„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júní 2023 07:45 Formaður Dýrfinnu hvetur fólk í leit að gæludýrum á heimilið til þess að ættleiða eldri dýr. Dýraathvörf eru full af dýrum sem vantar ný heimili. Vísir/Vilhelm Dýraathvörf hérlendis fyrir heimilislaus dýr eru full og tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi fer fjölgandi. Þetta segir formaður Dýrfinnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjölskyldur til þess að íhuga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Húsnæðismarkaðurinn og strangar reglur um gæludýrahald spili stóran þátt í neyð dýranna. „Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi og það vilja allir kettlinga og hvolpa á meðan dýr sem eru eldri en eins árs sitja eftir,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Fjölda dýra í athvörfum nú rekur hún til vinsælda gæludýra í heimsfaraldrinum en einnig til strangra reglna um gæludýrahald. „Við erum að sjá mikið meira um það núna að fólk er að losa sig við dýrin og fólk virðist meðal annars vera farið að skilja dýr eftir úti og eftir faraldurinn höfum við til dæmis fundið ketti á vergangi sem eru ógeldir, ómerktir og hafa ekki farið í neinar læknisheimsóknir sem brýtur auðvitað gegn kattasamþykktum allra sveitarfélaga.“ Hún segir gæludýrahald ekki leyfilegt í stærstum hluta leiguíbúða. „Og við vitum um dæmi þar sem fólk sem átt hefur gæludýr í leiguíbúð í mörg ár þarf skyndilega að gefa frá sér fjölskyldumeðlimi til þess að lenda hreinlega ekki á götunni. Erlendis gera leigusalar víða samning við leigutaka um greiðslu ef gæludýr valda skemmdum. Það væri breyting til batnaðar að sjá þetta hér af því að þetta eru engin villidýr, þetta eru gæludýr.“ Anna Margrét hvetur þá sem eru í leit að gæludýrum til þess að taka að sér eldri dýr.Vísir Hvetur fólk til að íhuga að taka að sér eldri dýr Anna hvetur fólk til þess að koma gæludýrum sínum fyrir á viðeigandi stað ef það er ekki lengur pláss fyrir þau á heimilum. Hægt sé að tala við hina ýmsu aðila líkt og Kattholt, Villiketti og Dýrahjálp Íslands þar sem alltaf sé vilji til að finna út úr málunum. „Það að taka að sér dýr sem er orðið eins árs eða eldra getur verið miklu auðveldara, meira gefandi go skemmtilegra en að taka að sér ungviði,“ segir Anna og segir fleiri upplýsingar fyrir hendi um það hvers konar karakter viðkomandi gæludýr sé. „Kettlingar til dæmis eiga enn eftir að mótast og eru oft teknir of snemma af læðunni og hafa þá ekki fengið alla kennsluna sem þeir þurfa. Þá lendir fólk í atferlisvandamálum þar sem kettlingar til að mynda stökkva á alla sem labba fram hjá og bíta í ökkla. Kettlingar þurfa gríðarlega mikla örvun og umhverfisþjálfun, sem er ekki fyrir alla.“ Eldri dýr þurfi ekki eins mikla yfirsetu og umsjá. „Og eru gjörn á að sýna þakklæti sitt og skila því margfalt til baka til nýrra eigenda.“ Gæludýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi og það vilja allir kettlinga og hvolpa á meðan dýr sem eru eldri en eins árs sitja eftir,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Fjölda dýra í athvörfum nú rekur hún til vinsælda gæludýra í heimsfaraldrinum en einnig til strangra reglna um gæludýrahald. „Við erum að sjá mikið meira um það núna að fólk er að losa sig við dýrin og fólk virðist meðal annars vera farið að skilja dýr eftir úti og eftir faraldurinn höfum við til dæmis fundið ketti á vergangi sem eru ógeldir, ómerktir og hafa ekki farið í neinar læknisheimsóknir sem brýtur auðvitað gegn kattasamþykktum allra sveitarfélaga.“ Hún segir gæludýrahald ekki leyfilegt í stærstum hluta leiguíbúða. „Og við vitum um dæmi þar sem fólk sem átt hefur gæludýr í leiguíbúð í mörg ár þarf skyndilega að gefa frá sér fjölskyldumeðlimi til þess að lenda hreinlega ekki á götunni. Erlendis gera leigusalar víða samning við leigutaka um greiðslu ef gæludýr valda skemmdum. Það væri breyting til batnaðar að sjá þetta hér af því að þetta eru engin villidýr, þetta eru gæludýr.“ Anna Margrét hvetur þá sem eru í leit að gæludýrum til þess að taka að sér eldri dýr.Vísir Hvetur fólk til að íhuga að taka að sér eldri dýr Anna hvetur fólk til þess að koma gæludýrum sínum fyrir á viðeigandi stað ef það er ekki lengur pláss fyrir þau á heimilum. Hægt sé að tala við hina ýmsu aðila líkt og Kattholt, Villiketti og Dýrahjálp Íslands þar sem alltaf sé vilji til að finna út úr málunum. „Það að taka að sér dýr sem er orðið eins árs eða eldra getur verið miklu auðveldara, meira gefandi go skemmtilegra en að taka að sér ungviði,“ segir Anna og segir fleiri upplýsingar fyrir hendi um það hvers konar karakter viðkomandi gæludýr sé. „Kettlingar til dæmis eiga enn eftir að mótast og eru oft teknir of snemma af læðunni og hafa þá ekki fengið alla kennsluna sem þeir þurfa. Þá lendir fólk í atferlisvandamálum þar sem kettlingar til að mynda stökkva á alla sem labba fram hjá og bíta í ökkla. Kettlingar þurfa gríðarlega mikla örvun og umhverfisþjálfun, sem er ekki fyrir alla.“ Eldri dýr þurfi ekki eins mikla yfirsetu og umsjá. „Og eru gjörn á að sýna þakklæti sitt og skila því margfalt til baka til nýrra eigenda.“
Gæludýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira