Bandarísku fótboltastelpurnar fá verðlaun fyrir jafnréttisbaráttu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 11:00 Megan Rapinoe og Alex Morgan eru leiðtogar bandaríska kvennalandsliðið og hafa líka gert mikið fyrir baráttuna utan vallar. Getty/Mike Ehrmann Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta er að hefja titilvörn sína á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í næsta mánuði en það hefur mikið breyst síðan þær unnu heimsmeistaratitilinn sumarið 2019. Bandaríska liðið fór, eftir heimsmeistaratitil sinn, á fullt í baráttu sinni fyrir að fá jafnmikið borgað og leikmenn karlalandsliðsins. Karlarnir voru ekki nálægt því að ná sama árangri og margfaldir meistarar kvennaliðsins en fengu samt miklu meiri umbun hjá sambandinu. The @USWNT is set to be honored with the Arthur Ashe Award for Courage at the ESPY Awards next month for its fight for equal pay with the men's soccer team. https://t.co/c7ta46tUdG— Good Morning America (@GMA) June 28, 2023 Eftir þriggja ára baráttu náðist loksins sátt í fyrra og núna fá landsliðskonurnar það sama og karlarnir. Þær höfðuu málsókn gegn sambandinu en það náðist síðan sátt utan réttarsalarins. Forráðamenn ESPYS verðlaunanna ætla nú að heiðra landsliðskonurnar fyrir þessa hugrökku baráttu sína fyrir jafnrétti en þær sem munu auðvitað græða mest á þessu eru landsliðskonur framtíðarinnar. ESPYS hefur ákveðið að bandarísku fótboltastelpurnar fá Arthur Ashe verðlaunin fyrir þessa jafnréttisbaráttu sína. Á sama tíma hefur pressan aukist á Alþjóðasambandið, FIFA, að jafna muninn hjá sér. Verðlaunféð hefur hækkað mjög mikið milli heimsmeistaramóta hjá konunum en þær eru samt enn mjög mjög langt á eftir körlunum. Það er samt engin spurning um það að barátta og sigur bandarísku landsliðsleikmannanna á óréttlætinu hjá sínu eigin knattspyrnusambandi hefur án efa lagt grunninn að frekari sigrum í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna út um allan heim. Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira
Bandaríska liðið fór, eftir heimsmeistaratitil sinn, á fullt í baráttu sinni fyrir að fá jafnmikið borgað og leikmenn karlalandsliðsins. Karlarnir voru ekki nálægt því að ná sama árangri og margfaldir meistarar kvennaliðsins en fengu samt miklu meiri umbun hjá sambandinu. The @USWNT is set to be honored with the Arthur Ashe Award for Courage at the ESPY Awards next month for its fight for equal pay with the men's soccer team. https://t.co/c7ta46tUdG— Good Morning America (@GMA) June 28, 2023 Eftir þriggja ára baráttu náðist loksins sátt í fyrra og núna fá landsliðskonurnar það sama og karlarnir. Þær höfðuu málsókn gegn sambandinu en það náðist síðan sátt utan réttarsalarins. Forráðamenn ESPYS verðlaunanna ætla nú að heiðra landsliðskonurnar fyrir þessa hugrökku baráttu sína fyrir jafnrétti en þær sem munu auðvitað græða mest á þessu eru landsliðskonur framtíðarinnar. ESPYS hefur ákveðið að bandarísku fótboltastelpurnar fá Arthur Ashe verðlaunin fyrir þessa jafnréttisbaráttu sína. Á sama tíma hefur pressan aukist á Alþjóðasambandið, FIFA, að jafna muninn hjá sér. Verðlaunféð hefur hækkað mjög mikið milli heimsmeistaramóta hjá konunum en þær eru samt enn mjög mjög langt á eftir körlunum. Það er samt engin spurning um það að barátta og sigur bandarísku landsliðsleikmannanna á óréttlætinu hjá sínu eigin knattspyrnusambandi hefur án efa lagt grunninn að frekari sigrum í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna út um allan heim.
Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira