Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Eiður Þór Árnason skrifar 26. júní 2023 13:30 Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri segir íslenskt hagkerfi á yfirsnúningi. vísir/vilhelm Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. Þetta segir Már Guðmundsson í Vísbendingu þar sem hann fer vítt og breitt um tíma sinn sem seðlabankastjóri á árunum 2009 til 2019 sem var ekki laus við átök og áskoranir. Ársverðbólga mældist 9,5 prósent hér á landi í maímánuði, langt frá 2,5 prósent markmiði Seðlabankans. Hagstofan uppfærir vísitölu neysluverðs á miðvikudag og spáir bæði Landsbankinn og Íslandsbanki því að verðbólga haldi áfram að hjaðna og fari undir 9 prósent, þá í fyrsta sinn í eitt ár. Már segir um eftirspurnarverðbólgu að ræða sem skýrist af því að umsvifin í íslensku hagkerfi séu einfaldlega of mikil. „Við verðum að hætta að tala um að þetta sé fasteignamarkaðnum að kenna. Að þetta sé Reykjavík að kenna. Að þetta sé hinu og þessu að kenna. Þetta er bara það sem þetta er. Umsvifin eru umfram það sem kerfið þolir. Það er of mikil innlend eftirspurn og það verður auðvitað að kæla hana. Oft segir fólk: Já, það er verðbólga en góðu fréttirnar eru að það er mikill hagvöxtur. Það er hins vegar bara hin hliðin á sama peningnum,“ er haft eftir Má í Vísbendingu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur verið gagnrýnd fyrir raskar stýrivaxtahækkanir. vísir/vilhelm Már bætir við að verðstöðugleiki geti ekki verið eina markmið stjórnvalda sem þurfi einnig að huga að fórnarkostnaði og almannahag í víðari skilningi. Erfitt sé að gera stórtæka atlögu að verðbólgunni án þess að slíkar aðgerðir hafi neikvæðar afleiðingar fyrir fólk og fyrirtæki. „Það er auðvitað hægt að ná niður verðbólgu á morgun með nógu drastískum aðgerðum. Með því að tæma hús, senda fólk úr landi í stórum stíl og loka heilu atvinnugreinunum. Þá dettur þenslan niður. En það er ekki það sem við viljum. Við viljum hafa aðlögunarferli að þessu markmiði og forðast of mikinn fórnarkostnað af of snöggri niðurkeyrslu verðbólgunnar. Við viljum gefa okkur tíma til þess.“ Stýrivaxtahækkanir þyrnir í augum Seðlabankinn hefur brugðist við þrálátri verðbólgunni með ítrekuðum stýrivaxtahækkunum sem hafa leitt til aukins vaxtakostnaðar fyrir heimili og fyrirtæki. Hafa stýrivextir verið færðir úr 3,75 í 8,75 prósent á rétt rúmu ári. Hefur peningastefnunefnd Seðlabankans hlotið nokkra gagnrýni fyrir framgöngu sína, ekki síst frá verkalýðsforkólfum. Ásgeir Jónsson, núverandi seðlabankastjóri hefur kallað eftir heildarlausn við verðbólguvandanum og sagt forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfa að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent í júní. Að sögn bankans hefur þróun á íbúðamarkaði haft mikil áhrif á hækkun vísitölu neysluverðs síðustu mánuði og muni sömuleiðis gera það í júní þó að íbúðaverð hækki talsvert hægar en mánuðina á undan. Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar þegar hún mældist 10,2 prósent. Haft var eftir Ásgeiri Jónssyni fyrr í mánuðinum að hann teldi að verðbólgan komi til með að lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. 14. júní 2023 13:55 Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. 11. júní 2023 12:24 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta segir Már Guðmundsson í Vísbendingu þar sem hann fer vítt og breitt um tíma sinn sem seðlabankastjóri á árunum 2009 til 2019 sem var ekki laus við átök og áskoranir. Ársverðbólga mældist 9,5 prósent hér á landi í maímánuði, langt frá 2,5 prósent markmiði Seðlabankans. Hagstofan uppfærir vísitölu neysluverðs á miðvikudag og spáir bæði Landsbankinn og Íslandsbanki því að verðbólga haldi áfram að hjaðna og fari undir 9 prósent, þá í fyrsta sinn í eitt ár. Már segir um eftirspurnarverðbólgu að ræða sem skýrist af því að umsvifin í íslensku hagkerfi séu einfaldlega of mikil. „Við verðum að hætta að tala um að þetta sé fasteignamarkaðnum að kenna. Að þetta sé Reykjavík að kenna. Að þetta sé hinu og þessu að kenna. Þetta er bara það sem þetta er. Umsvifin eru umfram það sem kerfið þolir. Það er of mikil innlend eftirspurn og það verður auðvitað að kæla hana. Oft segir fólk: Já, það er verðbólga en góðu fréttirnar eru að það er mikill hagvöxtur. Það er hins vegar bara hin hliðin á sama peningnum,“ er haft eftir Má í Vísbendingu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur verið gagnrýnd fyrir raskar stýrivaxtahækkanir. vísir/vilhelm Már bætir við að verðstöðugleiki geti ekki verið eina markmið stjórnvalda sem þurfi einnig að huga að fórnarkostnaði og almannahag í víðari skilningi. Erfitt sé að gera stórtæka atlögu að verðbólgunni án þess að slíkar aðgerðir hafi neikvæðar afleiðingar fyrir fólk og fyrirtæki. „Það er auðvitað hægt að ná niður verðbólgu á morgun með nógu drastískum aðgerðum. Með því að tæma hús, senda fólk úr landi í stórum stíl og loka heilu atvinnugreinunum. Þá dettur þenslan niður. En það er ekki það sem við viljum. Við viljum hafa aðlögunarferli að þessu markmiði og forðast of mikinn fórnarkostnað af of snöggri niðurkeyrslu verðbólgunnar. Við viljum gefa okkur tíma til þess.“ Stýrivaxtahækkanir þyrnir í augum Seðlabankinn hefur brugðist við þrálátri verðbólgunni með ítrekuðum stýrivaxtahækkunum sem hafa leitt til aukins vaxtakostnaðar fyrir heimili og fyrirtæki. Hafa stýrivextir verið færðir úr 3,75 í 8,75 prósent á rétt rúmu ári. Hefur peningastefnunefnd Seðlabankans hlotið nokkra gagnrýni fyrir framgöngu sína, ekki síst frá verkalýðsforkólfum. Ásgeir Jónsson, núverandi seðlabankastjóri hefur kallað eftir heildarlausn við verðbólguvandanum og sagt forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfa að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent í júní. Að sögn bankans hefur þróun á íbúðamarkaði haft mikil áhrif á hækkun vísitölu neysluverðs síðustu mánuði og muni sömuleiðis gera það í júní þó að íbúðaverð hækki talsvert hægar en mánuðina á undan. Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar þegar hún mældist 10,2 prósent. Haft var eftir Ásgeiri Jónssyni fyrr í mánuðinum að hann teldi að verðbólgan komi til með að lækka hraðar en spár geri ráð fyrir.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. 14. júní 2023 13:55 Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. 11. júní 2023 12:24 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42
Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. 14. júní 2023 13:55
Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. 11. júní 2023 12:24