„Leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kílóa lóð á fótinn sinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir er þessa dagana á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast í lok næsta mánaðar. Instagram/@katrintanja CrossFit Castro taldi sig kannast við blikið í augum Katrínar Tönju Davíðsdóttur þegar hún sýndi það og sannaði að hún á enn erindi að keppa meðal þeirra bestu í heimi. Katrín Tanja er kominn aftur á heimsleikana og það gerði hún með miklum stæl. Katrín er tvöfaldur heimsmeistari en átti slakt ár í fyrra þar sem hún náði ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið. Eins og áður á ferlinum þá átti hún magnaða endurkomu í hóp þeirra bestu árið eftir. Dave Castro er aftur kominn með puttana í skipulagningu heimsleikanna eftir að hafa þurft að taka pokann sinn sem íþróttastjóri CrossFit samtakanna í janúar 2022. Castro fékk aftur starf hjá samtökunum fimm mánuðum síðar og hefur nú fengið stöðuhækkun þótt að hann sé enn ekki kominn í sitt gamla starf. Það breytir ekki því að Castro hefur aftur áhrif við hönnun heimsleikanna. Castro er mikill aðdáandi Katrínar Tönju og fer ekkert leynt með þá aðdáun sína. Hann var mjög ánægður að sjá sína konu tryggja sig inn á leikana. Það sem meira er þá taldi hann sig sjá merki um að gamli heimsmeistarinn væri mættur til leiks á ný. „Miðað við hvernig undanúrslitin þróuðust á síðasta ári þá hefðir þú haldið að Karín Tanja væri í skýjunum með að ná öðru sætinu í undanúrslitunum í ár. En þegar kynnirinn kallaði upp nafnið hennar þá leit Katrín ekki út fyrir að vera mjög spennt. Hún leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kíló lóð á fótinn sinn,“ skrifaði Dave Castro. „Seinna um kvöldið þá fagnaði hún því kannski að hafa tryggt sig inn á sína tíundu heimsleikana en ef eitthvað er að marka frammistöðu hennar í Pasadena þá var hún ekki bara mætt til þess bara að tryggja sig inn á heimsleikana. Katrín Davíðsdóttir er mikill keppnismaður. Tvöfaldur heimsmeistari. Hún kom til að vinna. Hún gerir það alltaf,“ skrifaði Castro. „Hvort að Katrín sé nógu öflug til að komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum í ár er enn galopið. Með því að komast á pallinn í undanúrslitunum þá hefur hún gefið aðdáendum sínum margt til að vera spennt fyrir varðandi framhaldið. Þótt að Katrín sjálf hafi ekki verð allt of hrifin af öðru sætinu. Síðasta þegar Katrín missti af heimsleikunum þá kom hún til baka og varð heimsmeistari. Tvö ár í röð,“ skrifaði Castro. „Það var fyrir átta árum en 2023 tímabilið hennar á margt sameiginlegt með 2015 tímabilinu. Nýtt heimili. Ný nálgun. Man einhver eftir því hvar Katrín endaði í undaúrslitamótinu þá. Önnur,“ skrifaði Castro eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Katrín Tanja er kominn aftur á heimsleikana og það gerði hún með miklum stæl. Katrín er tvöfaldur heimsmeistari en átti slakt ár í fyrra þar sem hún náði ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið. Eins og áður á ferlinum þá átti hún magnaða endurkomu í hóp þeirra bestu árið eftir. Dave Castro er aftur kominn með puttana í skipulagningu heimsleikanna eftir að hafa þurft að taka pokann sinn sem íþróttastjóri CrossFit samtakanna í janúar 2022. Castro fékk aftur starf hjá samtökunum fimm mánuðum síðar og hefur nú fengið stöðuhækkun þótt að hann sé enn ekki kominn í sitt gamla starf. Það breytir ekki því að Castro hefur aftur áhrif við hönnun heimsleikanna. Castro er mikill aðdáandi Katrínar Tönju og fer ekkert leynt með þá aðdáun sína. Hann var mjög ánægður að sjá sína konu tryggja sig inn á leikana. Það sem meira er þá taldi hann sig sjá merki um að gamli heimsmeistarinn væri mættur til leiks á ný. „Miðað við hvernig undanúrslitin þróuðust á síðasta ári þá hefðir þú haldið að Karín Tanja væri í skýjunum með að ná öðru sætinu í undanúrslitunum í ár. En þegar kynnirinn kallaði upp nafnið hennar þá leit Katrín ekki út fyrir að vera mjög spennt. Hún leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kíló lóð á fótinn sinn,“ skrifaði Dave Castro. „Seinna um kvöldið þá fagnaði hún því kannski að hafa tryggt sig inn á sína tíundu heimsleikana en ef eitthvað er að marka frammistöðu hennar í Pasadena þá var hún ekki bara mætt til þess bara að tryggja sig inn á heimsleikana. Katrín Davíðsdóttir er mikill keppnismaður. Tvöfaldur heimsmeistari. Hún kom til að vinna. Hún gerir það alltaf,“ skrifaði Castro. „Hvort að Katrín sé nógu öflug til að komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum í ár er enn galopið. Með því að komast á pallinn í undanúrslitunum þá hefur hún gefið aðdáendum sínum margt til að vera spennt fyrir varðandi framhaldið. Þótt að Katrín sjálf hafi ekki verð allt of hrifin af öðru sætinu. Síðasta þegar Katrín missti af heimsleikunum þá kom hún til baka og varð heimsmeistari. Tvö ár í röð,“ skrifaði Castro. „Það var fyrir átta árum en 2023 tímabilið hennar á margt sameiginlegt með 2015 tímabilinu. Nýtt heimili. Ný nálgun. Man einhver eftir því hvar Katrín endaði í undaúrslitamótinu þá. Önnur,“ skrifaði Castro eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira