Lýðræðisflokkur Mitsotakis með stórsigur í Grikklandi Eiður Þór Árnason skrifar 25. júní 2023 19:17 Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi Lýðræðisflokksins fyrir miðju ásamt börnum sínum á kjörstað í Aþenu í dag. AP/Yorgos Karahalis Lýðræðisflokkur forsætisráðherra Grikklands vann stórsigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í dag. Mældist íhaldsflokkur Kyriakos Mitsotakis með rétt yfir 40% atkvæða þegar tölur höfðu borist frá um 90% kjörstaða á landsvísu. Á sama tíma mælist hinn vinstri sinnaði Syriza-flokkur með undir 18% fylgi. Þetta er í annað sinn á fimm vikum sem þingkosningar fara fram í Grikklandi og benda bráðabirgðaniðurstöðurnar til þess að Lýðræðisflokkurinn hafi tryggt sér rúman þingmeirihluta og endurnýjað stjórnarumboð sitt til næstu fjögurra ára. Kosningarnar í dag fara fram um viku eftir að yfirfullur fiskibátur sökk við vesturströnd Grikklands með þeim afleiðingum að hundruð flóttamanna ýmist týndust eða fórust í Miðjarðarhafinu. Atvikið hefur vakið upp spurningar um stranga flóttamannastefnu landsins og aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Harmleikurinn, sem telst vera einn sá versti í Miðjarðarhafinu í fleiri ár, virðist ekki hafa haft mikil áhrif á kosningarnar þar sem innlend efnahagsmál voru hvað efst í huga kjósenda. Hljóta meirihluta með hjálp lagabreytingar AP fréttaveitan greinir frá því að Lýðræðisflokki Mitsotakis sé nú spáð 157 eða 158 af alls 300 þingsætum á gríska þinginu, þökk sé breytingu á kosningalögum sem veitir stærsta flokknum sérstök aukasæti. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að lagabreytingin tók gildi en í þingkosningunum í maí vantaði sama flokk fimm sæti til að tryggja sér meirihluta með 41% fylgi. Átta flokkum er spáð þingsætum og hefur sá fjöldi áhrif á það hversu mörg sæti stærsti flokkurinn fær. Í kosningabaráttu sinni lagði Mitsotakis, sitjandi forsætisráðherra einkum áherslu á að tryggja efnahagsvöxt og pólitískan stöðugleika í ríki sem er enn að ná vopnum sínum eftir nærri áratugalanga fjármálakreppu. Grikkland Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Þetta er í annað sinn á fimm vikum sem þingkosningar fara fram í Grikklandi og benda bráðabirgðaniðurstöðurnar til þess að Lýðræðisflokkurinn hafi tryggt sér rúman þingmeirihluta og endurnýjað stjórnarumboð sitt til næstu fjögurra ára. Kosningarnar í dag fara fram um viku eftir að yfirfullur fiskibátur sökk við vesturströnd Grikklands með þeim afleiðingum að hundruð flóttamanna ýmist týndust eða fórust í Miðjarðarhafinu. Atvikið hefur vakið upp spurningar um stranga flóttamannastefnu landsins og aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Harmleikurinn, sem telst vera einn sá versti í Miðjarðarhafinu í fleiri ár, virðist ekki hafa haft mikil áhrif á kosningarnar þar sem innlend efnahagsmál voru hvað efst í huga kjósenda. Hljóta meirihluta með hjálp lagabreytingar AP fréttaveitan greinir frá því að Lýðræðisflokki Mitsotakis sé nú spáð 157 eða 158 af alls 300 þingsætum á gríska þinginu, þökk sé breytingu á kosningalögum sem veitir stærsta flokknum sérstök aukasæti. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að lagabreytingin tók gildi en í þingkosningunum í maí vantaði sama flokk fimm sæti til að tryggja sér meirihluta með 41% fylgi. Átta flokkum er spáð þingsætum og hefur sá fjöldi áhrif á það hversu mörg sæti stærsti flokkurinn fær. Í kosningabaráttu sinni lagði Mitsotakis, sitjandi forsætisráðherra einkum áherslu á að tryggja efnahagsvöxt og pólitískan stöðugleika í ríki sem er enn að ná vopnum sínum eftir nærri áratugalanga fjármálakreppu.
Grikkland Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira