Fótbolti

Kristianstad kom til baka og tryggði sér sigur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir lék í framlínu Kristianstad í dag. 
Hlín Eiríksdóttir lék í framlínu Kristianstad í dag.  kdff.nu

Kristianstad sýndi mikinn karakter þegar liðið lagði Kalm­ar að velli, 3-2, í sænsku úr­vals­deildinni í fótbolta kvenna í dag.

Þegar skammt var eftir af leiknum var Kristianstad undir, 2-1, en tvö mörk á lokamínútum leiksins snéru taflinu við.  

Hlín Eiríksdóttir spilaði fyrsta klukkutímann rúman fyrir Kristianstad en þá fyllti Am­anda Andra­dótt­ir skarð hennar. 

Kristianstad, sem leikur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttir er í fimmta sæti deildarinnar með 30 stig eftir þennan sigur. 

Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Strömsgodset þegar liðið lagði topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Bodö/Glimt að velli með tveimur mörkum gegn engu. Strömsgodset hefur nú 14 stig. 

Slæmt gegn Rosenborg heldur áfram en liðið laut í lægra haldi fyrir Sarpsborg með þremur mörkum gegn engu í dag. Kristall Máni Ingason kom inná eftir tæplega klukkutíma leik en Ísak Snær Þorvaldsson er enn að glíma við afleðingar höfuðhöggs og var fjarri góðu gamni.  

Rosenborg er fjórum stigum fyrir fallsvæðið og 19 stigum á eftir Bodö/​Glimt sem trónir á toppnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×