Umboðsmaðurinn hefur staðið sig vel í vinnunni en þar með er ekki öll sagan sögð. Hann hefur sýnt á sér aðra hlið á bak við tjöldin og margir leikmanna hafa slæma sögu að segja af samskiptum sínum við hann.
"Kan man få en dick pic i agent fee?" Elitspelarnas larm: Så har han utnyttjat oss som klienter.
— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) June 27, 2023
FOTBOLLSKANALEN GRANSKAR: Snapchatagenten. https://t.co/cbLRhDglxt pic.twitter.com/ZuHahVQXoK
Sænsku fjölmiðlarnir Fotbollskanalen og GP segja frá þessu og meðal annars frá því að umboðsmaðurinn hafi viljað fá typpamyndir af skjólstæðingum sínum í stað þess að taka laun fyrir störf sín.
Umboðsmanninum er lýst sem venjulegum manni með gott fótboltaauga, en hann þykir vinnusamur og hefur reynst félögum vel í að finna ódýra leikmenn.
Fyrirtæki hans veltir tugum milljóna á ári og hann hefur komið að mörgum félagsskiptum í efstu deildum í Svíþjóð.
Tuttugu leikmenn sögðu sögu af umboðsmanninum og hvernig hann sendi óumbeðnar myndir af sjálfum sér og vildi fá kynferðislegar myndir af skjólstæðingum sínum í staðinn.
Einn leikmaður sagðist hafa þolað þessa hegðun af því að þetta væri góður umboðsmaður sem hafði hjálpað leikmönnum. Hann sér eftir því að hafa ekki stoppað þetta fyrr en umboðsmaðurinn nýtti sér það að leikmenn vildu gera flest til að koma sér áfram á sínum ferli.
Umboðsmaðurinn notaði sérstaklega samfélagsmiðilinn Snapchat til að senda myndir og skilaboð.
Það fylgir sögunni að hann hefur hafnað öllum ásökunum og segir að leikmenn séu í ófrægingarherferð gegn sér. Hann sagðist líka hafa orðið fyrir fjárkúgun vegna þessa máls.