Ofsareiði í Bosníu og mótherjar Íslands töluðu við stuðningsmenn Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2023 13:00 Edin Dzeko og Sead Kolasinac, sem báðir léku á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni, ræddu við stuðningsmenn eftir tapið gegn Lúxemborg. Skjáskot/@SportSportVideo Það er óhætt að segja að mikil reiði sé í Bosníu eftir 2-0 tapið á heimavelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í riðli Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. Allt útlit er fyrir að þjálfari liðsins haldi á brott á mettíma en Faruk Hadzibegic tók við starfinu í janúar á þessu ári. Bosníski miðillinn sportki.ba hefur það eftir stjórnarmanni í bosníska knattspyrnusambandinu að búist sé við því að Hadzibegic segi af sér, en að annars verði hann rekinn. Sigurinn góði gegn Íslandi í mars, 3-0, virðist því hafa dugað honum skammt en eftir það hefur Bosnía tapað gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg, án þess að skora mark. Stuðningsmenn Bosníu söfnuðust saman fyrir utan leikvanginn í Zenica í gær, eftir tapið gegn Lúxemborg, og stóðu við girðingu sem leikmenn Bosníu gengu framhjá. Mikill fjöldi lögreglumanna gætti að öryggi leikmanna en tvær af stærstu stjörnum liðsins, Edin Dzeko og Sead Kolasinac, stoppuðu hins vegar og gáfu sér tíma til að ræða við stuðningsmennina. Miðað við bosníska miðla beinist reiði fólks fyrst og fremst að þjálfaranum Hadzibegic sem eins og fyrr segir virðist vera að missa starfið sitt. Það verður því að koma í ljós hver stýrir Bosníu í leiknum mikilvæga á Laugardalsvelli í september, þegar undankeppnin heldur áfram, og gegn Liechtenstein nokkrum dögum fyrr. Bæði Ísland og Bosnía þurfa nauðsynlega á stigum að halda enda með aðeins þrjú stig hvort eftir fjórar umferðir af tíu. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Sjá meira
Allt útlit er fyrir að þjálfari liðsins haldi á brott á mettíma en Faruk Hadzibegic tók við starfinu í janúar á þessu ári. Bosníski miðillinn sportki.ba hefur það eftir stjórnarmanni í bosníska knattspyrnusambandinu að búist sé við því að Hadzibegic segi af sér, en að annars verði hann rekinn. Sigurinn góði gegn Íslandi í mars, 3-0, virðist því hafa dugað honum skammt en eftir það hefur Bosnía tapað gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg, án þess að skora mark. Stuðningsmenn Bosníu söfnuðust saman fyrir utan leikvanginn í Zenica í gær, eftir tapið gegn Lúxemborg, og stóðu við girðingu sem leikmenn Bosníu gengu framhjá. Mikill fjöldi lögreglumanna gætti að öryggi leikmanna en tvær af stærstu stjörnum liðsins, Edin Dzeko og Sead Kolasinac, stoppuðu hins vegar og gáfu sér tíma til að ræða við stuðningsmennina. Miðað við bosníska miðla beinist reiði fólks fyrst og fremst að þjálfaranum Hadzibegic sem eins og fyrr segir virðist vera að missa starfið sitt. Það verður því að koma í ljós hver stýrir Bosníu í leiknum mikilvæga á Laugardalsvelli í september, þegar undankeppnin heldur áfram, og gegn Liechtenstein nokkrum dögum fyrr. Bæði Ísland og Bosnía þurfa nauðsynlega á stigum að halda enda með aðeins þrjú stig hvort eftir fjórar umferðir af tíu.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Sjá meira