjunni og lokaði svæðum af samviskusemi. Gerði vel þegar hann fékk boltann og reyndi að halda honum. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 8 Hættulegasti leikmaður íslenska liðsins. Alltaf ógnandi og fór illa með Diogo Dalot, hægri bakvörð Portúgals, sem fékk gult spjald. Spilaði einnig góða vörn og gerði vel í að pirra Portúgalana. Albert Guðmundsson, framherji: 7 Fékk ekki úr miklu að moða fremst á vellinum en dró sig aftar til að fá boltann. Skilaði góðri varnarvinnu. Var betri í fyrri hálfleik en þeim seinni. Alfreð Finnbogason, framherji: 6 Lagði upp færi fyrir Guðlaug Victor í fyrri hálfleik. Hafði annars úr litlu að moða. Gerði ágætlega en var lítt áberandi. Varamenn Ísak Bergmann Jóhannesson - Kom inn fyrir Arnór Ingva á 74. mínútu Ágætis barátta en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfreð á 74. mínútu Kom inn á í fremstu víglínu en var svo færður út á hægri kantinn eftir að Willum var rekinn út af. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alfons Sampsted - Kom inn fyrir Valgeir á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Jón Dag á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira