Vilja banna forsætisráðherra á Facebook rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 11:43 Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, (t.h.) er virkur Facebook-notandi en ætlar nú að færa sig um set. AP/Anupam Nath Sjálfstæð eftirlitsnefnd Meta leggur til að Facebook-aðgangi forsætisráðherra Kambódíu verði lokað í sex mánuði vegna myndbands sem hann birti þar sem hann hótaði pólitískum andstæðingum ofbeldi. Innan við mánuður er til kosninga í Kambódíu. Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hótaði því að berja pólitíska keppinauta sína og senda „glæpona“ heim til þeirra í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í janúar. Meta, móðurfélag Facebook, taldi myndbandið brjóta gegn notendaskilmálum samfélagsmiðilsins en ákvað að leyfa því að standa á þeirri forsendu að það væri fréttnæmt. Sérstök eftirlitsnefnd sem á að vera óháð Meta en er fjármögnuð af fyrirtækinu komst að þeirri niðurstöðu í dag að skaðinn af myndbandinu væri meiri en fréttagildi þess. Hun Sen ætti að sæta banni í hálft ár fyrir að birta það. Meta féllst á að fjarlægja myndbandið umdeilda en segist ætla að skoða frekar hvort það bannar forsætisráðherrann tímabundið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Farinn yfir á Telegram Fallist fyrirtækið á að banna Hun Sen verður opinber Facebook-síða hans lokuð í aðdraganda kosninga sem fara fram í júlí. Gagnrýnendur hans segja að þær kosningar verði þó hvorki frjálsar né sanngjarnar vegna valdboðstilhneigingar sitjandi forsætisráðherrans. Hun Sen, sem hefur setið í embætti í aldarfjórðung, hótaði því fyrr í þessum mánuði að breyta lögum þannig að þeim sem kjósa ekki í kosningunum verði bannað að bjóða sig fram til embætta í framtíðinni. Hun Sen hefur verið afar virkur á Facebook. Auk ofbeldishótana í garð keppinauta birtir hann þar myndir af barnabörnunum sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagðist í gær ætla að segja skilið við miðilinn og nota frekar samskiptaforritið Telegram þar sem auðveldara væri að ná til fólks þar. Niðurstaða eftirlitsnefndarinnar var ekki opinber þegar hann greindi frá þessum vistaskiptum. Eftirlitsnefnd Meta hefur áður sett ofan í við stjórnendur Facebook. Þrátt fyrir að hún teldi að það hefði verið rétt að setja Donald Trump í straff eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021 gagnrýndi nefndin að bannið hefði verið ótímabundið. Eftir að stuðningsmenn Jairs Bolsonaro í Brasilíu öpuðu upp athæfi stuðningsmanna Trump eftir kosningar þar í fyrra taldi nefndin að viðbrögð Meta við ofbeldishótunum þá hefði verið ábótavant. Kambódía Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hótaði því að berja pólitíska keppinauta sína og senda „glæpona“ heim til þeirra í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í janúar. Meta, móðurfélag Facebook, taldi myndbandið brjóta gegn notendaskilmálum samfélagsmiðilsins en ákvað að leyfa því að standa á þeirri forsendu að það væri fréttnæmt. Sérstök eftirlitsnefnd sem á að vera óháð Meta en er fjármögnuð af fyrirtækinu komst að þeirri niðurstöðu í dag að skaðinn af myndbandinu væri meiri en fréttagildi þess. Hun Sen ætti að sæta banni í hálft ár fyrir að birta það. Meta féllst á að fjarlægja myndbandið umdeilda en segist ætla að skoða frekar hvort það bannar forsætisráðherrann tímabundið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Farinn yfir á Telegram Fallist fyrirtækið á að banna Hun Sen verður opinber Facebook-síða hans lokuð í aðdraganda kosninga sem fara fram í júlí. Gagnrýnendur hans segja að þær kosningar verði þó hvorki frjálsar né sanngjarnar vegna valdboðstilhneigingar sitjandi forsætisráðherrans. Hun Sen, sem hefur setið í embætti í aldarfjórðung, hótaði því fyrr í þessum mánuði að breyta lögum þannig að þeim sem kjósa ekki í kosningunum verði bannað að bjóða sig fram til embætta í framtíðinni. Hun Sen hefur verið afar virkur á Facebook. Auk ofbeldishótana í garð keppinauta birtir hann þar myndir af barnabörnunum sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagðist í gær ætla að segja skilið við miðilinn og nota frekar samskiptaforritið Telegram þar sem auðveldara væri að ná til fólks þar. Niðurstaða eftirlitsnefndarinnar var ekki opinber þegar hann greindi frá þessum vistaskiptum. Eftirlitsnefnd Meta hefur áður sett ofan í við stjórnendur Facebook. Þrátt fyrir að hún teldi að það hefði verið rétt að setja Donald Trump í straff eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021 gagnrýndi nefndin að bannið hefði verið ótímabundið. Eftir að stuðningsmenn Jairs Bolsonaro í Brasilíu öpuðu upp athæfi stuðningsmanna Trump eftir kosningar þar í fyrra taldi nefndin að viðbrögð Meta við ofbeldishótunum þá hefði verið ábótavant.
Kambódía Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira