Umdeildi forsetinn sagður ráða því hvort Ísland fari á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2023 12:30 Örlög stelpnanna okkar virðast vera í höndum Hassan Moustafa, forseta IHF. SAMSETT/HULDA MARGRÉT/Jan Woitas Þrátt fyrir að aðeins rétt rúm vika sé í að dregið verði í riðla fyrir heimsmeistaramót kvenna í handbolta þá hefur IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ekki enn gefið út hvort að Ísland fái sæti á mótinu. Ísland er á meðal þeirra þjóða sem að sóst hafa eftir þeim tveimur boðsætum (e. Wild Card) sem enn eru laus á mótinu, sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 29. nóvember til 17. desember. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er reiknað með svari frá IHF í þessari viku, eða strax eftir helgi, enda verður dregið í riðla í Gautaborg á fimmtudaginn í næstu viku. RÚV fjallar um þetta mál á vef sínum í dag og segir að svo virðist sem að ákvörðunin um sætin tvö sé háð geðþótta Hassan Moustafa, forseta IHF. Hinn 78 ára gamli Moustafa hefur verið forseti IHF frá aldamótum og verið vægast sagt umdeildur, og skoraði sambandið ekki hátt í greiningu fyrir samtökin Play The Game, sem vinna að því að uppræta spillingu í íþróttum, varðandi gagnsæi, lýðræðislega ferla og fleira. Íslenska landsliðið tapaði í umspili um HM-sæti gegn Ungverjalandi, samtals 59-49, en aðeins Austurríki tapaði með minni mun í umspilinu. Í grein RÚV segir að engar upplýsingar hafi fengist frá IHF um það hvaða þjóðir fái boðskortin tvö og hvenær ákvörðun liggi fyrir. Sérstakt ráð innan sambandsins, IHF Council, eigi að taka ákvörðunina en að samkvæmt heimildum RÚV komi það ráð ekki saman næst fyrr en í ágúst. Moustafa muni í raun taka ákvörðunina og bera undir nefndarfólk til samþykktar, með tölvupóstsamskiptum. Þá hefur RÚV einnig heimildir fyrir því að forysta HSÍ hafi hitt Moustafa í Köln fyrr í þessum mánuði, þegar úrslitin réðust í Meistaradeild Evrópu, og ítrekað umsókn sína um að komast á HM. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 2011 í Brasilíu, þar sem liðið hafnaði í 12. sæti. HM 2023 í handbolta Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Ísland er á meðal þeirra þjóða sem að sóst hafa eftir þeim tveimur boðsætum (e. Wild Card) sem enn eru laus á mótinu, sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 29. nóvember til 17. desember. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er reiknað með svari frá IHF í þessari viku, eða strax eftir helgi, enda verður dregið í riðla í Gautaborg á fimmtudaginn í næstu viku. RÚV fjallar um þetta mál á vef sínum í dag og segir að svo virðist sem að ákvörðunin um sætin tvö sé háð geðþótta Hassan Moustafa, forseta IHF. Hinn 78 ára gamli Moustafa hefur verið forseti IHF frá aldamótum og verið vægast sagt umdeildur, og skoraði sambandið ekki hátt í greiningu fyrir samtökin Play The Game, sem vinna að því að uppræta spillingu í íþróttum, varðandi gagnsæi, lýðræðislega ferla og fleira. Íslenska landsliðið tapaði í umspili um HM-sæti gegn Ungverjalandi, samtals 59-49, en aðeins Austurríki tapaði með minni mun í umspilinu. Í grein RÚV segir að engar upplýsingar hafi fengist frá IHF um það hvaða þjóðir fái boðskortin tvö og hvenær ákvörðun liggi fyrir. Sérstakt ráð innan sambandsins, IHF Council, eigi að taka ákvörðunina en að samkvæmt heimildum RÚV komi það ráð ekki saman næst fyrr en í ágúst. Moustafa muni í raun taka ákvörðunina og bera undir nefndarfólk til samþykktar, með tölvupóstsamskiptum. Þá hefur RÚV einnig heimildir fyrir því að forysta HSÍ hafi hitt Moustafa í Köln fyrr í þessum mánuði, þegar úrslitin réðust í Meistaradeild Evrópu, og ítrekað umsókn sína um að komast á HM. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 2011 í Brasilíu, þar sem liðið hafnaði í 12. sæti.
HM 2023 í handbolta Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira