Gundogan búinn að ákveða sig | Newcastle að næla í Tonali Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 18:46 Gundogan og Tonali virðast báðir ætla að leita á nýajr slóðir í sumar. Vísir/Getty Ilkay Gundogan mun ganga til liðs við Barcelona þegar samningur hans rennur út í sumar. Þá hefur Newcastle lagt fram tilboð í miðjumanninn Sandro Tonali hjá AC Milan. Framtíð Ilkay Gundogan hefur verið í óvissu síðustu vikur og mánuði en samningur hans hjá Englands- og Evrópumeisturum Manchester City rennur út í sumar. Gundogan hefur ítrekað verið orðaður við Spánarmeistara Barcelona en Pep Guardiola hefur lýst því yfir að hann vilji fyrir alla muni halda Þjóðverjanum í Manchesterborg. Nú greinir íþróttafréttmaðurinn Fabrizio Romano frá því að Gundogan sé búinn að skrifa undir við Barcelona og hefur skellt sínum víðsfræga frasa „Here we go!“ við færslu sína á Twitter en Romano þykir afar trúverðugur í félagaskiptabransanum. Ilkay Gündogan to Barcelona, here we go! Final approval arrived on club side to register him as new signing, green light from the player. It s done deal, signed few minutes ago. #FCBGündogan has agreed a two year deal valid until June 2025 with option for further year. pic.twitter.com/Gr467hNBms— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Samkvæmt Romano hefur Gundogan skrifað undir tveggja ára samning við Barcelona en hann var fyrirliði Manchester City á síðasta tímabili og er hvalreki fyrir Xavi og lærisveina hans. Þá greina enskir fjölmiðlar frá því að Newcastle hafi lagt fram 55 milljón punda tilboð í Sandro Tonali miðjumann AC Milan. Tonali er tuttugu og þriggja ára gamall miðjumaður sem var í lykilhlutverki hjá AC Milan á nýliðnu tímabili. Tonali hefur leikið fjórtán landsleiki fyrir ítalska landsliðið og hefur komið við sögu hjá ítalska liðinu í undankeppni Evrópumótsins nú í vor. Tonali er fyrsta val knattspyrnustjórans Eddie Howe til að styrkja miðsvæðið hjá Newcastle en viðræður félagsins við ítalska stórveldið hafa staðið yfir síðasta sólarhringinn. Ítalski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira
Framtíð Ilkay Gundogan hefur verið í óvissu síðustu vikur og mánuði en samningur hans hjá Englands- og Evrópumeisturum Manchester City rennur út í sumar. Gundogan hefur ítrekað verið orðaður við Spánarmeistara Barcelona en Pep Guardiola hefur lýst því yfir að hann vilji fyrir alla muni halda Þjóðverjanum í Manchesterborg. Nú greinir íþróttafréttmaðurinn Fabrizio Romano frá því að Gundogan sé búinn að skrifa undir við Barcelona og hefur skellt sínum víðsfræga frasa „Here we go!“ við færslu sína á Twitter en Romano þykir afar trúverðugur í félagaskiptabransanum. Ilkay Gündogan to Barcelona, here we go! Final approval arrived on club side to register him as new signing, green light from the player. It s done deal, signed few minutes ago. #FCBGündogan has agreed a two year deal valid until June 2025 with option for further year. pic.twitter.com/Gr467hNBms— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Samkvæmt Romano hefur Gundogan skrifað undir tveggja ára samning við Barcelona en hann var fyrirliði Manchester City á síðasta tímabili og er hvalreki fyrir Xavi og lærisveina hans. Þá greina enskir fjölmiðlar frá því að Newcastle hafi lagt fram 55 milljón punda tilboð í Sandro Tonali miðjumann AC Milan. Tonali er tuttugu og þriggja ára gamall miðjumaður sem var í lykilhlutverki hjá AC Milan á nýliðnu tímabili. Tonali hefur leikið fjórtán landsleiki fyrir ítalska landsliðið og hefur komið við sögu hjá ítalska liðinu í undankeppni Evrópumótsins nú í vor. Tonali er fyrsta val knattspyrnustjórans Eddie Howe til að styrkja miðsvæðið hjá Newcastle en viðræður félagsins við ítalska stórveldið hafa staðið yfir síðasta sólarhringinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira