Taldi brotið á tjáningarfrelsi eltihrellis sem sendi konu þúsundir skilaboða Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 15:34 Saksóknarar í Colorado þóttu ekki hafa sýnt fram á að maður sem sendi þúsundir óumbeðinna skilaboða til tónlistarkonu hafi ætlað sér að ógna henni með þeim. Vísir/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi sakfellingu eltihrellis sem sendi tónlistarkonu þúsundir skilaboða á þeim forsendum að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á að skilaboðin gengu lengra en almennt tjáningarfrelsi leyfði. Konan segist hafa óttast um líf sitt vegna skilaboðanna. Billy Raymond Counterman var sakfelldur fyrir að beita Coles Whalen, tónlistarkonu og lagahöfund, umsáturseinelti og að valda henni tilfinningalegum þjáningum árið 2017. Hann sendi Whalen þúsundir óumbeðinna skilaboða á samfélagsmiðlum á tveggja ára tímabili og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir. Counterman hafði áður sent konum ofbeldishótanir og var undir eftirliti vegna dóms sem hann hlaut í slíku máli þegar hann sendi Whalen skilaboðin. Hún hefur lýst því að hún hafi talið skilaboðin ógnandi og að þau hafi breytt lífi hennar. Hún hafi lamast af ótta og kvíða, aflýst tónleikum, sótt um byssuleyfi og sofið með kveikt ljós vegna stanslauss áreitis Counterman. Á meðal skilaboðanna sem Counterman sendi Whalen var: „Þú ert ekki góð fyrir mannleg samskipti. Deyðu. Þarf ekki á þér að halda.“ Í öðrum skilaboðum notaði hann fúkyrði og gaf í skyn að hann fylgdist með ferðum hennar. Counterman heldur því fram að hann þjáist af geðsjúkdómi og sé haldinn ranghugmyndum. Ætlaði sér ekki að ógna Whalen Áfrýjun Counterman á þeirri forsendu að skilaboðin væru varin af tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár var hafnað þar sem ríkisdómstóll taldi þau fela í sér raunverulega hótun. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur talið að beinar hótanir falli ekki undir tjáningarfrelsisákvæðið. Fyrir Hæstarétti héldu lögmenn Counterman því fram að saksóknarar í Colorado hefðu þurft að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að ógna Whalen áður en þeir ákváðu að skilaboð hans nytu ekki verndar stjórnarskrár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Counterman byggir á því að hann hafi aldrei ætlað sér að ógna Whalen og því hafi skilaboðin rúmast innan tjáningarfrelsis hans. Sjö dómarar af níu við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu rétt að ógilda sakfellingu eltihrellisins.Vísir/Getty Afgerandi meirihluti hæstaréttardómara tók undir rök Counterman. Saksóknarar þyrftu að sýna fram á að sakborningur hefði „hunsað verulega hættu á að litið yrði á skilaboð sem hótun um ofbeldi“ til þess að forðast kælingaráhrif á tjáningu sem fæli ekki í sér hótanir, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Fjórir íhaldsmenn af sex og allir þrír frjálslyndu dómararnir stóðu að meirihlutaáliti í málinu. Lokaði ítrekað á hann á Facebook Whalen svaraði aldrei skilaboð Counterman sem hófu að berast árið 2014. Þegar hún lokaði á hann á samfélagsmiðlinum Facebook stofnaði hann nýja aðganga og sendi henni skilaboð á fleiri miðlum. Alls lokaði Whalen fjórum sinnum á Counterman á Facebook. Það var ekki fyrr en ættingi Whalen hafði samband við lögreglu sem Counterman var ákærður fyrir umsáturseinelti árið 2016. Það var skilgreind í lögum í Colorado sem skilaboð sem gætu valdið venjulegri manneskju alvarlegu tilfinningalegu uppnámi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Billy Raymond Counterman var sakfelldur fyrir að beita Coles Whalen, tónlistarkonu og lagahöfund, umsáturseinelti og að valda henni tilfinningalegum þjáningum árið 2017. Hann sendi Whalen þúsundir óumbeðinna skilaboða á samfélagsmiðlum á tveggja ára tímabili og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir. Counterman hafði áður sent konum ofbeldishótanir og var undir eftirliti vegna dóms sem hann hlaut í slíku máli þegar hann sendi Whalen skilaboðin. Hún hefur lýst því að hún hafi talið skilaboðin ógnandi og að þau hafi breytt lífi hennar. Hún hafi lamast af ótta og kvíða, aflýst tónleikum, sótt um byssuleyfi og sofið með kveikt ljós vegna stanslauss áreitis Counterman. Á meðal skilaboðanna sem Counterman sendi Whalen var: „Þú ert ekki góð fyrir mannleg samskipti. Deyðu. Þarf ekki á þér að halda.“ Í öðrum skilaboðum notaði hann fúkyrði og gaf í skyn að hann fylgdist með ferðum hennar. Counterman heldur því fram að hann þjáist af geðsjúkdómi og sé haldinn ranghugmyndum. Ætlaði sér ekki að ógna Whalen Áfrýjun Counterman á þeirri forsendu að skilaboðin væru varin af tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár var hafnað þar sem ríkisdómstóll taldi þau fela í sér raunverulega hótun. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur talið að beinar hótanir falli ekki undir tjáningarfrelsisákvæðið. Fyrir Hæstarétti héldu lögmenn Counterman því fram að saksóknarar í Colorado hefðu þurft að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að ógna Whalen áður en þeir ákváðu að skilaboð hans nytu ekki verndar stjórnarskrár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Counterman byggir á því að hann hafi aldrei ætlað sér að ógna Whalen og því hafi skilaboðin rúmast innan tjáningarfrelsis hans. Sjö dómarar af níu við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu rétt að ógilda sakfellingu eltihrellisins.Vísir/Getty Afgerandi meirihluti hæstaréttardómara tók undir rök Counterman. Saksóknarar þyrftu að sýna fram á að sakborningur hefði „hunsað verulega hættu á að litið yrði á skilaboð sem hótun um ofbeldi“ til þess að forðast kælingaráhrif á tjáningu sem fæli ekki í sér hótanir, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Fjórir íhaldsmenn af sex og allir þrír frjálslyndu dómararnir stóðu að meirihlutaáliti í málinu. Lokaði ítrekað á hann á Facebook Whalen svaraði aldrei skilaboð Counterman sem hófu að berast árið 2014. Þegar hún lokaði á hann á samfélagsmiðlinum Facebook stofnaði hann nýja aðganga og sendi henni skilaboð á fleiri miðlum. Alls lokaði Whalen fjórum sinnum á Counterman á Facebook. Það var ekki fyrr en ættingi Whalen hafði samband við lögreglu sem Counterman var ákærður fyrir umsáturseinelti árið 2016. Það var skilgreind í lögum í Colorado sem skilaboð sem gætu valdið venjulegri manneskju alvarlegu tilfinningalegu uppnámi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira