„Fáum þá borgað eins og við eigum skilið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 23:01 Vandræðagemsinn Nick Kyrgios er meira en til í að fá peninga frá Sádi Arabíu inn í tennisinn. Vísir/Getty Tennis gæti orðið næsta íþrótt sem þjóðarsjóður Sádi Arabíu tekur yfir. Nú standa yfir viðræður á milli stjórnenda sjóðsins og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Golfheimurinn nötraði á dögunum eftir að fréttir bárust af sameiningu LIV- og PGA-mótaraðanna eftir að hafa eldað grátt silfur saman í hálft annað ár. Þjóðarsjóður Sádi Arabíu (PIF) mun dæla peningum inn á nýja mótaröð á næstu árum og er samstarfið nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Ekki nóg með að hafa tekið yfir golfið heldur hafa stærstu knattspyrnustjörnur heims flykkst til Sádi Arabíu á síðustu vikum og mánuðum. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N´golo Kanté eru dæmi um leikmenn sem hafa fært sig yfir í olíulandið og spila þar fyrir himinhá laun. Sádar ætla þó ekkert að stíga af bensíngjöfinni. Nú beinast sjónir þeirra að tennisíþróttinni en viðræður standa yfir á milli stjórnenda PIF og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Í Financial Times segir stjórnarformaður ATP-mótaraðarinnar, Andrea Gaudenzi að í gangi séu jákvæðar viðræður um fjárfestingu PIF. Líkt og þegar Sádar stofnuðu LIV-mótaröðina eru einhverjir ósáttir með gang mála. Nick Kyrgios, sem einhverjir myndu kalla hálfgerðan ólátabelg hinnar annars frekar formföstu tennisíþróttar, fagnar fréttunum hins vegar á Twittersíðu sinni í dag. FINALLY. THEY SEE THE VALUE. WE ARE GOING TO GET PAID WHAT WE DESERVE TO GET PAID. SIGN ME UP https://t.co/sJpj9lK6Vg— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 26, 2023 „Loksins, þeir sjá virðið. Við fáum borgað eins og við eigum skilið. Ég skrái mig,“ skrifar Kyrgios sem oftar en ekki hefur komist í fréttirnar á tennismótum fyrir slæma hegðun og dónalega framkomu. Carlos Alcaraz, efsti maður heimslistans í tennis, segir að hann búist við að keppnir fari fram í Sádi Arabíu í framtíðinni. „Ég held að þeir séu með völdin til að halda margar keppnir. Ég hef aldrei spilað í opinberri keppni þar, við verðum að sjá hvernig þetta verður í framtíðinni. Ég efast ekki um að ég mun spila þar í framtíðinni.“ Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Sjá meira
Golfheimurinn nötraði á dögunum eftir að fréttir bárust af sameiningu LIV- og PGA-mótaraðanna eftir að hafa eldað grátt silfur saman í hálft annað ár. Þjóðarsjóður Sádi Arabíu (PIF) mun dæla peningum inn á nýja mótaröð á næstu árum og er samstarfið nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Ekki nóg með að hafa tekið yfir golfið heldur hafa stærstu knattspyrnustjörnur heims flykkst til Sádi Arabíu á síðustu vikum og mánuðum. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N´golo Kanté eru dæmi um leikmenn sem hafa fært sig yfir í olíulandið og spila þar fyrir himinhá laun. Sádar ætla þó ekkert að stíga af bensíngjöfinni. Nú beinast sjónir þeirra að tennisíþróttinni en viðræður standa yfir á milli stjórnenda PIF og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Í Financial Times segir stjórnarformaður ATP-mótaraðarinnar, Andrea Gaudenzi að í gangi séu jákvæðar viðræður um fjárfestingu PIF. Líkt og þegar Sádar stofnuðu LIV-mótaröðina eru einhverjir ósáttir með gang mála. Nick Kyrgios, sem einhverjir myndu kalla hálfgerðan ólátabelg hinnar annars frekar formföstu tennisíþróttar, fagnar fréttunum hins vegar á Twittersíðu sinni í dag. FINALLY. THEY SEE THE VALUE. WE ARE GOING TO GET PAID WHAT WE DESERVE TO GET PAID. SIGN ME UP https://t.co/sJpj9lK6Vg— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 26, 2023 „Loksins, þeir sjá virðið. Við fáum borgað eins og við eigum skilið. Ég skrái mig,“ skrifar Kyrgios sem oftar en ekki hefur komist í fréttirnar á tennismótum fyrir slæma hegðun og dónalega framkomu. Carlos Alcaraz, efsti maður heimslistans í tennis, segir að hann búist við að keppnir fari fram í Sádi Arabíu í framtíðinni. „Ég held að þeir séu með völdin til að halda margar keppnir. Ég hef aldrei spilað í opinberri keppni þar, við verðum að sjá hvernig þetta verður í framtíðinni. Ég efast ekki um að ég mun spila þar í framtíðinni.“
Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða