Fótbolti

Morg­an Gibbs-White lagði upp bæði mörk Englands

Hjörvar Ólafsson skrifar
Morgan Gibbs-White mataði samherja sína hjá enska liðinu með stoðsendingum. 
Morgan Gibbs-White mataði samherja sína hjá enska liðinu með stoðsendingum.  Vísir/Getty

Morg­an Gibbs-White, leikmaður Nottingham Forest, lagði upp bæði mörk enska karlalandsliðsins í fótbolta þegar liðið fór með 2-0 sigur af hólmi á móti Ísrael í riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta karla sem fram fer í Georgíu þessa dagana. 

Ant­hony Gor­don, sem gekk til liðs við Newcastle í janúar síðastliðnum skoraði fyrra mark Englands og Emile Smith Rowe, sóknartengiliður Arsenal, það seinna. England tryggði sér sæti í átta liða úrslitum mótsins með þessum sigri. 

Þýskaland beið ósigur,  2-1, þegar liðið mætti Tékklandi. Vaclav Sejk og Mart­in Vitik voru á skotskónum fyrir Tékka en Ang­elo Stiller klóraði í bakkann fyrir Þýska­land.

England hefur fullt hús stiga á toppi riðilsins, Tékkland kemur þar á eftir með þrjú stig og Þýskaland og Ísrael hafa eitt stig hvort lið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×