Íslendingaslagir í báðum riðlum Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2023 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson lék lykilhlutverk í liði Magdeburg er liðið tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Frederic Scheidemann/Getty Images Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í handbolta fyrir næsta tímabil fyrr í dag og eins og svo oft áður voru nokkur Íslendingalið í pottinum. Eins og undanfarin ár var dregið í tvo átta liða riðla þar sem leikin verður tvöföld umferð. Að riðlakeppninni lokinni fara tvö efstu lið hvors riðils beint í átta liða úrslitin, en liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í umspil um sæti í átta liða úrslitum. Af þeim 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eru fjögur Íslendingalið. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með Barlinek Industria Kielce og þeir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með Kolstad. Madgeburg, Veszprém og Kielce unnu sér inn sæti í Meistaradeildinni í gegnum deildarkeppnir í sínum heimalöndum, en Kolstad fékk svokallað „wild card“ sem liðið gat sótt um eftir að hafa tryggt sér norska meistaratitilinn. Eftir Meistaradeildardráttinn er nú ljóst að það verða Íslendingaslagir í báðum riðlunum þar sem hvor riðill fyrir sig fékk tvö Íslendingalið. Kielce og Kolstad verða saman í A-riðli og Veszprém og Magdeburg leika saman í B-riðli. Vesprém og Magdeburg munu þurfa að kljást við lið á borð við Barcelona, Wisla Plock og GOG, en Kolstad og Kielce munu mæta PSG, Kiel og gPick Szeged svo eitthvað sé nefnt. Þá má einnig nefna að Janus Daði mun mæta sínum gömlu félögum í Álaborg og Sigvaldi mun einnig mæta gömlum félögum þegar Kolstad og Kielce eigast við í Íslendingaslag. 𝗠𝗔𝗖𝗛𝗜𝗡𝗘𝗦𝗘𝗘𝗞𝗘𝗥 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗛𝗔𝗠𝗣𝗜𝗢𝗡𝗦 𝗟𝗘𝗔𝗚𝗨𝗘👉 The first round is scheduled for 13-14 September 2023. #ehfcl + Info 📲 https://t.co/ScQ8b6p9dM Draw 📺 https://t.co/PsKkK0PMs4 pic.twitter.com/xPrISumobh— EHF Champions League (@ehfcl) June 27, 2023 Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram dagana 13. og 14. september, en dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan eða í Twitter-færslunni hér fyrir ofan. A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía) Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
Eins og undanfarin ár var dregið í tvo átta liða riðla þar sem leikin verður tvöföld umferð. Að riðlakeppninni lokinni fara tvö efstu lið hvors riðils beint í átta liða úrslitin, en liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í umspil um sæti í átta liða úrslitum. Af þeim 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eru fjögur Íslendingalið. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með Barlinek Industria Kielce og þeir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með Kolstad. Madgeburg, Veszprém og Kielce unnu sér inn sæti í Meistaradeildinni í gegnum deildarkeppnir í sínum heimalöndum, en Kolstad fékk svokallað „wild card“ sem liðið gat sótt um eftir að hafa tryggt sér norska meistaratitilinn. Eftir Meistaradeildardráttinn er nú ljóst að það verða Íslendingaslagir í báðum riðlunum þar sem hvor riðill fyrir sig fékk tvö Íslendingalið. Kielce og Kolstad verða saman í A-riðli og Veszprém og Magdeburg leika saman í B-riðli. Vesprém og Magdeburg munu þurfa að kljást við lið á borð við Barcelona, Wisla Plock og GOG, en Kolstad og Kielce munu mæta PSG, Kiel og gPick Szeged svo eitthvað sé nefnt. Þá má einnig nefna að Janus Daði mun mæta sínum gömlu félögum í Álaborg og Sigvaldi mun einnig mæta gömlum félögum þegar Kolstad og Kielce eigast við í Íslendingaslag. 𝗠𝗔𝗖𝗛𝗜𝗡𝗘𝗦𝗘𝗘𝗞𝗘𝗥 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗛𝗔𝗠𝗣𝗜𝗢𝗡𝗦 𝗟𝗘𝗔𝗚𝗨𝗘👉 The first round is scheduled for 13-14 September 2023. #ehfcl + Info 📲 https://t.co/ScQ8b6p9dM Draw 📺 https://t.co/PsKkK0PMs4 pic.twitter.com/xPrISumobh— EHF Champions League (@ehfcl) June 27, 2023 Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram dagana 13. og 14. september, en dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan eða í Twitter-færslunni hér fyrir ofan. A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía)
A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía)
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira