Biðu í margar klukkustundir eftir Ronaldo: „Má ég fá treyjuna þína“ Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2023 14:01 Þessi ungi íslenski stuðningsmaður Ronaldo hafði lagt mikið á sig Vísir/Samsett mynd Segja má að algjört Ronaldo-æði hafi gripið um sig í Reykjavík í gær í tengslum við leik portúgalska landsliðsins við það íslenska í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli. Nokkrum klukkustundum áður en flautað var til leiks höfðu ungir íslenskir aðdáendur porúgölsku knattspyrnugoðsagnarinnar Cristiano Ronaldo komið sér fyrir utan Grand Hótel í Reykjavík, þar sem portúgalska landsliðið hélt til á meðan á dvöl liðsins á Íslandi stóð, í von um að bera leikmanninn augum. Einn þessara aðdáanda hafði lagt mikið á sig, sá skartaði Real Madrid treyju sem var merkt Ronaldo en leikmaðurinn er goðsögn í sögu félagsins eftir tíma sinn þar. Þessir ungu menn höfðu beðið í yfir fjórar klukkustundir eftir Ronaldo fyrir utan Grand HótelVísir/Sigurjón Ólason Þessi ungi stuðningsmaður hafði lagt mikið á sig til þess að reyna fá treyju frá leikmanninum, búið til heimagert skilti á portúgölsku og skilaboðin voru einföld: „Má ég fá treyjuna þína Ronaldo“ Slík eru áhrif portúgölsku stjörnunnar að margir af þessum ungu íslenskum stuðningsmönnum héldu bara alls ekki með Íslandi í leik liðanna í gærkvöldi. Leiknum lauk með 1-0 sigri Portúgal og var það téður Ronaldo sem skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Þetta var 200. leikur Ronaldo fyrir portúgalska landsliðið og með því setti hann heimsmet í karlaflokki yfir flesta spilaða A-landsleiki í fótbolta. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem fulltrúar portúgalska og íslenska knattspyrnusambandsins færðu Ronaldo gjöf á tímamótunum, þá hlaut hann staðfestingu frá Heimsmetabók Guiness á heimsmeti sínu. Portúgal EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12 Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Nokkrum klukkustundum áður en flautað var til leiks höfðu ungir íslenskir aðdáendur porúgölsku knattspyrnugoðsagnarinnar Cristiano Ronaldo komið sér fyrir utan Grand Hótel í Reykjavík, þar sem portúgalska landsliðið hélt til á meðan á dvöl liðsins á Íslandi stóð, í von um að bera leikmanninn augum. Einn þessara aðdáanda hafði lagt mikið á sig, sá skartaði Real Madrid treyju sem var merkt Ronaldo en leikmaðurinn er goðsögn í sögu félagsins eftir tíma sinn þar. Þessir ungu menn höfðu beðið í yfir fjórar klukkustundir eftir Ronaldo fyrir utan Grand HótelVísir/Sigurjón Ólason Þessi ungi stuðningsmaður hafði lagt mikið á sig til þess að reyna fá treyju frá leikmanninum, búið til heimagert skilti á portúgölsku og skilaboðin voru einföld: „Má ég fá treyjuna þína Ronaldo“ Slík eru áhrif portúgölsku stjörnunnar að margir af þessum ungu íslenskum stuðningsmönnum héldu bara alls ekki með Íslandi í leik liðanna í gærkvöldi. Leiknum lauk með 1-0 sigri Portúgal og var það téður Ronaldo sem skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Þetta var 200. leikur Ronaldo fyrir portúgalska landsliðið og með því setti hann heimsmet í karlaflokki yfir flesta spilaða A-landsleiki í fótbolta. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem fulltrúar portúgalska og íslenska knattspyrnusambandsins færðu Ronaldo gjöf á tímamótunum, þá hlaut hann staðfestingu frá Heimsmetabók Guiness á heimsmeti sínu.
Portúgal EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12 Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12
Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03
Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21
Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06