Mourinho í langt bann eftir atvikið í bílakjallara Puskas leikvangsins Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 19:00 Mourinho hafði ýmislegt að segja við Anthony Taylor bæði í og eftir leik Roma og Sevilla. Vísir/Getty Jose Mourinho hefur fengið fjögurra leikja bann í Evrópukeppnum eftir að hafa hreytt ókvæðisorðum að dómaranum Anthony Taylor eftir úrslitaleik Roma og Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok síðasta mánaðar. Sevilla lagði Roma að velli í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar liðin mættust á Puskas leikvanginum í Búdapest í lok maí. Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni og var Jose Mourinho knattspyrnustjóri Roma allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Anthony Taylor í leiknum. Portúgalinn fékk að sjá gula spjaldið í leiknum sjálfum en alls gaf Taylor þrettán leikmönnum gult spjald sem er met. Það er hins vegar vegna hegðunar Mourinho eftir leik sem hann er dæmdur í leikbann. Í bílakjallara Puskas leikvangsins sá Mourinho til dómarateymisins þegar þeir voru á stíga upp í rútu sína og lét hann fúkyrðaflauminn rigna yfir Taylor og félaga. Hann blótaði ítrekað, kallaði frammistöðu teymisins hneyksli og lét frekari orð falla á ítölsku. Þegar Taylor var síðan á flugvellinum í Búdapest daginn eftir ásamt fjölskyldu sinni fékk hann óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Roma sem þar voru staddir. Var einn stuðningsmaður ákærður vegna atviksins á flugvellinum. UEFA hefur nú úrskurðað Mourinho í fjögurra leikja bann í Evrópukeppni fyrir „móðgandi og óviðeigandi“ orðalag gagnvart Taylor. Fyrir utan ákæruna á hendur Mourinho fengu félögin ákúrur vegna hegðunar leikmanna og stuðnignsmanna á leiknum. Roma fær ekki að selja stuðningsmönnum sínum miða á næsta útileik liðsins í Evrópukeppni og þá fékk félagið sömuleiðis sekt þar sem stuðningsmenn liðsins köstuðu hlutum inn á völlinn og kveiktu á blysum í stúkunni. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Sevilla lagði Roma að velli í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar liðin mættust á Puskas leikvanginum í Búdapest í lok maí. Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni og var Jose Mourinho knattspyrnustjóri Roma allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Anthony Taylor í leiknum. Portúgalinn fékk að sjá gula spjaldið í leiknum sjálfum en alls gaf Taylor þrettán leikmönnum gult spjald sem er met. Það er hins vegar vegna hegðunar Mourinho eftir leik sem hann er dæmdur í leikbann. Í bílakjallara Puskas leikvangsins sá Mourinho til dómarateymisins þegar þeir voru á stíga upp í rútu sína og lét hann fúkyrðaflauminn rigna yfir Taylor og félaga. Hann blótaði ítrekað, kallaði frammistöðu teymisins hneyksli og lét frekari orð falla á ítölsku. Þegar Taylor var síðan á flugvellinum í Búdapest daginn eftir ásamt fjölskyldu sinni fékk hann óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Roma sem þar voru staddir. Var einn stuðningsmaður ákærður vegna atviksins á flugvellinum. UEFA hefur nú úrskurðað Mourinho í fjögurra leikja bann í Evrópukeppni fyrir „móðgandi og óviðeigandi“ orðalag gagnvart Taylor. Fyrir utan ákæruna á hendur Mourinho fengu félögin ákúrur vegna hegðunar leikmanna og stuðnignsmanna á leiknum. Roma fær ekki að selja stuðningsmönnum sínum miða á næsta útileik liðsins í Evrópukeppni og þá fékk félagið sömuleiðis sekt þar sem stuðningsmenn liðsins köstuðu hlutum inn á völlinn og kveiktu á blysum í stúkunni.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44
Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31