„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 26. júní 2023 18:04 Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. „Þarna erum við í rauninni að grípa mál þar sem við sjáum að það sé ekki allt með felldu. Við hefjum rannsókn, öflum allra nauðsynlegra gagna, þetta er búið að vera mjög umfangsmikið. Við leggjum mat á aðstæður og komumst að niðurstöðu um brot, sektarfjárhæðin endurspeglar alvarleika málsins,“segir Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri í samtali við fréttastofu í dag. Eins og fram hefur komið þarf Íslandsbanki að greiða 1,16 milljarða í sekt vegna brotanna. „Það er mat nefndarinnar að það hafi verið alvarleg brot þarna og það endurspeglast meðal annars í fjárhæð sáttarinnar.“ Þegar Íslandsbanki tilkynnti um sáttina greindi hann einnig frá því að afkomuspár bankans hefðu hækkað, þrátt fyrir sektina. Aðspurð um það hvort sektin sé þá nógu mikil fyrst bankinn hækkar afkomuspána segir Björk að afkomuspáin komi ekki inn í mat á fjárhæð sektarinnar. „Það er rétt að geta þess að þetta er hæsta sekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á eftirlitskyldan aðila. Eins og löggjöfin er byggð upp þá er 800 milljónir króna hámark stjórnvaldssektar sem hægt er að leggja, við förum yfir hámarkið og byggjum það á veltutengdri nálgun.“ Bankans að meta hvort hæfiskilyrði séu uppfyllt Björk segir að hæfi stjórnenda, bankastjóra eða stjórnar Íslandsbanka hafi ekki verið partur af mati fjármálaeftirlitsins. „Í því sambandi er rétt að geta þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja, í þessu tilviki Íslandsbanka, þurfa að uppfylla strangar hæfniskröfur og þessar kröfur þarf að uppfylla á hverjum tíma fyrir sig. Það er Íslandsbanka að meta og tryggja að svo sé á hverri stundu.“ Þá segir Björk að málinu sé ekki alfarið lokið, sáttin sé skilyrt ákveðnum úrbótum. Með haustinu þurfi bankinn svo að skila úttekt á þeim úrbætum. „Við munum fylgja þessu eftir þannig að það sé ekki bara verið að fylgja einhverjum úrbótakröfum sem snúa að pappírum, heldur sé þetta raunverulega framkvæmd bankans sem er partur af þessum úrbótum og þarf að vera með fullnægjandi hætti.“ Nýtur stjórn bankans og bankastjórinn trausts fjármálaeftirlitsins? „Líkt og ég nefndi áðan þá var hæfi þessara aðila ekki til skoðunar í þessari rannsókn. En hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng og það er bankans að meta það að þau séu uppfyllt á hverjum tíma fyrir sig. Þar hefur fjármálaeftirlitið líka tiltekið hlutverk.“ Að lokum segir Björk að fólk þurfi að gæta þess að draga ekki of víðtækar ályktanir á fjármálamarkaðinn í heild sinni út frá þessari rannsókn. Í þessu sambandi nefnir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega gert úttekt á fjármálamarkaðnum hér á landi og eftirliti með honum. „Hann birti einmitt skýrslu á föstudaginn síðastliðinn þar sem fram kemur að fjármálamarkaðurinn stendur sterkur og eftirlit með honum hefur eflst mjög síðustu árin.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Þarna erum við í rauninni að grípa mál þar sem við sjáum að það sé ekki allt með felldu. Við hefjum rannsókn, öflum allra nauðsynlegra gagna, þetta er búið að vera mjög umfangsmikið. Við leggjum mat á aðstæður og komumst að niðurstöðu um brot, sektarfjárhæðin endurspeglar alvarleika málsins,“segir Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri í samtali við fréttastofu í dag. Eins og fram hefur komið þarf Íslandsbanki að greiða 1,16 milljarða í sekt vegna brotanna. „Það er mat nefndarinnar að það hafi verið alvarleg brot þarna og það endurspeglast meðal annars í fjárhæð sáttarinnar.“ Þegar Íslandsbanki tilkynnti um sáttina greindi hann einnig frá því að afkomuspár bankans hefðu hækkað, þrátt fyrir sektina. Aðspurð um það hvort sektin sé þá nógu mikil fyrst bankinn hækkar afkomuspána segir Björk að afkomuspáin komi ekki inn í mat á fjárhæð sektarinnar. „Það er rétt að geta þess að þetta er hæsta sekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á eftirlitskyldan aðila. Eins og löggjöfin er byggð upp þá er 800 milljónir króna hámark stjórnvaldssektar sem hægt er að leggja, við förum yfir hámarkið og byggjum það á veltutengdri nálgun.“ Bankans að meta hvort hæfiskilyrði séu uppfyllt Björk segir að hæfi stjórnenda, bankastjóra eða stjórnar Íslandsbanka hafi ekki verið partur af mati fjármálaeftirlitsins. „Í því sambandi er rétt að geta þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja, í þessu tilviki Íslandsbanka, þurfa að uppfylla strangar hæfniskröfur og þessar kröfur þarf að uppfylla á hverjum tíma fyrir sig. Það er Íslandsbanka að meta og tryggja að svo sé á hverri stundu.“ Þá segir Björk að málinu sé ekki alfarið lokið, sáttin sé skilyrt ákveðnum úrbótum. Með haustinu þurfi bankinn svo að skila úttekt á þeim úrbætum. „Við munum fylgja þessu eftir þannig að það sé ekki bara verið að fylgja einhverjum úrbótakröfum sem snúa að pappírum, heldur sé þetta raunverulega framkvæmd bankans sem er partur af þessum úrbótum og þarf að vera með fullnægjandi hætti.“ Nýtur stjórn bankans og bankastjórinn trausts fjármálaeftirlitsins? „Líkt og ég nefndi áðan þá var hæfi þessara aðila ekki til skoðunar í þessari rannsókn. En hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng og það er bankans að meta það að þau séu uppfyllt á hverjum tíma fyrir sig. Þar hefur fjármálaeftirlitið líka tiltekið hlutverk.“ Að lokum segir Björk að fólk þurfi að gæta þess að draga ekki of víðtækar ályktanir á fjármálamarkaðinn í heild sinni út frá þessari rannsókn. Í þessu sambandi nefnir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega gert úttekt á fjármálamarkaðnum hér á landi og eftirliti með honum. „Hann birti einmitt skýrslu á föstudaginn síðastliðinn þar sem fram kemur að fjármálamarkaðurinn stendur sterkur og eftirlit með honum hefur eflst mjög síðustu árin.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira