Fótbolti

Banna leikmönnum að spila í treyju númer 88

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn hafa spilað í treyju númer 88 í ítölsku deildinni en nú er það ekki lengur leyfilegt.
Leikmenn hafa spilað í treyju númer 88 í ítölsku deildinni en nú er það ekki lengur leyfilegt. Getty/Paolo Bruno

Ítalir hafa bannað leikmönnum að spila í treyju númer 88 í ítalska boltanum og ástæðan er baráttan gegn gyðingahatri í landinu.

Ríkisstjórn Ítalíu náði samkomulagi við ítalska knattspyrnusambandið um þetta og skrifaði Gabriele Gravina, forseti FIGC, undir plagg í gær um að þetta bann væri nú þegar í gildi.

Númerið 88 er tengt slagorði þýskra nasista.

Hluti af samkomulaginu er líka að leikir geta verið stöðvaðir séu sungnir söngvar með gyðingahatri í stúkunni sem og ef um er að ræða hegðun eða merkjagjöf sem styðja andúð á gyðingum.

Þrír stuðningsmenn Lazio voru dæmdir í lífstíðarbann frá leikjum á Ólympíuleikvanginum í Róm vegna hegðun sinnar en einn þeirra mætti á leik í Lazio búningi með töluna 88 á bakinu. Hinir tveir voru gerendur í augljósi gyðingahatri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×